Ýmislegt bendir til þess að þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað á jörðinni komi til með að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir mannkynið. Á dögunum birtist grein í tímaritinu Nature Climate Change sem fjallar um lítt ræddar afleiðingar loftslagsbreytinga á fiskveiðar: það er fjölgun storma. Að sögn höfunda greinarinnar gætu slíkar breytingar gerst hratt og ógnað bæði fiskveiðum og þeim sem þær stunda.
Áhrifin misjöfn eftir heimshlutum
Það voru vísindamenn við University of Exeter, Met Office, University of Bristol og Willis Research Group sem stóðu að baki greininni. Við gerð hennar voru fyrri rannsóknir á stormum og breytingum á þeim greindar, ásamt framtíðarspám á sama sviði.
Við greininguna kom í ljós að misjafnt er hver áhrifin eru talin vera eftir heimshlutum. Spáð er fyrir um að stormum í kjölfar monsoon-tímabilsins í Karíbahafinu fari vaxandi, að fellibyljum í Austur-Kína fjölgi sem og að stormum í austanverðu Norður-Atlantshafi fjölgi. Aftur á móti er gert ráð fyrir að stormum fari fækkandi í Miðjarðarhafinu á næstu tveimur öldum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir