Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaðist á við bandaríska hagfræðinginn James M. Buchanan upp úr aldamótum og óskaði eftir aðstoð hans við að sannfæra íslenskan almenning og stjórnmálamenn um nauðsyn stórfelldra skattalækkana svo breyta mætti Íslandi í „skattaskjól“. 

Hannes sagði Buchanan frá afrekum Davíðs Oddssonar, vinar síns, og lýsti þeirri skoðun að ríkisstjórnir Davíðs hefðu umbreytt íslenska hagkerfinu með jafn afgerandi hætti og tekist hefði í Chile undir Pinochet og í Bretlandi undir forystu Thatchers. 

Þetta kemur fram í bréfum sem Hannes sendi Buchanan árin 2000 og 2005. Stundin komst yfir afrit af bréfunum en þau eru varðveitt í skjalasafni Buchanans í George Mason-háskóla í Virginíu. 

Buchanan hlaut Nóbelsverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði árið 1986 og er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnarskrárhagfræði og svokallaðra almannavalsfræða (e. Public Choice Theory). Buchanan taldi að beita mætti aðferðum hagfræðinnar við greiningu á stjórnmálum, enda létu stjórnmálamenn, embættismenn og kjósendur jafnan stjórnast af eiginhagsmunum rétt eins og leikendur á frjálsum markaði. Hvatti Buchanan til þess að svigrúmi stjórnmálamanna til lagasetningar, skattheimtu og fjárútláta væru settar þröngar skorður í stjórnarskrá.

Samskipti Hannesar og Buchanans veita athyglisverða innsýn í baráttu Hannesar fyrir frjálshyggju og varpa ljósi á það mikla áhrifavald sem hann hafði á Íslandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Þá eru bréfin vitnisburður um það kapp sem Hannes og íslenskir frjálshyggjumenn lögðu á að fá erlenda vopnabræður sína til Íslands til að ljá boðskapnum um markaðsfrelsi, lægri skatta og minni samneyslu aukna vigt. 

Fögnuðu verðlaunumMyndin birtist í Morgunblaðinu í desember 1986 eftir að vinir Buchanans höfðu haldið veislu honum til heiðurs í Stokkhólmi vegna nóbelsverðlaunanna. Buchanan er til vinstri, Hannes til hægri og í miðjunni er Ingemar Ståhl, hagfræðiprófessor í Lundi.

Buchanan var einn þeirra frjálshyggjumanna sem komu til Íslands og héldu fyrirlestra á níunda áratugnum í boði Félags frjálshyggjumanna. Með þessu var jarðvegurinn undirbúinn fyrir þau hugmyndafræðilegu og pólitísku umskipti sem urðu á Davíðstímanum. Eftir aldamót, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og íslenska frjálshyggjutilraunin komin á fullt, skrifaði Hannes bréf til Buchanans og bað hann um að koma aftur til Íslands. 

Hvatti Buchanan til að koma til ÍslandsHér má sjá tölvupóst Hannesar til Buchanans frá 2000. Pósturinn virðist vera viðbragð við svari Buchanans við fyrra bréfi Hannesar.

Skattalækkanir síður afturkræfar

„Það er sérstaklega brýnt að þú komir til Íslands einhvern tímann næsta vetur ef þú hefur tök á. Nú er ég að hvetja til þess að við lækkum skatta í stað þess að greiða niður skuldir, því skattalækkanir eru síður afturkræfar (e. more irreversible). Forsætisráðherra, sem er góður vinur minn, skilur þetta vel,“ skrifar Hannes í tölvupósti til Buchanans þann 4. ágúst 2000 [þýðingin er blaðamanns]. Þá segir hann hagfræðinga einblína á rekstrarstöðu ríkissjóðs til skamms tíma fremur en kerfislæg atriði sem skipta máli til langs tíma. 

„Forsætisráðherra, sem er góður 
vinur minn, skilur þetta vel“

„Reyndar tel ég að Ísland geti orðið skattaskjól (e. tax haven), ekki fyrir svarta starfsemi, heldur fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir því að starfa á lágskattasvæðum. Ég held við ættum að lækka fyrirtækjaskatt úr 30 prósentum niður í 10 prósent og þá skapast sjálfkrafa þrýstingur á að lækka líka tekjuskatt einstaklinga. Þannig er hægt að skapa fjöldafylgi við skattalækkanir um leið og við njótum góðs af uppsveiflu þar sem ný fyrirtæki flýja skattasamræminguna í Evrópu […] og festa rætur á Íslandi. Ég vil gjarnan skrifa þér meira um þetta síðar, en þú yrðir ómetanlegur bandamaður í að sannfæra stjórnmálamenn og almenning hér á landi um ágæti skattalækkana.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Mest lesið

Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
1
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
2
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
9
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár