Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðaþjónustufyrirtæki Icelandair endurspegla samdráttinn í ferðaþjónustunni

Hagn­að­ar­sam­drátt­ur tveggja ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja Icelanda­ir nam meira en 30 pró­sent­um milli ár­anna 2016 og 2017. Ann­að fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið sett í sölu­með­ferð. Hætt var við sam­ein­ingu hins fyr­ir­tæk­is­ins og Gray Line af ástæð­um sem eru ekki gefn­ar upp. Tekju­aukn­ing fyr­ir­tækj­anna er núll­uð út og gott bet­ur af mik­illi kostn­að­ar­aukn­ingu.

Ferðaþjónustufyrirtæki Icelandair endurspegla samdráttinn í ferðaþjónustunni
Samdrátturinn víðast hvar Ársreikningar dótturfélaga Icelandair sýna þann samdrátt sem einkenndi ferðaþjónustufyrirtæki árið 2017. Árið í ár er erfiðara en árið í fyrra á flestum bæjum. Mynd: Icelandair

Nýir ársreikningar tveggja stórra ferðaþjónustufyrirtækja í eigu flugrisans Icelandair endurspegla þann samdrátt sem á sér nú stað í íslenskri ferðaþjónustu.

Hagnaður Flugleiðahótela ehf., fyrirtækis sem rekur 19 hótel í landinu undir merkjum Icelandair og Eddu, og ferðaskrifstofunnar Iceland Travel ehf. dróst saman um 32 og 35 prósent milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt nýbirtum ársreikningum beggja fyrirtækja. Hagnaður Flugleiðahótela var tæplega 247 milljónir króna í fyrra en 361 milljóna króna 2016; hagnaður Iceland Travel var tæplega 335 þúsund evrur 2017, tæplega 42 milljónir króna, en 512 þúsund evrur 2016, tæplega 61 milljón króna.

Mikið hefur verið rætt um harðnandi árferði í íslenskri ferðaþjónustu síðustu mánuði og spurt hvað sé til ráða. Eftir því sem fleiri ársreikningar ferðaþjónustufyrirtækja verða opinberir skýrist myndin af stöðunni í geiranum betur.  

Selja hótelin og reyna sameininguIcelandair reynir að selja hótelin sín og áformaðir sameiningu ferðaskrifstofu sinnar. Bogi Nils Bogason er fjármálastjóri Icelandair.

Meira selt en minni hagnaður

Nýlega var greint frá því að Icelandair hefði ákveðið að reyna að selja hótelkeðjuna. Í samtali við Stundina sagði Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, að þetta væri gert til að skerpa fókusinn í starfseminni. „Icelandair Group er í eðli sínu flugfélag. Flugrekstur er okkar kjarnastarfsemi og er um 85% af veltu samstæðunnar. Miðað við okkar áætlanir mun þetta hlutfall aukast á næstu árum. Ákvörðunin nú snýst um að setja enn meiri rekstrar- og stjórnunarlegan fókus á flugreksturinn hjá Icelandair.“ 

Ársreikningur Flugleiðahótela, og minnkandi hagnaður, lá ekki fyrir þegar Stundin spurði Boga þessara spurninga en hann gerir það nú.

Bogi sagði að ákvörðunin um að selja hótelin snerist ekki um samdrátt í rekstrinum. „Ákvörðunin núna tengist ekki afkomunni heldur skýrari fókus í starfseminni.“

Ársreikningur Flugleiðahótela sýnir hins vegar að jafnvel þótt tekjur fyrirtækisins hafi aukist úr nærri 9,3 milljörðum upp í rúmlega 10,1 þó dróst hagnaðurinn saman um meira en 100 milljónir króna, að langmestu leyti vegna aukins kostnaðar við starfsemina. Flugleiðahótelin eru því tvímælaust ekki að skila þeirri arðsemi sem þau gerðu áður.

Bogi Nils neitaði því hins vegar að þetta væri skýringin á vilja Icelandair til að selja hótelin. „Í hreinskilni sagt þá hefðum við ekki sett félagið í söluferli ef við teldum horfurnar slæmar því það myndi að sjálfsögðu hafa neikvæð áhrif á verðið.  Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.  Landið getur ekki tekið við tugprósenta aukningu ár eftir ár,“ sagði hann.  

Fyrst staða félagsins var svona í fyrra má búast við því að hagur Flugleiðahótela verði verri á þessu ári, að frekari samdráttar muni gæta, þar sem staðan í ferðaþjónustunni er almennt séð þyngri í ár en í fyrra. Þá er gistinóttum að fækka milli ára en síðastliðin ár hefur verið stöðug aukning í notkun ferðamanna á hótelum á Íslandi.

Hagstofa Íslands greindi frá því lok maí að gistinóttum hefði fækkað um 7 prósent á milli áranna 2017 og 2018, farið frá 576600 niður í 534700. Á sama tíma er ljóst að komur ferðamanna eru fyrst nú, einnig eftir áralanga stöðuga fjölgun ferðamanna, byrjaðar að standa í stað en samanburður á fyrstu fjórum mánuðum ársins í ár og í fyrra sýnir svo litla fjölgun ferðamanna að tala má um stöðnun. 

Ekki gefið uppSigurdór Sigurðsson, sem sést hér með Þóri Garðarssyni, hefur ekki viljað gefa upp af hverju fyrirtækið sameinaðist ekki Iceland Travel í fyrra. Þeir tveir eru stærstu hluthafar Gray Line.

Launahækkanir vega þungt

Eitt af því sem aðilar í ferðaþjónustu hafa bent á sem skýringu á versandi afkomu eru launahækkanir sem tóku gildi á síðasta ári. Þannig lýsti Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, versnandi afkomu fyrirtækisins á síðasta ári en þá var tugmilljóna tap á rútufyrirtækinu: „Það er ýmislegt. Krónan styrktist umtalsvert í fyrra og hafði það töluverð áhrif. Launaþróun hefur verið töluvert upp á við, sérstaklega lægri laun, en mikið er um slík störf hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þetta er mjög mannfrek starfsemi og fer um helmingurinn af tekjum í launakostnað. Þetta rífur mikið í.“

Í samtali við Stundina tók framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Hópbíl í svipaðan streng og lýsti hann árinu 2018 sem „þungu“: „Þetta er gríðarlega þungt núna víðast hvar. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er þungt að vera með mikið af tekjum í erlendri mynt, og fá svo 20 til 25 prósent drop þar út af genginu, og fá svo kostnaðarhækkanir, sérstaklega á launalið, auk íþyngjandi opinberra gjalda. Stjórnvöld hafa hingað til tekið þessu sem sjálfsögðum hlut af því það hefur gengið mjög vel en nú er að koma annað hljóð í strokkinn og ég held að það þurfi að fara mjög varlega á næstu árum,“ sagði Guðjón. 

„Það strandaði eiginlega hvorugum megin“ 

Talsverðir erfiðleikar blasa því við rútufyrirtækjunum sem og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Eitt af þessum fyrirtækjum er rútufyrirtækið Gray Line. 

Hættu við sameininguna

Gray Line tengist dótturfélagi Icelandair, Iceland Travel ehf. þannig að til stóð að fyrirtækin myndu sameinast í fyrra. Eins og Stundin fjallaði um fyrir skömmu sendi Icelandair Group frá sér tilkynningu í október 2017 um að hætt hefði verið við viðskiptin af ótilgreindum ástæðum. 

Í nýlegu svari við fyrirspurn Stundarinnar um ástæður þessarar ákvörðunar sagði Bogi Nils gefi ekki upp forsendur samningsslitanna: „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá ákváðu samningsaðilar að hætta við samrunann eftir að niðurstöður áreiðanleikakannana lágu fyrir.  Við höfum og munum ekki tjá okkur frekar um málið.“ Til stóð að Icelandair myndi eiga 70 prósent í hinu sameinaða félagi og eigendur Gray Line 30 prósent. 

Þá vildi Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gray Line, heldur ekki gefa upp ástæðuna: „Það er trúnaður á milli okkar um það. […] Það strandaði eiginlega hvorugum megin,“ sagði hann en tap var á rekstri Gray Line árið 2017 og hefur 49 prósenta hlutur fjárfestingarfélags í eigu lífeyrissjóðanna sem keypti í Gray Line verið færður niður úr 1400 milljónum og niður í 900 milljónir. 

Tekjuaukning en hagnaðarsamdráttur

Ársreikningur Iceland Travel sýnir talsverðan samdrátt í rekstrinum milli ára. Tekjur voru umtalsvert hærri 2017 en 2016, fóru úr rúmlega 82 milljónum evra og upp í tæplega 105 milljónir evra árið 2017. Um var að ræða tekjuaukningu upp á 28 prósent. Á sama tíma minnkaði hagnaður fyrirtækisins um nærri 35 prósent á milli ára. Hagnaðurinn fór úr tæplega 512 þúsund evrum og niður í tæplega 335 þúsund evrur.  Ástæðan fyrir þessu er að kostnaðaraukningin við starfsemina núllaði út hagnaðaraukninguna í starfseminni og gott betur. Stóra spurningin er svo hvernig bókhald fyrirtækisins lítur út núna þar sem samdrátturinn í ferðaþjónustunni hefur víðast hvar aukist á milli ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
10
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár