Birgitta Jónsdóttir yfirgaf stjórnmálin og Pírata. Hún greinir stjórnmálin utan frá, úr kjallaraíbúð sinni. Henni var ekki bjargað um stöðu eftir þingmennsku, ólíkt mörgum úr fjórflokknum, og þykir magnað að fylgjast með Bjarna Benediktssyni.
Birgitta Jónsdóttir yfirgaf stjórnmálin og Pírata. Hún greinir stjórnmálin utan frá, úr kjallaraíbúð sinni. Henni var ekki bjargað um stöðu eftir þingmennsku, ólíkt mörgum úr fjórflokknum, og þykir magnað að fylgjast með Bjarna Benediktssyni.
Kerfið aðlagaði breytingarsinnanaBirgitta segir að í raun og veru hafi hér lítið breyst eftir hrun. Andverðleikasamfélagið lifi enn góðu lífi. Mynd: Kristinn Magnússon
Ég sit hér í svefnherberginu mínu í kjallaraíbúðinni í Túnunum, sem ég hef útbúið sem skrifstofu. Eldri strákurinn minn þurfti að flytja tímabundið heim vegna ástandsins á leigumarkaðnum. Ég bjó til herbergi fyrir hann í stóru geymslunni undir bogadregnu tröppunum. Við höfum búið við alls konar aðstæður og oftast á leigumarkaði og því þakka ég mínu sæla á hverjum degi fyrir að vera svo lánsöm að hafa getað fjárfest í steypu áður en það kom önnur fasteignabóla.
Ég er að reyna að leiða hjá mér allt þetta pólitíska argaþras og hef því dregið mig inn í skel eins og almennilegur einfari og nenni varla að lesa blöðin. Hlusta stundum á Harmageddon en gleymi oftast að það eru ekki fréttir á venjulegum tíma út af boltaleik í Rússlandi og hlusta bara á BBC í staðinn.
Bjarni BenediktssonGreinarhöfundi þykir magnað að fylgjast með Bjarna Benediktssyni bjarga sér úr hvaða stöðu sem ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Athugasemdir