Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjö útgerðar­eigendur með sex milljarða í fjár­­magns­­­tekjur

Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar sem eiga stærstu út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­in þén­uðu þús­und­ir millj­óna í fyrra. Fólk­ið sem skipu­legg­ur hags­muna­bar­áttu út­gerð­ar­inn­ar og berst gegn veiði­gjöld­um fékk sam­tals 924 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017.

Sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins þénuðu samtals 5,9 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í álagningarskrár ríkisskattstjóra og eignarhald þeirra útgerða sem réðu yfir mestum aflahlutdeildum í september 2017 samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. 

Tekjuhæst eru Sigríður Vilhjálmsdóttir og systkinin Kristján og Birna Loftsbörn, en þau eru eigendur Hvals hf. í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og áttu jafnframt þriðjungshlut í HB Granda, kvótahæsta fyrirtæki landsins, allt þar til nú í vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni.

Kristján og Birna fengu hvort um sig rúmlega 1,36 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Gríðarlega athygli vakti á vormánuðum það ár þegar HB Grandi tilkynnti að til stæði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 manns. Ef gert er ráð fyrir að starfsmennirnir hafi verið með að meðaltali 310 þúsund krónur í laun á mánuði er ljóst að Kristján …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríka Ísland

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár