Fréttir

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð

Ung kona var rekin úr Facebook-hópi um hestamennsku eftir að hún hvatti til þess að starfsmenn fengju laun í samræmi við lög.

Græða á félagslegum undirboðum Hestaleigufyrirtæki notfæra sér ódýrt vinnuafl í stórum stíl án þess að fylgja lögum og kjarasamningum. Mynd: Shutterstock

Ung kona var rekin úr umræðuhópi um hestamennsku á Facebook eftir að hún hvatti til þess að fólki væru greidd laun í samræmi við lög og kjarasamninga. Henni var tjáð að ábendingar um að hrossaræktarbú yrðu að fylgja íslenskum lögum og greiða erlendum starfsmönnum laun fyrir vinnu sína ættu ekki heima innan hópsins. 

„Ég skráði hjá mér þrjá aðila sem þurfa endalaust að benda á að það sé ólöglegt að vinna á Íslandi án kennitölu og launa,“ segir í skilaboðum sem Sjöfn Sæmundsdóttir, stjórnandi hópsins, sendi konunni. „Mér finnst það ekki koma neinum við ef fólk vill öðlast reynslu og vinna fyrir fæði og húsnæði. Fæði og húsnæði kostar líka peninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þú varst útilokuð frá hópnum.“ [Skilaboðin voru rituð á ensku, þýðing er blaðamanns.]

 

Þegar Stundin hafði samband við Sjöfn sagði hún að sú regla gilti innan hópsins að ekki væri rætt um launamál, enda sé þar um að ræða samningsatriði milli aðila en ekki eitthvað sem komi öllum í hópnum við. Facebook-hópurinn heitir „Work with ICELANDIC horses in Iceland“ og er vettvangur sem leiðir saman annars vegar íslensk hrossaræktarbú og hestaleigur sem vantar starfskrafta og hins vegar erlent hestafólk í leit að tækifærum hérlendis. Hátt í tvö þúsund manns tilheyra hópnum. 

„Ég er sjálf menntaður reiðkennari, það er ekki til stéttafélag fyrir okkur, svo ég veit alveg hvað launabarátta er. Að sjálfsögðu á þetta að vera launað starf eins og hvað annað, en svo er eðlilegt að fólk fái tækifæri til að öðlast reynslu til skamms tíma. Ef krakkar á Norðurlöndunum vilja fá þessa reynslu þar, þá er það ekki hægt, þau fá bara að moka skít. Tækifærin hér á Íslandi eru ekki í boði úti.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Blogg

Hættum að bregðast Hauki

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Úttekt

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum