Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Íbúð­ir í eigu þriggja þing­manna og eins ráð­herra eru á lista sýslu­manns yf­ir skráða heimag­ist­ingu. Airbnb hef­ur þrýst upp verð­lag­inu á leigu­mark­aði og kynt und­ir hús­næð­is­vand­an­um að mati grein­ing­ar­að­ila.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þrír þingmenn og maki eins ráðherra eru skráðir sem ábyrgðarmenn íbúða sem bjóða upp á heimagistingu samkvæmt gögnum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leigja þrír út íbúðir gegnum Airbnb.

Um er að ræða Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Þorstein Víglundsson, þingmann Viðreisnar. Þá er Ágústa Þóra Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

Ítrekað hefur verið bent á að útleiga Airbnb-íbúða þrýsti upp verðlagi og eigi þannig átt þátt í að kynda undir húsnæðisvandanum í Reykjavík. 

Íbúðir Ágústs, Helga og Guðlaugs eru að finna á vef Airbnb. Þó hefur enginn þeirra skráð leigustarfsemina í hagsmunaskrá þingmanna. En þar ber að skrá starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í.

Mánaðargreiðslur þingmanna nema 1.101 þúsund krónum á mánuði samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 29. október 2016, sem er 65 prósentum hærra en meðallaun Íslendinga. Þá eru laun ráðherra um 1.826 þúsund krónur á mánuði. Þingmenn og ráðherrar drýgi tekjurnar með leigu á Airbnb, en nóttin hjá þeim kostar á bilinu 13 til 42 þúsund krónur.

Sautján þúsund krónur nóttin hjá ráðherranum

Íbúð Guðlaugs Þórs.

Á vef Airbnb er boðin til leigu íbúð í Foldahverfinu í Grafarvogi þar sem nóttin kostar rúmar sautján þúsund krónur. Gestgjafinn er stjúpdóttir Guðlaugs Þórs, Anna Ýr, en samkvæmt fasteignaskrá er íbúðin í eigu Guðlaugs og Ágústu Þóru. 
Íbúðin virðist hafa verið í leigu síðan í maí og er hún að mestu ekki laus til útleigu fyrr en í október.

Guðlaugur hefur lýst yfir áhyggjum af húsnæðisvanda Íslendinga. Í grein sem Guðlaugur skrifaði um húsnæðismál ungs fólks árið 2016 sagði hann að til þess að ráða úr húsnæðisvanda ungs fólks þyrfti opinber kostnaður að lækka, lóðaframboð yrði að auka og stöðugleiki þyrfti að ríkja á húsnæðismarkaðnum. Þá gagnrýndi hann fjárframlög hins opinbera til Íbúðalánasjóðs og sagði sjóðinn geta náð markmiðum sínum „fyrir brot af þeirri upphæð sem kostar að halda honum á lífi“.

„Ég mun berjast fyrir því eins mikið og ég get og hef gert það frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum að við reynum hér að bæta umhverfið bæði fyrir þá sem kaupa húsnæði og þá sem leigja,“ sagði Guðlaugur jafnframt í umræðu um húsnæðisvandann á Alþingi árið 2015.

Airbnb þrýstir upp leiguverði

Í rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands frá því febrúar kemur fram að 15 prósent af allri raunverðshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli 2014 og 2017 megi rekja til fjölgunar Airbnb-íbúða. Jafngildi það um tveggja prósenta hækkunar íbúðaverðs á hverju ári á þessu tímabili.

Hagdeild Íbúðalánsjóðs hefur komist að svipaðri niðurstöðu og metið áhrif Airbnb þannig að meðalfermetraverð í kaupsamningum hér á landi árin 2015 til 2017 hafi hækkað um fimm til níu prósentustig.

Þá styðja nýlegar erlendar rannsóknir þá tilgátu að fylgni sé á mili Airbnb-útleigu og verðmyndunar á fasteignamarkaði og að útleiga á Airbnb minnki framboð húsnæðis á almennum leigumarkaði. 

Lúxushús Ágústs Ólafs

Lúxushús Ágústs Ólafs.

„Lúxushús með bar, eldstæði og heitum potti.“ Þannig hljóðar lýsingin á húsi Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Airbnb. Ágúst hefur í hið minnsta eitt og hálft ár haft húsnæði sitt í Gerðunum í Reykjavík til leigu á vef Airbnb.

Húsið er 270 fermetrar útbúið fataherbergi, fjórum svefnherbergjum,þremur baðherbergjum, „leyni bar“ og heitum potti. Þá er húsið ekki laust til útleigu fyrr en síðustu vikuna í ágúst.

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra lýsti Ágúst yfir áhyggjum á húsnæðisvanda ungs fólks. 

„Það er verk að vinna í þessu samfélagi, það sem ég hef sérstakar áhyggjur af er staða ungs fólks. Við sjáum að unga kynslóðin í dag er sú fyrsta í sögu Íslands sem hefur verri tækifæri en kynslóðin fyrir ofan. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 90 prósent á sjö árum, við erum búin að ganga allt of langt í skerðingu, fjórða hver fjölskylda er dottin úr barnabótakerfinu, helmingurinn er dottin úr vaxtabótakerfinu. Þetta eru tól sem stjórnvöld hafa til að mæta ungu fólki, fjölskyldufólki, og við höfum ekki verið að nýta þau,“ sagði Ágúst í þættinum Bítið á Bylgjunni.

Vagga kattarunnandans

Íbúð Helga Hrafns.

Hjónin Helgi Hrafn Gunnarsson og Inga Auðbjörg Straumland bjóða upp á íbúð á vef Airbnb sem kölluð er vagga kattarunnandans. Íbúðin er staðsett í Túnunum í Reykjavík og kostar nóttin um 13 þúsund krónur.

Hjónin leigja út íbúðina í einn mánuð á meðan þau dvelja í útlöndum. „Við erum bara að nýta húsnæðið á meðan við verðum í útlöndum, enda höfum við enga ástæðu til að hafa íbúðina tóma á meðan. Þvert á móti reyndar, okkur vantaði pössun fyrir kettina okkar tvo, og Airbnb býður upp á að finna leigjendur sem geta séð um gæludýr,“ segir Helgi Hrafn.

Á vef Airbnb er Inga skrásett sem gestgjafinn en samkvæmt fasteignaskrá eru þau bæði eigendur hússins. Þá er Helgi skrásettur fyrir leyfinu fyrir heimagistingu á vef sýslumanns.  Íbúðinni fylgja tveir kettir, Arya og Tyrion og er hún sögð fullkomin fyrir fjölskyldur sem elska ketti. Íbúðin er ekki laus til útleigu nema fáeina daga í ágúst og september.

Fyrrverandi félagsmálaráðherra kominn með heimagistingarleyfi

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og núverandi þingmaður Viðreisnar, er á meðal þeirra 1448 einstaklinga sem eru með leyfi sýslumanns fyrir heimagistingu.

Leyfi Þorsteins er fyrir heimili hans í Eskiholti í Garðabæ en um er að ræða um 300 fermetra húsnæði. Íbúðina er þó ekki að finna til útleigu á vef Airbnb.

Þorsteinn var harðorður í garð Airbnb á meðan sat sem félagsmálaráðherra. Sagði hann til að mynda að reisa þyrfti skorður við skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. „Það er ekkert sjálfsagt að slík starfsemi spretti upp algjörlega stjórnlaust og án aðkomu sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvaldið. Ég held að sveitarfélögin ættu að horfa þarna betur til þess hvernig megi mögulega reisa skorður við frekari vexti í þessari starfsemi meðan húsnæðisskorturinn er svona mikill,“ sagði Þorsteinn í samtali við RÚV

Þá sagði Þorsteinn í þætti Kjarnans á Hringbraut í fyrra að hægt væri að skoða takmarkanir á Airbnb-íbúðum í samræmi við takmarkanir og stýringu sveitarfélaga á því hvar opnaðir væru veitingastaðir, kaffihús og barir.

Þorsteinn gerði málið að umtalsefni sínu að nýju á Alþingi skömmu fyrir síðustu jól þar sem hann talaði um stjórnlausan vöxt á Airbnb-íbúðum. „Við höfum séð í uppgangi ferðaþjónustunnar að þar hefur verið að mörgu leyti stjórnlaus vöxtur á svokölluðum Airbnb leiguíbúðum sem birtist meðal annars í því að íbúum í miðborg Reykjavíkur er að fækka og þar af leiðandi tilheyrandi skortur á húsnæði sem þessu fylgir. Þarna er alveg ljóst að stjórnvöld verða með einhverjum hætti að grípa inn í og stýra líkt og er með aðra leyfisveitingu til atvinnustarfsemi. Þetta gengur auðvitað ekki. Hér eru fleiri nágrannar Reykjavíkur farnir að horfa til sömu þróunar að útleiga til ferðamanna sé raunverulega að ryðja íbúum út úr heilu hverfunum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu almennt,“ sagði Þorsteinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár