Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

Sál­fræð­ing­ur var­ar við því að sýnd sé dóm­harka eft­ir fram­hjá­hald.

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
Endalok eða upphaf? Framhjáhald getur verið upphaf að nýju sambandi við sama maka, ef unnið er rétt úr því. Mynd: Shutterstock

Í parsamböndum geta komið upp hin ýmsu svik bæði í formi lyga og særinda. Við mannfólkið höfum þó valið að taka svik er varðar framhjáhald upp á sér plan sem bæði ófyrirgefanlegt og óafsakanlegt með öllu. Hver hefur ekki heyrt orðtiltækið „Once a cheater always a cheater“. Í dag er framhjáhald ein helsta ógn hjónabandsins og ástæða fjölda skilnaðar í nútíma samfélagi. En þarf framhjáhald að vera endastöð? 

Ragnhildur BjarkadóttirRáðleggur hjónum eftir framhjáhald að leita ekki sökudólgs, en að tryggja að ekki sé skotist undan ábyrgð.

Til er þögull hópur para sem kosið hefur að láta framhjáhald ekki verða lokapunktinn í sínu hjónabandi. Stór hluti þessara para kýs þó að halda þessari ákvörðun út af fyrir sig vegna sterkra og afdráttarlausra samfélagsskoðana á ótryggð í hjónabandi. Þolendur framhjáhalds finna fyrir skömm yfir að hafa lent í hjúskaparbroti og upplifa í framhaldinu enn dýpri skömm við að  geta ekki rætt brotið opinskátt í nærumhverfinu. Ástæða þess er að erfitt þykir að ræða framhjáhaldið opinskátt af ótta við að vera stimplaður sem undirlægja, já eða dyramotta fyrir að hafa ákveðið að segja ekki skilið við hjónabandið í kjölfar brotsins.                           

Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur hjá Auðnast, hefur sérhæft sig í fjölskyldu- og parameðferð og hefur víðtæka reynslu af því að vinna með pörum sem hafa lent á endastöð með sitt samband sökum framhjáhalds. Þetta eru pör, eðlilegt fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins sem hafa lent í brotsjó með hjónabandið. Þau vitja til hennar í leit að vonarglætu, einhvers konar haldreipi og aðstoð á djúpsárustu augnablikum parsambandsins. Ragnhildur setur sig hvorki með né á móti þeim ákvörðunum sem pör taka í  kjölfar framhjáhalds en gefur innsýn í reynsluheim í formi ráðgjafar sem sérfræðingur í sinni grein.

Makinn settur í guðatölu

„Staðreyndin er sú að hjónabandið þarf að rækta, það vitum við. Að hjónabandinu þarf að hlúa vel að og næra til þess að afrakstur þess skili sér. Ef það er gert verður blómatímabilið lengra og krefjandi tímabilin viðráðanlegri. En það eru margir sem taka afdrifarík feilspor í ræktun hjónabandsins sem geta léttilega leitt til bresta, framhjáhalds og jafnvel sundrungar, en framhjáhald er ein helsta ástæða hjónaskilnaðar hérlendis. Mín reynsla sem fagaðili  hefur leitt í ljós rauðan þráð sem einkennir brostin parsambönd. Sá þráður er misskilningurinn um að hjónabandið eigi að vera einhvers konar verksmiðja sem framleiði hamingju og flugeldakynlíf í massavís, með öllu óháð vinnuframlagi. Sem hluthafar hjónabands virðumst við eiga það til að forðast skilmálana sem fylgja því að skuldbinda sig að öðrum aðila,“ segir hún.

„Mín reynsla sem fagaðili  hefur leitt í ljós rauðan þráð sem einkennir brostin parsambönd.“

„Ég get útskýrt það með léttri samlíkingu, en þegar við byrjum í nýrri vinnu þá án umhugsunar skrifum við undir samning sem skuldbindur okkur að vissu vinnuframlagi, tilgreindum vinnustundum, trúnaðar fyrirkomulagi og jafnvel mögulegri framtíðarsýn. En með hjónabandið eiga þessir þættir bara einhvern veginn að vera til staðar og birtast einstaklingnum án þess að hann leggi nokkuð á sig. Við setjum maka okkar í hálfgerða guðatölu um að hann eigi að uppfylla svo ótal margt. Hann á að vera besti vinurinn, okkar helsta klappstýra, ómótstæðilegur elskhugi, góður hlustandi, sem getur komið manni til að hlæja þegar þess þarf og lesi hugsanir manns þegar svo ber undir. En hvað ef eitthvað af ofantöldu klikkar? Getur mögulega myndast hætta á því að fólk leiti þessara uppfyllingarþátta utan hjónabandsins?“

ÁstinEf samband er ekki ræktað fjarar undan því.

Hverjir halda framhjá?

Framhjáhald er algengt og helst ekki í hendur við það hversu aðlaðandi makinn er. „Ég heyrði út undan mér um daginn vinkvennahóp ræðandi framhjáhald Jay Z gagnvart Beyonce, ofuparsins sem virðist allt hafa. Ein konan greip þá inn í og sagði; er einhver hólpinn úr því Jay Z heldur framhjá eiginkonu sinni, sem er ein fallegasta og hæfileikaríkasta kona heims, sem er um leið holdgervingur ofurkonunnar? Það er nefnilega málið að ríkidómur, velgengni og fegurð kemur hreinlega ekkert málinu við. Það er ekki einhver ein formúla af fólki sem heldur framhjá. Hjúskaparbrot geta meira að segja átt sér stað í hamingjusömum hjónaböndum,“ segir Ragnhildur.

„Það að upplifa að maður sé eftirsóttur í augum annarra er nefnilega nærandi tilfinning“

Hún bætir enn fremur við að „margvíslegar ástæður liggi að baki framhjáhaldi og margt sem getur kynt undir það. Stundum er um að ræða einna nætur gaman þar sem losti og spenna grípur viðkomandi, en í slíkum aðstæðum er það oft sameiginleg aðdáun sem grípur fólk og ruglar marga í ríminu, og enn frekar þegar áfengi er haft um hönd. Það að upplifa að maður sé eftirsóttur í augum annarra er nefnilega nærandi tilfinning, þá sérstaklega þegar hjónabandið svona hversdagslega er stútfullt af samskiptum sem innihalda praktíska hluti, líkt og: „Ætlar þú að skutla á handboltaæfingu? Ertu búin að borga reikningana?““

Ragnhildur segir slík samskipti nauðsynleg fyrir heimilisbatteríið, en geri á sama tíma ekkert fyrir sjálfstraustið. „Málið er að aðdáun úr óvæntri átt frá öðrum aðila en maka kitlar sjálfstraustið og getur mögulega leitt til þess að framhjáhald kvikni. Eins geta innri vandkvæði líkt og ábótavant sjálfstraust og efi um eigið ágæti ýtt undir þrá fyrir viðurkenningu af einhverju tagi.“

Lagði hjartað að veði Eftir mikla reiði og doða ákvað kona, sem komst að því að eiginmaðurinn hefði verið ótrúr, að vera hugrökk, leggja hjartað að veði og halda hjónabandinu áfram. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

 

Tvöfalt líf

Ragnhildur segir framhjáhald geta tekið lengri tíma að þróast. „Þetta getur byrjað á vinskap sem leiðir á endanum út í eitthvað annað og dýpra. Fólk getur í framhaldinu lifað tvöföldu tilhugalífi í dágóðan tíma. Algengt er að samskiptin sem leiði út í framhjáhald eigi sér stað á vinnustað þar sem viðkomandi á í daglegum samskiptum. Framhjáhald getur einnig byrjað að þróast á líkamsræktarstöðvum eða í félagsskap í tengslum við áhugamál að ógleymdum netheiminum. Það sem á sér stað þegar rætur framhjáhaldsins taka að myndast er að það verður til einhvers konar nándartilfinning í bland við hrifningu. Skyndilega er viðkomandi búinn að eignast svokallaðan trúnaðarvin sem hann ræðir við um persónulega hluti og upplifir í gegnum vinskapinn hrifningu og áhugasemi sem hann finnur ekki í parsambandinu. Þetta getur svo síðar hægt og rólega þróast og teygt anga sína yfir í líkamlegt samneyti.“

Ragnhildur segist oft heyra skjólstæðinga sína á stofunni hjá sér sem hafa gerst brotlegir í hjónabandinu hafa upplifað sig hafa fundið sálufélaga sinn í framhjáhaldinu. Það án þess að þekkja viðkomandi á djúpu nótunum og ekki í hálfkvisti jafnvel og maka sinn. „Þetta þykir mér umhugsunarvert þar sem á sama tíma virðist sú vinna hafa gleymst í hjónabandinu, þessi sálufélagavinna og viðhald nándarsamskipta. En það eru margar ástæður fyrir því að djúp samskipti séu ómeðvitað sett á pásu í hjónalífinu. Það getur verið vegna vinnuálags, þreytu, krefjandi barna, tölvuleikja, tómstunda eða persónulegra vandkvæða. Það er einmitt þetta, það gleymist að það þarf að rækta hinn svokallaða sálufélaga og til þess þarf að búa til tíma og hlúa að samskiptunum. Það koma vissulega upp erfiðir tímar í flestum hjónaböndum en að komast í gegnum þá sterkari gerir stoðir parsambandsins öflugri en áður,“ segir Ragnhildur. 

Af hverju heldur fólk framhjá? „Ástæðurnar er yfirleitt persónubundnar en sammerkt með þeim öllum er að viðkomandi er yfirleitt ekki hamingjusamur í núverandi stöðu, hvort heldur með sig sjálfan persónulega eða í hjónabandinu. Það er að segja, viðkomandi getur verið að ganga í gegnum persónulega erfiðleika eða vinnandi úr gömlum andlegum særindum, eða verið óhamingjusamur í samskiptum við maka sinn. Mjög algengt sjónarhorn sem ég heyri er að hinn brotlegi upplifir sig einmana í hjónabandinu. Þetta er þó ekki algilt því ágætis hjónabönd geta líka lent á vegg.“ 

Enginn einn sökudólgur

Hverjum er framhjáhald að kenna? Ragnhildur segist eiga erfitt með að líta á framhjáhald með þeim hætti að benda eigi á sökudólg. „Það er oftast djúp saga á bakvið framhjáhaldið er varðar einstaklinginn sem hélt framhjá, maka hans eða jafnvel sá sem viðkomandi hélt framhjá. Yfirleitt þegar ég fer að rekja söguna með fólki kemur í ljós að sökudólgaaðferðin skilar engum árangri, þetta er allt saman eitt stórt tangó, mennskir brestir.“

Ábyrgðin er Ragnhildi hugleikin því þrátt fyrir feilsporið er brýnt að minna á mikilvægi þess að minna á ábyrgðina þegar kemur að framhjáhaldi. Sá sem heldur framhjá þarf að taka fulla ábyrgð á broti sínu. 

Hjónabandið sett í öndunarvél

Hvað eiga hjón að gera í kjölfar framhjáhalds ef þau vilja bæta hlutina? „Fólk þarf að byrja á því að leita sér aðstoðar. Það dettur engum í hug við beinbrot að kaupa sér gipsi, fara með það heim og setja það á sig sjálfur. Þegar framhjáhald á sér stað í hjónabandi þarf fólk hjálp, svo einfalt er það. Ráðgjafi eða sálfræðingur getur hjálpað ykkur við að finna hvaða aðstoð þið þurfið og hvaða aðferðir eru heppilegastar í ykkar tilviki. Sá sem heldur framhjá ber ávallt strax frá byrjun ábyrgð á gjörðum sínum, það er algjör forsenda.“

Er hægt að koma í veg fyrir framhjáhald? Ragnhildur leggur áherslu á mikilvægi forvarnarvinnu sem mögulega getur komið í veg fyrir bresti í hjónabandi. „Hjá mörgum pörum er hægt að koma í veg fyrir framhjáhald með forvarnarvinnu. Með því að fólk geri sér grein fyrir því að hjónaband kostar vinnu, tíma, málamiðlanir, hreinskilni, traust og þolinmæði. Með þessum lykilatriðum er hægt að leggja traustan grunn til þess að byggja hamingju og einingu ofan á. Við þetta bætist síðan leikur, gleði og spenna sem yfirleitt er erfiðara að viðhalda í langtímasambandi. En slík vinna dregur töluvert úr líkum á framhjáhaldi.“

Ragnhildur segir marga af sínum skjólstæðingum sem hafa lent í framhjáhaldi koma í það sem hún kallar fjórðungsuppgjör. „Það felur í sér að pör koma á þriggja mánaða millibili. Við förum yfir grunnþættina; hvað hefur gengið vel, hvað má bæta, hver eru verkefni næstu mánaða o.s.frv. Hér er allt rætt: kynlíf - fjárhagur - samtöl - vinir - fjölskylda - tengdó - fantasíur og tiltekt svo fátt eitt sé nefnt. Það má lýsa ferlinu við heilsuræktina. Við komum í veg fyrir vanheilsu með hreyfingu, það sama á við um og hjónbandið, þú kemur í veg fyrir vanheilsu í hjónabandinu með því að rækta sambandið.“ 

Að fyrirgefa

Er hægt að fyrirgefa framhjáhald og hvernig fer maður að því? „Það er vel hægt sé viljinn fyrir hendi og leiðin þangað er margvísleg og háð persónueinkennum hvers og eins. Sumir kjósa að ræða framhjáhaldið einu sinni og síðan aldrei aftur, á meðan aðrir vilja ræða mikið og margt. Traustið fer þegar framhjáhald á sér stað og fer drjúgur tími í að byggja það upp.“

Ragnhildur segir lykilatriði að bregðast við þegar framhjáhald hefur átt sér stað. „Ég lýsi því oft þannig að eftir framhjáhald, ef vilji er fyrir hendi, þurfti að setja parsambandið í öndunarvél á gjörgæslu, markmið parsins sé svo að koma því í endurhæfingu. Það krefst þess að báðir aðilar séu meðvitaðir um að aðstæðurnar eru krítískar, allir eru viðkvæmir og að sökudólgaaðferðin skilar yfirleitt ekki árangri. Eins er mikilvægt að sættast við allar erfiðar tilfinningar og leyfa þeim að koma upp á yfirborðið. Reiði, leiði, sektarkennd, öfund, höfnun og dofi eru algengar tilfinningar sem allar þurfa sinn tíma. En eins og með svo margt þá er það er persónubundið í hverju endurhæfingin felst en yfirleitt er þemað; skýr samskipti, umburðarlyndi og hreinskilni.“

Þetta með óttann

Eins segir Ragnhildur mikilvægt í byrjun batans að gerður sé fullgildur samningur um að báðir aðilar séu skuldbundnir því að reyna að gera sitt allra besta áður en frekari ákvarðanir eru teknar. „Að hræðast ekki að vera ósammála, því það er ekki hægt að vera sammála um allt. Fólk óttast of mikið það að vera ósammála – kunna ekki að finna málamiðlanir, eða hræðast það og fara í kjölfarið að draga ályktanir um að ástin sé líklegast farin að fölna því þeir séu ekki sammála um alla hluti eða að þeim finnist ekki hann/ hún skilja sína hlið. Staðreyndin hér er sú að fólk verður að geta verið ósammála, farið út í sitthvort hornið í smá stund, rifist og rökrætt. En slíkt er ekki hægt sé maður alltaf hræddur um að hinn aðilinn pakki niður í tösku og fari. Eins er vert að muna að fórnalambið í framhjáhaldinu þarf ekki að vera fórnalambið í hjónabandinu sjálfu. Það er enginn einn vondur og annar góður.“

Opna á umræðuna

„Að lenda í framhjáhaldi getur verið líkt og að verða fyrir einhverri plágu. Eftir framhjáhald fer af stað hið þögla sorgarferli þar sem einstaklingurinn fær oft ekki þá samúð sem hann þarfnast. Það er eins með framhjáhaldið og hvers kyns óvæntar plágur, að þær geta vissulega fellt mann. En ef maður nær að standa þær af sér á hvorn háttinn sem er getur það gefið af sér dýrmætt upphaf í nýrri mynd. Sumt fólk fer í gegnum nokkur mismunandi sambönd í gegnum lífið á meðan aðrir mögulega fara í gegnum tvö misjöfn sambönd en þó með sama aðilanum. Reynum að leggja okkur fram við að beita ekki dómhörku ef vinafólk eða fjölskyldumeðlimir lenda í framhjáhaldi. Veitum stuðning, sýnum samkennd og forðast eftir fremsta megni að taka afstöðu. Ef við gerum það þá minnkum við líkurnar á því að pör sem verða fyrir framhjáhaldi beri harm sinn áfram í hljóði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár