Mest lesið

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
1

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
2

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
3

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Hver missir var þungbær
4

Hver missir var þungbær

·
Sorrí Jörð
5

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

·
Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna
6

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna

·
Rifbein Adams
7

Sara Mansour

Rifbein Adams

·
Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi
8

Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi

·

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Úlfur er úlfur er úlfur er úlfur

Vinstri grænir vilja afhenda efnamesta fólki landsins milljarða króna með lækkun veiðigjalda. Rauðhetta gengur nú með úlfinum.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Vinstri grænir vilja afhenda efnamesta fólki landsins milljarða króna með lækkun veiðigjalda. Rauðhetta gengur nú með úlfinum.

Ríkisstjórnin Lagt var til að veiðigjöld útgerða fyrir afnot af auðlindinni yrðu lækkuð verulega.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Rós er rós er rós er rós, skrifaði Gertrude Stein. Stundum eru hlutirnir bara einsog þeir eru. Ríkisstjórnin er að eigin áliti að koma góðum málum til leiðar. Umræðan er hins vegar vond. Ef mamma þín segir þér að passa þig á bílunum, þá er það samt ekki endilega vegna þess að hún er gamaldags þótt hún sé fædd í sveit þar sem voru fáir bílar, hún er ekki heldur á móti bílum og þaðan af síður vill hún læsa þig inni. Það er líklegra að hún sé að vara þig við vegna þess að umferðin er hættuleg og þú þurfir að passa þig á bílunum. Það er oft frumlegt og skemmtilegt að hafna viðtekinni hugsun og halda af stað í ferðalag, á fáfarinn áfangastað í óþökk þeirra sem gera aldrei neitt nýtt og skemmtilegt. En stundum fer enginn á þennan stað vegna þess að það hafði verið reynt með vondum árangri, kannski voru mannætur þar, eða eiturslöngur eða kannski rigndi alveg stanslaust eldi og brennisteini.

Umræðan er umræðan er umræðan.

Vinstri græn ákváðu í fyrrahaust að fara í langferð með flokkinn sinn. Þau völdu áfangastað sem margir vöruðu við. Allt hundleiðinlega fólkið stakk fram hausnum og sagði að slíkt ferðalag myndi enda illa. Það væri fullreynt. En þau vissu betur.

Rauðhetta ákvað að ganga til hennar ömmu sinnar upp í Breiðholt. Hún lá þar veik og hafði ekki efni á að kaupa sér ávaxtasafa, kökur og blóm af því örorkubæturnar eru svo lágar. En Rauðhetta hafði ráð undir rifi hverju og vildi gleðja hana ömmu sína og rétta hennar hlut í samfélaginu með því að hækka örorkubæturnar, innheimta hærri veiðigjöld,  afnema tekjutengingarnar og byggja glæsilegt félagslegt húsnæði, þar sem amma hennar gæti hreiðrað um sig með kettina. Og svo setti hún á sig rauðu hettuna og sveipaði um sig græna sjalinu og skeiðaði af stað.

Á leiðinni hitti hún hins vegar úlfinn. Því fór sem fór. 

Það er ekki eins og Rauðhetta hafi ekki verið vöruð við. Hún kaus að leiða hjá sér umræðuna. Fannst hún sjálfsagt bæði vond og leiðinleg. Óttalegt úlfur, úlfur, endalaust svartagallsraus.  

Úlfurinn var skemmtilegur og leiðin til ömmu var löng.

Hann sagði að það væri til mun styttri leið upp í Breiðholt til ömmunnar. Hún þyrfti bara að lækka tekjuskattinn, afnema bankaskattinn og lækka veiðigjöldin, þá kæmist hún hratt og vel til ömmu sinnar og allir yrðu glaðir. 

Úlfurinn var lokkandi og mjög sannfærandi.

Rauðhetta litla veit samt að úlfurinn er nýbúinn að éta Óttar litla Proppé. Og hann hefur étið marga fleiri. Garnirnar gaula alveg stöðugt í maga úlfsins, hann er alltaf glorhungraður. Hún trúir því bara samt ekki að hann éti hana sjálfa, svona litla og sakleysislega. Það er leiðinlegt af fólkinu að vera að tala þannig.

 - Það væri nær að úlfurinn myndi hræðast mig, ég gæti auðvitað alltaf étið hann, segir hún flissandi og blikkar femínistana í flokknum sem finnst þetta úlfadekur orðið dálítið dularfullt.

Úlfurinn er mjög örlátur fyrir hönd Rauðhettu litlu.

„Efnamesta útgerðarfólk landsins, skattakóngar og -drottningar eiga að fá stóra gjöf, allavega nokkra milljarða“

Efnamesta útgerðarfólk landsins, skattakóngar og -drottningar eiga að fá stóra gjöf, allavega nokkra milljarða, þótt þau hafi fengið tugi milljarða í arð á undanförnum árum. Gjöfin á að vera til að hjálpa litlum útgerðarmönnum en samt soga stóru útgerðarmenninir til sín helminginn.

Auðvitað er hætt við því að amman í þessu ævintýri okkar hefði aldrei fengið neitt ef Rauðhetta litla hefði komist á leiðarenda. Allar þessar gjafir sem úlfurinn stakk upp á kosta sitt. Og við vitum að í upphaflega ævintýrinu var Rauðhetta étin af úlfinum.  Og amma hennar líka. Það er bara seinni tíma viðbót að þeim hafi verið hleypt úr maga úlfsins. Þær voru étnar, étnar, étnar. Stundum eru hlutirnir bara eins og þeir eru. 

En Rauðhetta komst ekki alla leið í þessu ævintýri okkar. Og hún var heldur ekki étin. Einhver náði í fjarstýringuna og ýtti á pásutakkann og núna blasir við stillimynd af úlfinum að glenna upp kjaftinn og Rauðhettu að beygja sig eftir litlu blómi rétt við göngustíginn. Við vitum því ekki hvort hún verður étin eins og Rauðhetta í ævintýrinu.

Það er pása.

Við vitum hins vegar að útgerðin fær ekki gjöfina sína í bili og amman fær ekki ávaxtasafann, blómin og lyfin sín. 

Því Alþingi er að fara í sumarfrí.

En umræðan er ekki farin í frí, og kannski er umræðan bara umræðan, ekki eitthvert samsæri kjaftakerlinga og leiðindaskjóða. Kannski er umræðan bara það sem fólki finnst. 

Þarf ekki að gera ráð fyrir því?

Og úlfur er úlfur er úlfur er úlfur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
1

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
2

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
3

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Hver missir var þungbær
4

Hver missir var þungbær

·
Sorrí Jörð
5

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

·
Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna
6

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna

·

Mest deilt

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
1

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
2

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
3

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Hver missir var þungbær
4

Hver missir var þungbær

·
Sorrí Jörð
5

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

·
Ísland og lögbönnin þrjú
6

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

·

Mest deilt

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
1

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
2

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
3

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Hver missir var þungbær
4

Hver missir var þungbær

·
Sorrí Jörð
5

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

·
Ísland og lögbönnin þrjú
6

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

·

Mest lesið í vikunni

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
1

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

·
Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
2

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
3

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
4

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn
5

Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·

Mest lesið í vikunni

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
1

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

·
Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“
2

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“
3

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
4

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn
5

Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·

Nýtt á Stundinni

Bréf til Evrópu

Bréf til Evrópu

·
Sjónvarp í bíó

Sigurjón Kjartansson

Sjónvarp í bíó

·
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Anna Bentína Hermansen

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

·
Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

·
Barist gegn óvinum frá Napóleon til Hitlers

Illugi Jökulsson

Barist gegn óvinum frá Napóleon til Hitlers

·
„Að kafa nóg í fortíðina“

„Að kafa nóg í fortíðina“

·
Rifbein Adams

Sara Mansour

Rifbein Adams

·
„Ef þú þarft að kyrra hugann, finndu tré“

„Ef þú þarft að kyrra hugann, finndu tré“

·
Sorrí Jörð

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

·
Bréf til Trump, forseta Bandaríkjanna

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Bréf til Trump, forseta Bandaríkjanna

·
Ísland og lögbönnin þrjú

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

·
„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

„Þarf að vinna í mér og vera góð við mig“

·