Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

Ræst­ing­ar eru lægst laun­aða starfs­grein at­vinnu­lífs­ins. Flest­ir geta ver­ið sam­mála um mik­il­vægi ræst­inga, en vart er hægt að ímynda sér ástand fyr­ir­tækja og stofn­ana ef þeirra nyti ekki við. Starf­ið er hins veg­ar ekki met­ið að verð­leik­um inn­an sam­fé­lags­ins. Diljá Sig­urð­ar­dótt­ir lýs­ir reynslu sinni og annarra.

„Ræstingar eru erfiðasta starf sem nokkur maður getur unnið,“ sagði fyrrverandi ræstingakona við mig og ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt brjálæðislega ósammála. Hún vildi ekki koma fram undir nafni, vildi bara leggja þessa reynslu að baki sér, en sú virtist vera raunin með flesta þá sem ég talaði við.  

Eitt skipti varð að sjö

„Hvar lærir maður svona góða íslensku?“ spurði maður þegar ég spurði hvort ég mætti skúra þar sem skrifborðið hans stóð. Hann greip kaffibollann sinn og rúllaði sér á stólnum frá skrifborðinu. „Ætli hún hafi ekki fylgt með fæðingarvottorðinu mínu,“ sagði ég og brosti asnalega, og fékk að bragði spurninguna sem ég hafði heyrt svo oft: „Nú, ertu íslensk??“ Ég dæsti. 

Ég vann við ræstingar í rúmt ár af lífi mínu og var 18 ára þegar ég byrjaði. Mér hafði verið sagt upp á pitsustað vegna fækkunar á starfsfólki – eða svo var …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár