Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ofurlaun forstjóra vekja ólgu í aðdraganda kjarasamninga

Launa­hæstu for­stjór­ar lands­ins eru með yf­ir 100 millj­ón­ir króna í árs­laun. Fjár­magn­s­tekj­ur sumra for­stjóra námu tug­um millj­óna í fyrra. Formað­ur VR seg­ir at­vinnu­líf­ið og stjórn­völd bera mikla ábyrgð á launa­skriði efsta lags þjóð­fé­lags­ins.

Launahæstu forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni þéna yfir 100 milljónir á ári í launatekjur einar. Aðrir þiggja tugmilljónir króna í fjármagnstekjur til viðbótar við laun sín, gjarnan sem arð úr fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Formaður VR segir fólkið í landinu búið að fá algjörlega nóg af launamisrétti.

Langlaunahæsti forstjórinn er Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Mánaðarlaun hans samkvæmt ársreikningi nema rúmum 18,5 milljónum króna, en félagið var skráð úr íslensku Kauphöllinni síðasta haust. Næst á eftir koma Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með tæpar 8,7 milljónir króna á mánuði, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, með tæpar 8,6 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríka Ísland

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár