Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra úr Vinstri grænum, er ekki mótfallin því að krabbameinsaðgerðir séu gerðar utan Landspítala - háskólasjúkrahúss með kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins, ef það er mat Sjúkratrygginga Íslands og Landlæknis að hæfni til að framkvæma slíkar aðgerðir sé til staðar hjá viðkomandi einkafyrirtækjum og að þær séu öruggar. Þetta kemur fram í svörum frá heilbrigðisráðherra við spurningum Stundarinnar um þær fyrirbyggjandi krabbameinsaðgerðir sem gerðar hafa verið á Klínkínni í Ármúla á konum sem eru arfberar fyrir BRAC II stökkbreytingu sem valdið getur brjóstakrabbameini.
Í svari Svandísar segir meðal annars: „Ráðherra telur að það sé mikilvægt að slíkar aðgerðir séu gerðar þar sem kunnátta og hæfni er fyrir hendi til þess að framkvæma aðgerðirnar og að öryggi sjúklinga sé tryggt.“ Fyrirtækið innan Klíníkurinnar sem gerir umræddar aðgerðir heitir Brjóstamiðstöðin slhf. og er í eigu brjóstaskurðlæknisins Kristjáns Skúla Ásgeirssonar, sem áður starfaði á Landspítalanum.
Ríkið hefur kostað sjö fyrirbyggjandi aðgerðir
Í svörum frá ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir