Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég vil að þetta sé erfitt“

Mamma Mia var ein að­sókn­ar­mesta kvik­mynd­in í sögu Ís­lend­inga, fólk dans­aði og söng með mynd­inni og nú er fram­halds­mynd­in kom­in, Mamma Mia! Here we go again. Hún fór sömu­leið­is rak­leið­is á topp ís­lenska að­sókarlist­ans. Stell­an Skars­gård, sem fer með eitt aðahlut­verk­ið í mynd­inni, sett­ist nið­ur með blaða­manni í Berlín, ræddi leik­list­ina og Mamma Mia!, #met­oo, börn­in, sjón­varp­ið og elda­mennsk­una.

Hann er einn frægasti leikari Norðurlanda og hefur unnið með Lars von Trier að myndum eins og Breaking the Waves, Dancer in the Dark, Melancholia og Nymphomaniac, auk þess að leika hlutverk í Hollywood-myndum á borð við Good Will Hunting og Pirates of the Caribbean sem og Marvel-myndum á borð við Thor og Avengers.

„Ég lék einn eða tvo rússneska skúrka – og gott ef ekki eitt rússneskt góðmenni. En svo lauk kalda stríðinu og þar með lauk eftirspurn eftir rússneskum skúrkum. En þeir eru að koma sterkir inn aftur,“ segir Stellan Skarsgård aðspurður um hvort hann hafi lent í því að leika alltaf sama hlutverkið aftur og aftur. „En ég held ég hafi sloppið við að festast í sömu hlutverkunum, ég hef alltaf fundið mér eitthvað nýtt fyrir næsta hlutverk,“ segir hann og þessar þrjár myndir sem við ræðum í dag eru ágætis dæmi um það; framhald af geysivinsælum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár