Fréttir

Sigmundur spyr Steingrím hvort „hálfnakið fólk“ á vappi um þinghúsið auki virðingu Alþingis

Segir þinghúsið notað í auglýsingaskyni og veltir því fyrir sér hvort vænta megi tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram fyrirspurn til forseta Alþingis í dag þar sem hann spyr „hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu“.

Þar vísar hann til ljósmyndasýningarinnar Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur þar sem sjá má ungar berbrjósta konur standa ákveðnar og einbeittar við styttur, ljósmyndir og málverk af valdamiklum körlum í opinberum rýmum. 

Í umfjöllun um verkið á vef Listahátíðar segir meðal annars: „Þær horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komnar til að vera. DEMONCRAZY er röð ljósmynda í yfirstærð sem sýndar eru á Austurvelli.“

Sigmundur leggur eftirfarandi spurningar fyrir Steingrím J. Sigfússon þingforseta:

1. Hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu? 

2. Telur forseti Alþingis slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis? 

3. Var þetta leyfi tengt stuðningi forseta Alþingis við málstað þeirra sem leyfið hlutu? 

4. Mega aðrir hópar vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki? 

5. Er þetta leyfi til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna?“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Blogg

Hættum að bregðast Hauki

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Pistill

Að búa í glerhúsi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Úttekt

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum