Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

„Ég grét á hverjum degi í tvö ár. Ég átti rosalega erfitt,“ segir Svandís Sturludóttir sem varð móðir sextán ára gömul og missti sex vikna gamalt barnið. Fimm árum síðar lést annað barn daginn sem það fæddist. Alls hefur hún eignast fimm börn og á auk þess tvö stjúpbörn. „Ég tók ákvörðun um að takast á við sorgina og lagði áherslu á að sjá lífið hvað sem það kostaði; að halda áfram var það eina sem komst að.“ Fleiri áföll hafa dunið á en Svandís reynir að njóta lífsins og leggur áhersluna á gleðina sem það býður upp á.

ritstjorn@stundin.is

„Hann var rétt að byrja að brosa þegar hann dó,“ segir Svandís Sturludóttir um son sinn sem lést aðeins sex vikna gamall. Sjálf var hún aðeins barn að aldri, sextán ára gömul og nýbökuð móðir.

Svandís ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en fluttist norður í land með fjölskyldu sinni níu ára gömul. Þar kynntist hún jafnaldra sínum, Jóhanni, þegar hún var fimmtán ára og varð þunguð. „Ég byrjaði ekki á blæðingum og mér varð fljótlega ofsalega óglatt á morgnana og mig fór að gruna að ég væri ófrísk. Ég varð miður mín en samt fann ég að ég myndi takast á við þetta.“

Hún ræddi þetta við foreldra sína sem sýndu mikinn skilning, en höfðu áhyggjur af henni. Í stórfjölskyldunni varð hins vegar uppistand og fólki fannst ýmislegt um málið, segir hún. „En ég var algjörlega ákveðin í að eignast barnið sem var auðvitað ákveðinn barnaskapur þegar þú lítur ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun

Hvílík tilviljun

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·
Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·