Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

Hæstirétt­ur sýkn­aði RÚV af kröfu Ad­olfs um bæt­ur vegna einelt­is og ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Áð­ur hafði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sak­fellt RÚV og dæmt til að greiða Ad­olfi 2,2 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti
Adolf Ingi Erlingsson. Starfaði sem íþróttafréttamaður á RÚV þangað til að honum var sagt upp í nóvember 2013. Hæstiréttur sýknaði RÚV af skaða- og miskabótum kröfum fyrr í dag. Mynd: Radio Iceland

Hæstiréttur sýknaði RÚV í dag í skaðabótamáli Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamans RÚV, vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis á vinnustað. Héraðsdómur hafði áður dæmt RÚV til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir króna í skaðabætur.

Adolf fór fram á rúmar 10 milljónir króna í bætur með máli sem höfðað var í febrúar 2016. Hann hafði starfað fyrir RÚV frá árinu 1991 þangað til að honum var sagt upp störfum þann 27. nóvember 2013.  Í kjölfar Evrópumótsins í handknattleik 2010 tilkynnti Kristín Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, að breytingar yrðu á verkefnum Adolfs. Með þeim var hann að miklu leyti tekinn úr reglulegum verkefnum í sjónvarpi, svo sem dagskrárgerð og lýsingu á kappleikjum en þess í staðinn var honum falið að skrifa fréttir á vefsíðu RÚV. Þá var Adolf færður frá öðrum íþróttafréttamönnum á starfsstöð veffréttamanna. Kristín var ráðin í starf íþróttastjóra eftir stuttan feril í íþróttafréttadeildinni en hún hafði áður starfað í bókhaldsdeild RÚV.

Taldi sig niðurlægðan með breytingunum

Í kjölfar þess kvartaði Adolf undan einelti en honum fannst að með breytingunum væri verið að setja hann til hliðar og niðurlægja með því að útiloka hann frá verkum sem hann hafði sinnt lengi. Fundaði mannauðsstjóri RÚV með Adolfi og Kristínu, fyrst hvoru í sínu lagi en síðan saman.

Niðurstaða fundarins var að þau þyrftu bæði að leggja sitt af mörkum til að bæta samstarfið og samskiptin. Þá taldi mannauðsstjórinn að Adolf gætti bætt úr samstarfs- og samskiptaörðugleikum milli hans og starfsmanna, stundvísi og vinnubrögð við vinnslu og lýsingu íþróttafrétta.

Í kjölfarið var gert munnlegt samkomulag við Adolf um að hann myndi halda vaktaálagsgreiðslum þrátt fyrir að hið nýja starfsfyrirkomulag hans innihéldi ekki slíkar vaktir. Adolf hélt því fram að þær greiðslur hefðu fallið niður af óútskýrðum ástæðum en Kristín taldi hið munnlega samkomulag aðeins hafa átt að ná til verkefna í sjónvarpi á meðan hann sinnti þeirri starfsskyldu.

Þá sagði Adolf sig hafa þurft að bera harm sinn í hljóði vegna eineltis Kristínar því hann óttaðist um starfsöryggi sitt. Vanlíðan hans hefði fljótlega farið að bitna á fjölskyldulífi hans og hann hefði þurft að leita sér fagaðstoðar af því tilefni.

Ósamræmi í vitnisburði starfsmanna RÚV

Í nóvember 2013 voru kynntar aðhaldsaðgerðir sem grípa þyrfti til í því skyni að bæta rekstur RÚV. Nokkrum dögum síðar var Adolf einn margra sem sagt var upp störfum.

Fyrir héraðsdómi sagði Kristín að hún gæti ekki lagt mat á með hvaða hætti yrði ákveðið hverjum skyldi sagt upp í hópuppsögninni þar sem hún hefði ekki komið að ákvörðuninni um að Adolf Ingi væri meðal þeirra sem sagt var upp með neinum hætti. Óðinn Jónsson, þáverandi fréttastjóri RÚV, sagði hins vegar að byggt hefði verið á mati næstu yfirmanna og í tilviki Adolfs hefði það byggst á mati Kristínar og Einars Örns Jónssonar, varaíþróttastjóra RÚV.

Adolf byggði skaðabótakröfu sína á því að RÚV bæri fébótaábyrgð vegna saknæmrar háttsemi og aðgerðarleysi starfsmanna vegna eineltis, ítrekaðra meingerða og ólögmætrar uppsagnar.

Niðurstöðu héraðsdóms snúið við

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hvorki tilhögun lýsinga íþróttakappleikja né breytingar á starfstilhögun Adolfs gætu hafa falið í sér einelti. Þá taldi dómurinn að þó ekki hefði verið staðið við samkomulag um óbreytt launakjör Adolfs gæti það heldur ekki falið í sér einelti, enda hefðu málefnaleg sjónarmið getað búið þeim að baki.

Héraðsdómur taldi að aðgerðarleysi RÚV um að kanna hvort fótur væri fyrir ávirðingum Kristínar í hans garð hafi verið til þess fallin að gera lítið úr honum og teldist til eineltis. Hæstiréttur hafnaði þessi og taldi að ágallar á meðferð kvörtunar Adolfs um einelti gæti ekki eitt og sér falið í sér einelti.

Héraðsdómur hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að framganga starfsmanna RÚV gagnvart Adolf, sem starfað hafði hjá RÚV í rúma tvo áratugi, hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hans og ætti hann því rétt á miskabótum. Hæstiréttur hafnaði þessu taldi að þeir ágallar sem hefðu verið á eineltismáli Adolfs yrðu ekki taldir svo alvarlegir eða þess eðlis að miskabótaábyrgð yrði felld á RÚV vegna þeirra.

Loks var niðurstaða dómsins sú að málefnalegar ástæður hefðu legið að baki uppsögn Adolfs. Óumdeilt væri að honum hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri RÚV og hefði uppsögnin verið liður í hópuppsögn af því tilefni. Aftur snéri Hæstiréttur við niðurstöðu héraðsdóms en í dómi héraðsdóms var talið að uppsögnin væri ólögmæt vegna þess að málefnalegar ástæður hefðu ekki legið að baki uppsögn Adolfs og ætti hann því rétt til skaðabóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
6
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
7
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
9
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir Þórarinsson segir það mistök að ekki var gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir Þór­ar­ins­son seg­ir það mis­tök að ekki var gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu