Fréttir

Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til að „aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi“ á HM

Fimm íslenskir lögreglumenn verða á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi til að hafa eftirlit og vinna með rússneskum yfirvöldum. Ríkislögreglustjóri hyggst vera virkur á samfélagsmiðlum til að miðla upplýsingum til stuðningsmanna.

Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri verður virkur á samfélagsmiðlum yfir HM í knattspyrnu.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm íslenska lögreglumenn til Rússlands á meðan heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur. „„Hlutverk lögreglumannanna verður að aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi á meðan á mótinu stendur þannig að upplifun stuðningsmanna geti orðið sem ánægjulegust fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá embættinu í dag.

„Tveir lögreglumenn munu starfa í alþjóðlegri stjórnstöð löggæslu í Moskvu en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim löndum sem taka þátt í mótinu,“ segir í tilkynningunni. „Þá munu þrír lögreglumenn fylgja liðinu á þá staði sem Ísland keppir á og munu þeir fylgja rússneskum lögreglumönnum við eftirlit í kringum stuðningsmannasvæði og leikvang.“

Hægt verður að fylgjast með embættinu á Facebook, Instagram og Twitter á meðan mótinu stendur og hvetur ríkislögreglustjóri þá sem eru á leið til Rússlands til að gerast áskrifendur. „Í þessum tilgangi mun ríkislögreglustjóri vera virkur á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að ríkislögreglustjóri verði í nánu og góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Moskvu, Tólfuna og KSÍ við að safna og miðla gagnlegum upplýsingum til stuðningsmanna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Blogg

Hættum að bregðast Hauki

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Pistill

Að búa í glerhúsi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Úttekt

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum