Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjarta síðasta hvalveiðimannsins

Kristján Lofts­son í Hval hf. er lík­lega síð­asti Ís­lend­ing­ur­inn sem mun stunda veið­ar á lang­reyð­um. Hann er kom­inn á átt­ræðis­ald­ur og held­ur áfram að veiða dýr, hverra af­urða er lít­il eft­ir­spurn eft­ir. Hvað veld­ur því að Kristján vill gera þetta þrátt fyr­ir að tap sé á hval­veið­un­um á hverju ári og þrátt fyr­ir mikla and­stöðu um­heims­ins?

Hjarta síðasta hvalveiðimannsins
Stundin sem Kristján beið eftir Kristján Loftsson hafði lengi beðið eftir þeirri stund að sjá fyrstu langreyðina dregna á land eftir að hvalveiðar hófust aftur eftir 20 ára hlé 2006. Hann sést hér með þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einari Kr. Guðfinnssyni. Mynd: mbl/ÞÖK

„Hann er fæddur og alinn upp í Hvalnum. Þetta var, og er, hans hjartans áhugamál,“ sagði Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, viðskiptafélaga Kristjáns Loftssonar hvalveiðimanns í áratugi, um Kristján í viðtali við Stundina árið 2016. Feður Kristjáns og Árna, Loftur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason, stofnuðu Hval hf. árið 1948 og hófu veiðar á hvölum í gegnum félagið. Bæði Kristján og Árni eru aldir upp við hvalveiðar; veiðarnar voru í blóði þeirra, hluti af þeim, en áttu ólíkan stað í hjörtum þeirra.

Ingibjörg útskýrði á hvaða forsendum Kristján Loftsson vildi halda áfram að veiða hvali, langreyðar á Íslandsmiðum, þótt ljóst væri að veiðarnar væru ekki arðbærar fjárhagslega. Á meðan var Árni miklu skeptískari á veiðarnar á einföldum viðskiptalegum forsendum: Hvalveiðarnar eru ekki arðbærar. Ekki hefur náðst að selja hvalkjötið á verði sem er nægilega hátt til að dekka kostnaðinn við veiðarnar. Kristján rembist hins vegar eins og rjúpan við staurinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár