Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
7

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Guðmundur Gunnarsson

Fjármálaráðherra kyndir undir ófriðarbáli á vinnumarkaði

Tvennt brennur á launamönnum; Hvernig ákvarðanir stjórnmálamanna hafa markvisst lækkað kaupmátt þeirra sem minnst hafa með hækkun jaðarskatta. Og hitt að þeir hafa á sama tíma tekið sér 45% afturvirka launahækkun auk margs konar aukadúsa sem aðrir launamenn fá ekki.

Guðmundur Gunnarsson

Tvennt brennur á launamönnum; Hvernig ákvarðanir stjórnmálamanna hafa markvisst lækkað kaupmátt þeirra sem minnst hafa með hækkun jaðarskatta. Og hitt að þeir hafa á sama tíma tekið sér 45% afturvirka launahækkun auk margs konar aukadúsa sem aðrir launamenn fá ekki.

Fjármálaráðherra kyndir undir ófriðarbáli á vinnumarkaði

Nýfrjálshyggjan hefur leitt til þess að glórulaus auðsöfnun yfirstéttar er talin eðlileg og sjálfsögð skipan mála og nú er svo komið að jafnvel á Íslandi að hluti þjóðarinnar á hvorki til hnífs eða skeiðar. Það sem af er þessari öld hefur farið fram markviss niðurskurður í velferðarkerfinu og nú er staðan sú að það skortir nokkur hundruð milljarða eigi að koma innviðum íslensks samfélags í eðlilegan farveg.

Oft er rætt um svokallað SALEK samkomulag, eða norræna samningamódelið. SALEK er skammstöfun fyrir SAamstarf um Launaupplýsingar og Efnahagsforsendur Kjarasamninga og samningalíkan. Kjarasamningum hér á landi hefur oft verið lokað með yfirlýsingu frá þáverandi ríkisstjórn um aðgerðir sem auki kaupmátt umfram umsamdar launahækkanir. Í þessu sambandi má nefna yfirlýsingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs í lok árs 2013 sem var samin eftir fundi með samtökum vinnumarkaðarins. 

Þar var því lofað að ef víðtæk samstaða næðist milli heildarsamtaka á almennum og opinberum vinnumarkaði sem og ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga um sameiginleg markmið um stöðugleika og vinnubrögð myndi ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum til að tryggja kaupmáttinn. Ráðherranefndin með Sigmund Davíð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í broddi fylkingar lagði áherslu á að hóflegar launahækkanir væru forsenda efnahagslegs stöðugleika. 

Litið var til nágrannalanda okkar um hvernig þau kæmu í veg fyrir svokölluð höfrungahlaup með tilheyrandi kollsteypum með röskun stöðugleika og forsendum vaxandi kaupmáttar. Í samræmi við framangreindar yfirlýsingar samþykktu þeir launahópar sem sátu ofarlega í launatöflum að draga úr kaupkröfum og gera þannig mögulegt að hækka lægstu launataxta sérstaklega og draga þannig úr þensluáhrifum kjarasamninga.

Staðreyndin er hins vegar sú að þegar íslenskir launamenn höfðu afgreitt sína kjarasamninga virtust ráðherrar telja sig vera lausa við klafa eigin yfirlýsinga og vildu ekkert með sjónarmið samtaka launamanna hafa. Ráðherrarnir keyrðu í gegnum Alþingi margs konar breytingar á skatt- og/eða bótakerfinu með skerðingum á vaxta- og barnabótum. Auk þess að frítekjumörk fylgdu ekki vísitölum sem varð til þess að sérstakar hækkanir lægstu launa stöðvuðu ekki í vösum launamanna heldur runnu beint í ríkissjóð. Þeir launahópar sem höfðu gefið eftir kröfur um launahækkun á þeim forsendum að sú kjarabót væri nýtt til þess að hækka sérstaklega lægstu taxtana. Þarna var komið markvisst í bakið á launamönnum. Vaxandi ójöfnuður hefur síðan leitt til vaxandi óánægjuelda innan verkalýðshreyfingarinnar. 

Ástæða er að halda til haga viðteknum vinnuháttum stjórnmálamanna í aðdraganda kjarasamninga þegar þeir ganga fram fyrir skjöldu með yfirlýsingar um að nú verði verkalýðshreyfingin að sýna ábyrgð í kröfugerð, annars hrynji samfélagið. Ráðherrar mæta endurtekið í viðtöl þar sem þeir vísa jafnan til fyrri yfirlýsingar um gott samstarf við launþegahreyfinguna þótt þeir hafi hins vegar vikið frá eigin loforðum með breytingum á heilbrigðis- og menntakerfinu og þannig fært margs konar kostnað frá ríkinu yfir í beina gjaldtöku hjá heimilum, eða með öðrum orðum, hrifsað til sín sérstakar launahækkanir þeirra sem minnst mega sín. 

„Ætli ríkistjórnin sér að koma veg fyrir háskalegt uppgjör næsta vetur verður hún að hefja þinghaldið í haust með því að lækka jaðarskatta og koma vaxta- og barnabótum í fyrra horf. Skila því sem hún hefur hrifsað til sín af kaupmætti þeirra lægst launuðu.“

Hljóðið í stjórnmálamönnum gjörbreytist hins vegar þegar launamenn hafa samþykkt nýja kjarasamninga og þá ganga þeir svo langt að halda því fram að það sé verkalýðshreyfingunni til skammar hversu lág launin séu. Þannig hella þeir markvisst olíu á óánægjueldana innan verkalýðshreyfingarinnar og afleiðingar þessa háttalags blasa við næsta vetur og stefnir í mikla upplausn og uppgjör í íslensku samfélagi. Verkalýðshreyfingin er sundruð og traust launamanna á stjórnmálamönnum er í lágmarki.

Hér er ekki við íslenska verkalýðshreyfingu að sakast, hún hefur sannarlega hækkað laun í kjarasamningum margfalt á við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það eru hins vegar athafnir/athafnaleysi íslenskra stjórnmálamanna sem hefur valdið því að kaupmáttur þeirra sem minnst mega sín á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki fylgt því sem stefnt var að og ójöfnuður þar með vaxið.

Það er tvennt sem brennur á launamönnum; Hvernig ákvarðanir stjórnmálamenn hafa markvisst lækkað kaupmátt þeirra sem minnst hafa með hækkun jaðarskatta. Og hitt að þeir hafa á sama tíma tekið sér 45% afturvirka launahækkun auk margs konar aukadúsa sem aðrir launamenn fá ekki. Fjármálaráðherra mætir reglulega í fjölmiðla þar sem hann sýnir launamönnum ósvífinn hroka og hótar þeim öllu illu. Þingheimur hefur ekki fengist til þess að opinbera hvaða forsendur lágu fyrir 45% launahækkun og öðrum sérkjarabótum. Afturvirkar launahækkanir eru bannorð í Karphúsinu.

Ljóst er að ætli ríkistjórnin sér að koma veg fyrir háskalegt uppgjör næsta vetur verður hún að hefja þinghaldið í haust með því að lækka jaðarskatta og koma vaxta- og barnabótum í fyrra horf. Skila því sem hún hefur hrifsað til sín af kaupmætti þeirra lægst launuðu. Aðgerðir stjórnvalda undanfarin misseri, eins og rakið er hér ofar, munu mjög líklega koma í veg fyrir samflot verkalýðshreyfingarinnar á næstu misserum og þá um leið forsendur þess að samið verði um að þeir hæst launuðu fái minna svo þeir lægst launuðu geti fengið meira.

Það samspil hafa íslenskir stjórnmálamenn eyðilagt og um leið rústað forsendum SALEK samkomulagsins eða öðru samstarfi á vinnumarkaði. Íslenskir stjórnmálamenn virðast, andstætt kollegum sínum í nágrannalöndum okkar, telja að þeir lifi í innilokuðum heimi Alþingis sem sé ótengdur samfélaginu og litið er á samtök launamanna sem óvini. Samtök launamanna séu með ósanngjarnar kröfur um þátttöku í uppbyggingu samfélagsins. Afleiðing þessa er það ófriðarbál sem mun loga næsta vetur og er nært á þeirri olíu sem stjórnvöld hafa borið á bálköstinn.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði meðal annars í viðtali nýverið að hann legði mikla áherslu á að ríkisstjórnin hafi sýnt vilja til að eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Það er auðvitað gamalkunnugt stef að aðilar vinnumarkaðarins vilja seilast sífellt lengra inn í ákvarðanir sem heyra undir þing og ríkisstjórn.“ Hér staðfestir Bjarni einmitt þann vanda sem íslenskir launamenn glíma við.

Það eru margendurtekin inngrip Alþingis inn í gildandi kjarasamninga og þannig lagt í rúst baráttu launamanna með einni samþykkt á Alþingi og þeir senda um leið launamönnum fingurinn. Hroki Bjarna og firring er síðan staðfest enn frekar þegar hann segir í viðtali : „Kjaraviðræður á almenna markaðinum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld og það sé með ólíkindum að heyra verkalýðsleiðtoga segja vera svigrúm til 20–30% launahækkana.“ Bjarni var að semja við ljósmæður um 20–30% launahækkun og hann tók sér 45% launahækkun.

 

Í nágrannalöndum okkar gengur norræna módelið upp. Þar ríkir traust á milli þingheims og samtaka á vinnumarkaði í ákveðnum málaflokkum – andstætt því sem hér ríkir. Þar þurfa launamenn ekki að semja reglulega um tuga prósenta launahækkanir til þess að viðhalda eðlilegum kaupmætti. Stjórnmálamenn ásamt helstu embættismönnum telja að það eigi einungis að ná til efsta lagsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
7

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·