Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Af hverju á ég að beygja mig undir þá sem eru í gröfinni?“

Ragn­ar Að­al­steins­son gjör­breytti af­stöðu sinni til stjórn­mála þeg­ar hann sá hvernig nöktu valdi var beitt gegn mót­mæl­end­um, en ferð­að­ist um heim­inn og ílengd­ist á Spáni á tím­um ein­ræð­is­herr­ans Franco áð­ur en hann lagði lög­fræði fyr­ir sig. Hann er sjö barna fað­ir, fað­ir tveggja ung­linga, sem berst fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti og mann­rétt­ind­um. Eft­ir 56 ára fer­il seg­ir hann póli­tík ráða för inn­an dóm­stól­anna, Hæstirétt­ur hafi beygt sig fyr­ir lög­gjaf­ar­vald­inu og brugð­ist skyldu sinni. Því sé óumflýj­an­legt að taka upp nýja stjórn­ar­skrá, en meiri­hluti Al­þing­is hunsi vilja fólks­ins og gæti frek­ar hags­muna hinna efna­meiri, þeirra sem hafa völd­in í þjóð­fé­lag­inu.

Vill hafa áhrif á samfélagið Ragnar Aðalsteinsson, einn þekktasti lögmaður landsins, segist vilja hafa áhrif á samfélagið, hvort heldur sem er með því að reka dómsmál eða með öðrum hætti. Hann berst fyrir rétti þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu og vill lyfta mannréttindum í öndvegi, meðal annars með því að hér á landi verði tekin upp ný stjórnarskrá.

Ragnar Aðalsteinsson situr á skrifstofu lögmannsstofu sinnar, Réttar, á Klapparstíg. Á skenk sem stendur meðfram heilum langvegg má sjá möppur, möppur og aftur möppur fullar af skjölum er varða ríflega fjörutíu ára gamalt mál sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, skipt henni upp, valdið deilum og úlfúð og skekið stjórnmálin hér á landi með næsta óheyrðum hætti. Nú styttist í að enn einn kaflinn hefjist í hinum svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmálum, hugsanlega lokakaflinn. Þar verður Ragnar þátttakandi og það ekki í fyrsta sinn.

Ragnar Aðalsteinsson er einn þekktasti lögmaður þjóðarinnar og hefur um áratugaskeið komið að lögfræðilegum úrlausnarefnum, einkamálum og sakamálum, sem hafa haft verulega þýðingu fyrir íslenskt samfélag og íslenskt réttarfar. Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir endurupptöku þessa langþekktasta sakamáls Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en endurupptaka þess hefur verið ákveðin og fer málflutningur fram í Hæstarétti 13. september næstkomandi. Fyrir rúmu 21 ári stóð Ragnar í þeim sömu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár