Mest lesið

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
1

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
3

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
4

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Brómans á Klaustri
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
6

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot vill 1,5 milljónir frá blaðakonu Stundarinnar

Þrjár barnungar stúlkur kærðu Aðalberg Sveinsson lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Lögreglan ákvað að hann yrði ekki færður til í starfi. Málin voru öll felld niður. Nú hótar hann að fara með blaðakonu Stundarinnar fyrir dóm vegna orðalags í frétt um málið, fái hann ekki afsökunarbeiðni og 1,5 milljónir króna í bætur.

Lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson var kjörinn formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Málið, og tvö önnur gegn honum fyrir sömu brot, voru felld niður.  Mynd: Pressphotos
ritstjorn@stundin.is

Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaður sem ekki var leystur frá störfum þrátt fyrir að þrjár barnungar stúlkur kærðu hann fyrir kynferðisbrot, krefst þess að fá greiddar 1,5 milljónir króna í miskabætur frá blaðakonu Stundarinnar vegna orðalags í frétt um stöðu hans innan lögreglunnar. Aðalbergur hefur sent aðvörun um málshöfðun vegna málsins og því gæti svo farið að málið fari loksins fyrir dóm, en með hann sem stefnanda frekar en sakborning.

Þrjár ungar konur hafa undanfarið stigið fram og greint frá því að þær hefðu kært Aðalberg fyrir kynferðisbrot, sem þær segja hann hafa framið þegar þær voru á barnsaldri, án þess að það hefði haft áhrif á störf hans hjá lögreglunni. Ein konan, Helga Elín Herleifsdóttir, sagði frá reynslu sinni ásamt móður sinni í viðtali hjá tímaritinu Mannlífi og greindi frá því að Aðalbergur hefði verið sendur í útkall að heimili þeirra fyrr á þessu ári, þrátt fyrir að hún hefði kært hann fyrir að brjóta gegn sér sem barni. Honum var því hvorki vikið frá störfum né var aðkoma hans að meintum þolendum hans takmörkuð í starfi hans sem lögregluþjónn, og var afleiðingin meðal annars að meintur þolandi í málinu treysti ekki löggæslunni.

Naut trausts hjá lögreglunni

Í frétt Stundarinnar þann 22. júní 2018, sem málshöfðunarhótunin snýr að, var greint frá því að Aðalbergur hefði notið trausts hjá lögreglunni, þrátt fyrir kærurnar, og að hann hefði meðal annars verið kjörinn formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Tekið skal fram að öll þrjú kærumálin gegn honum voru felld niður og ekki ákært í þeim, meðal annars vegna skorts á sönnunargögnum. Í slíkum málum er ekki sérstaklega horft til þess að fleiri en einn aðili kæri fyrir samsvarandi hegðun.

Stúlkurnar voru skólasystur

Allar stúlkurnar þrjár greindu frá því að Aðalbergur hefði þuklað á kynfærum þeirra og sagði ein þeirra, fyrrverandi stjúpdóttir hans, að hann hefði meðal annars stungið fingri inn í leggöng hennar. Stúlkurnar þrjár voru allar í sama grunnskólanum og í sama árgangi. 

Kiana Sif LimehouseStjúpdóttir lögreglumannsins kærði hann fyrir kynferðisbrot.

Aðalbergur var stjúpfaðir Kiönu Sifjar Limehouse, en önnur stúlknanna kærði kynferðisbrot í sumarbústaðarferð þegar hún var tíu ára gömul og sú þriðja, Lovísa Sól Sveinsdóttir, var besta vinkona Kiönu og oft gestkomandi heima hjá henni, og þar með Aðalbergi. Hún brotnaði niður árið 2013 og greindi föður sínum frá því að stjúpfaðir Kiönu hefði þuklað á henni ítrekað árin 2010 til 2011 og beint til hennar að segja ekki frá. „Ég hef einu sinni séð hann frá því að ég kærði hann, það var í Kringlunni. Ég bara fraus og gat ekki hreyft mig. Loks byrjaði ég bara að gráta og endaði á því að hlaupa út,“ sagði hún í samtali við DV á dögunum, þar sem þær stigu fram í sameiningu og sögðu sögu sína.

Diljá SigurðardóttirBlaðamaður Stundarinnar fékk sent kröfubréf frá lögreglumanni sem krefur hana um 1,5 milljónir króna í bætur vegna orðalags í frétt um þrjár kærur á hendur honum vegna áskana um að brjóta kynferðislega gegn börnum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi Diljá Sigurðardóttur, blaðakonu Stundarinnar, og ritstjórum Stundarinnar, kröfubréf í kjölfar birtingar fréttarinnar um að Aðalbergur hefði notið trausts lögreglunnar þrátt fyrir kærurnar, þar sem gefinn var sólarhringsfrestur til að verða við kröfum um að greiða Aðalbergi 1,5 milljónir króna og birta opinberlega afsökunarbeiðni. „Að þeim tíma liðnum er áskilinn réttur til þess að höfða dómsmál á hendur þér án frekari viðvörunar,“ sagði í bréfinu. Ekki var orðið við kröfunum, en orðalagi í frétt Stundarinnar var breytt úr „nauðgunarkærum“ í „kynferðisbrotakærur“ til að koma til móts við athugasemdir Aðalbergs á meðan málið væri skoðað lögfræðilega.

Málshöfðunarhótunin snýr að skilgreiningu orðsins „nauðgun“

Krafa Vilhjálms fyrir hönd Aðalbergs snýr að því orðalagi fréttar Stundarinnar að vísa til „nauðgunarkæra“. 

Orðið „nauðgun“ er skilgreint í almennum hegningarlögum sem svo að það feli í sér „samræði eða önnur kynferðismök“. Skilgreiningin á því hvað „önnur kynferðismök“ vísar til hefur verið viðfangsefni fræðimanna á sviði lögfræði.

Flokkist athæfið að þukla á kynfærum barna ekki undir „önnur kynferðismök“ er um „kynferðislega áreitni“ að ræða, sem á við um aðra lagagrein og annan refsiramma en nauðgun. Í lögum er greint frá því að kynferðisleg áreitni „felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan.“ En það getur einnig flokkast undir „önnur kynferðismök“ að káfa á kynfærum. Í greinargerð með frumvarpi á Alþingi um breytingu á kynferðisbrotaköflum almennra hegningarlaga árið 2007 er munurinn á kynferðislegri áreitni og öðrum kynferðismökum aðgreindur með því hversu lengi þuklið varir og hver tilgangur þess er.

„Undir aðra kynferðislega áreitni mundi falla káf á kynfærum og brjóstum, sem varir stutta stund. Almennt er við það miðað að snerting sem fellur undir kynferðislega áreitni veiti geranda ekki kynferðislega fullnægingu. Sé háttsemin komin á það stig, t.d. áðurnefnt káf, fellur hún undir önnur kynferðismök.“

Í meistararitgerð í lögfræði frá árinu 2013 er fjallað um kynferðislega áreitni og mörk þess. „Mestar líkur verður að telja á því að skilin milli kynferðislegrar áreitni og annarra kynferðismaka verði óljós þegar háttsemi felst í snertingu kynfæra,“ segir þar. Snerting á kynfærum væri „önnur kynferðismök“, þegar „átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt (surrogat). Væru þetta athafnir sem veittu eða væru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju.“

„Ég set þetta í flokk með barnaníði“

Aðalbergur hefur ekki viljað ræða málið við Stundina. 

Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, hefur unnið að því að fá úrskurðað um ábyrgð og réttmæti vinnubragða lögreglunnar í málinu, bæði Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að notkunin á orðinu „nauðgun“ falli að upplifun þolenda í málunum.

„Maðurinn hefur verið kærður í þrígang fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum“

„Maðurinn hefur verið kærður í þrígang fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum og að fara að hengja sig í einhvern svona orðhengilshátt... Nauðgun er náttúrlega bara líkamsárás þar sem fórnarlambið er neytt til einhverra athafna. Það er mín skilgreining á orðinu. Ég set þetta í flokk með barnaníði.“

Stundinni hefur ekki borist formleg stefna, en skilyrði hennar hafa nú verið uppfyllt með sendingu formlegrar aðvörunar um málshöfðun.

Fyrirvari um hagsmuni: Stundin er aðili að málinu sem fjallað er um.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
1

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
3

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
4

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Brómans á Klaustri
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
6

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
4

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands
6

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
4

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands
6

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
5

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
6

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
5

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
6

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·

Nýtt á Stundinni

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

·
Klausturbleikjur

Klausturbleikjur

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Katrín Macron

Listflakkarinn

Katrín Macron

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

·
Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·