Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

10 Rússlandsferðir

Val­ur Gunn­ars­son fer frá villta austri 10. ára­tug­ar­ins til Pútín tím­ans í dag og rifjar upp ást­ir og ör­lög.

10 Rússlandsferðir
Moskva St. Basil dómkirkjan við Rauða torgið í Moskvu hýsir nú safn. Mynd: Shutterstock

Eins og flestir af minni kynslóð kynntist ég Rússlandi fyrst í gegnum bíó og sjónvarp. Þeir voru vondu kallarnir í James Bond og Rambó myndum og gott ef ekki fréttum líka. Kalda stríðið var með kaldasta móti í upphafi 9. áratugarins, Rússar höfðu ráðist inn í Afganistan og Bandaríkjamenn hótuðu að vopnavæða himingeiminn. En síðan hittust Reagan og Gorbastjoff í Höfða og allt snerist til betri vegar. Eða þar til Sovétríkin hrundu og Rússland varð villta austrið, mafían barðist á götuhornum og það voru spilavíti á hverju horni. Rússar birtust enn í bíómyndum, en voru nú á víxl kjánalegir eða hættulegir gangsterar.

Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar að ég kynntist Rússlandi af eigin raun. Ég var skiptinemi við Háskólann í Helsinki sem hefur stærsta slavneska bókasafn utan móðurlandsins, lærði Rússlandssögu og hitti Rússlandsfræðinga á hverjum mánudegi á Teerenpeli barnum. Margir þeirra voru komnir við aldur og kusu frekar að eyða sumrum sínum í Finnlandi en í Rússlandi, þar sem þægilegra er að búa og auðvelt að skyggnast yfir þegar þess þörf. Þekktastur þeirra var Richard Stites, sérlegur ráðgjafi Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Rússlandsmálum, sem hafði stofnað félagsskapinn.  

Jarðsprengjusvæði og varðturnar

Mest áhrif hafði þó Julia Sesar Chicaiza, rússnesk snót sem átti pabba sem sagðist vera Spánverji en kom í ljós að var reyndar frá Ekvador. Hafði hann verið við nám í Moskvu en gert að rýma herbergi sitt til að gera pláss fyrir íþróttamenn og blaðamenn þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar í borg árið 1980. Hann sást ekki framar, en móðirin giftist síðar Finna og því var Júlía stödd í sama bekk og ég. Mér fannst eins og hún væri frá annarri plánetu, fór í orþódoxkirkjuna til að kveikja á kerti fyrir hvert próf en virtist samt ekki einu sinni geta ímyndað sér tilvist nokkurs guðs. Kommúnistarnir reyndu jú að gera út af við trúarbrögðin, og tókst að nokkru leyti. 

Grafhýsi LenínsGestir bíða í röðum eftir að komast inn í grafhýsi Leníns á Rauða torginu, 22. apríl síðastliðinn á 138. afmælisdegi byltingarmannsins.

Undir lok annar komu tveir íslenskir vinir í heimsókn og við héldum af stað austur á bóginn. Aðkoman var eiginlega alveg eins og maður hafði ímyndað sér. Lestin var svört og drungaleg og gamaldags, bar nafnið Tolstoi og í veitingavagninum var boðið upp á pönnukökur með kavíar undir kristalsljósakrónum. Þegar komið var að landamærunum var numið staðar við varðturna og jarðsprengjusvæði. Stífmáluð stúlka í felulitabúning gekk inn, lyfti upp rúmunum með sitthvorri hendi til að athuga hvort við værum með smyglvarning og heimtaði að sjá vegabréfin. Loks gat ferðin haldið áfram og við vorum komnir inn í þetta land sem kalda stríðið hafði verið háð til að vernda okkur frá. Meira að segja trén voru öðruvísi hérna en Finnlandsmegin, óhirtari og villtari. 

Þegar við vöknuðum um morguninn vorum við komnir til Moskvu. Það var hálf óraunverulegt að sjá Rauða torgið, Kremlið, Lenín liggjandi í glerkistunni. Enn voru útlendingar fremur sjaldgæf sjón og eldri maður af gyðingaættum tók okkur að sér og sýndi okkur borgina. Ungar stúlkur stóðu í röðum við neðanjarðarlestargöngin og pískruðu þegar við gengum hjá. „Þetta eru vændiskonur,“ tilkynnti sá gamli. Og maður fékk það fljótt á tilfinninguna að hér væri allt til sölu, meira að segja götuskiltin voru í boði Coca-Cola og glæsibifreiðar keyrðu framhjá gömlum konum, betlandi með orður sem þær höfðu fengið fyrir þjónustu við ríki sem var ekki lengur til. Nýrússarnir, eins og þeir voru þá kallaðir, létu mikið berast á. Tilraun til að kynna Marlboromanninn í Rússlandi fór fyrir lítið, hér sá enginn rómantíkina í því að vera einn og skítugur í óbyggðum, olígarkarnir voru að taka yfir. 

Grátið í lestum

MoskvaEinkennisbifreið Rússlands, Ladan, nýtt sem lögreglubifreið.
FátæktFólk á götunni í Moskvu.

Moskva hafði sterk áhrif, stórborg á mótum Asíu og Evrópu með snert af báðu, en menningarborgin Pétursborg minnti meira á vestur-evrópska stórborg í niðurníðslu. Hinar ótal hallir höfðu séð glæstari stundir. Þegar Þjóðverjar gerðu myndina Der Untergang, sem átti að sýna Berlín undir lok stríðsins þegar allt hafði verið lagt í rúst, var hún tekin upp hér. En borgin var lifandi. Öllu ægði saman, það var eins og allir straumar vestursins hefðu flætt yfir í einu og ekki enn farnir að aðgreinast. Á einu götuhorni var rokkabillíband að spila í fullri Elvis múnderingu, á því næsta breikdansarar í besta eitís stíl, fjörutíu ár höfðu hér átt sér stað á innan við áratug. Pétursborg skildi kannski ekki eftir sig jafn sterkt eftirbragð og Moskva, en ég átti eftir að kynnast henni betur síðar. 

Við héldum ferðinni áfram til Eystrasaltslandanna og það áttu eftir að líða þrjú ár þar til ég sneri aftur til Rússlands. Ég var þá aftur búsettur í Helsinki og eitthvað hafði ræst úr sambandinu við Júlíu Sesar. Og þó, við hættum saman kvöldið áður en ég fór til að hitta kunningja mína sem voru skiptinemar við Háskólann í Pétursborg og grét í lestinni alla leiðina yfir. 

Ekki var að sjá að borgin hefði mikið breyst. Margt var enn með sovésku fyrirkomulagi þar sem öllum hafði verið tryggð atvinna. Í mörgum matvörubúðum pantaði maður vörurnar hjá einum starfsmanni, sá næsti afhenti þær og sá þriðji tók við greiðslu. Þjónustulundin var ekki upp á marga fiska, eitt sinn fengum við okkur ís hjá Blóðkirkjunni við Griboedov síkið sem var reist á staðnum þar sem Alexander II. Rússakeisari var myrtur af níhílistum árið 1881. Afgreiðslukonan afgreiddi annan ísinn, fékk sér sígarettu og spjallaði við vinkonu sína og afgreiddi síðan hinn. Mér fannst þetta sjarmerandi, en vinur minn sem hafði verið í borginni allan veturinn var ekki alveg svo viss. 

Frá Pétursborg til Múrmansk

Næsta ferðalag til Pétursborgar átti sér stað þá síðar um sumarið og ferðin öllu ánægjulegri. Sættir höfðu tekist við Sesar og nú var hún með í för. Sagt er að rússneskar konur þrái vestræna kærasta til að komast í burtu, en hér var því öfugt farið. Allt síðan í vetrarstríðinu hafa Rússar verið litnir hornauga af mörgum Finnum og Júlía þráði alltaf að snúa aftur heim. Nú skyldi látið verða af því og var ég með í för. Nóg var af húsnæði, allir leigðu út gestaherbergi eða fluttu í minna og létu íbúðirnar undir túrista. Mér fannst þetta til marks um póst-sovéskt ástand, en eitthvað svipað á sér stað í Reykjavík í dag. Allir í landinu harka, ef mann vantar far réttir maður einfaldlega út höndina þar til einhver stoppar og prúttar um verð sem er brot af því sem leigubíll kostar, allt þetta löngu fyrir tíma Uber.

Peterhof-höllinGosbrunnarnir við Peterhof-höllina þykja mikið listaverk.

Við Júlía kynntum okkur Sumarhallirnar í grennd við borgina, Púskín og gosbrunnana í Peterhof og Menshikovsetrið þar sem Raspútín var myrtur. Sumarið leið hratt, allt of hratt, þar til kom að hinu óhjákvæmilega, að við hættum saman við Vetrarsíkið sem þykir einhver rómantískasti staður borgarinnar. Hringur af henni og kveikjari sem ég hafði fengið að gjöf hurfu ofan í og þá var því lokið.

Þrjú ár liðu á ný og aftur var ég staddur í Finnlandi. Finnskur kunningi frá Háskólanum í Tampere var á leið til Múrmansk ásamt nemendum í Norðurslóðafræðum frá Akureyri og bauð mér að koma með. Hér norðan við pólbaug var öðruvísi um að litast en í keisaraborgunum. Steinsteypukassar frá Sovéttímanum stóðu út eins og kýli á stórfenglegu landslagi og risavaxin stytta af sovéskum hermanni ofan í hlíðunum kórónaði verkið. Borgin var reist í fyrri heimsstyrjöld til að auðvelda aðföng frá vesturveldunum og hart var barist um hana í þeirri seinni. Þjóðverjar komust aldrei lengra en að Litsa dal, þar sem aðstæður voru svo erfiðar að rússneskir og þýskir hermenn urðu stundum úti í faðmlögum hvor við annan og varð hann kallaður „Dalur dauðans“ en síðar „Heiðursdalurinn“.

Morðhótun í Múrmansk

Einnig hér kynntist ég stúlku sem nefndist að sjálfsögðu Svetlana. Hennar vegna sneri ég aftur, eftir að hafa ferðast landleiðina í gegnum Finnland frá Helsinki, en Svetu var hvergi að sjá. Þess í stað fékk ég eftirminnileg skilaboð í símann sem tilkynntu: „I am boyfriend of Sveta. Go home or I must broke your face.“ Ég gerði eins og lagt var til og hélt áleiðis til Moskvu. Ferðalagið tók 36 tíma með lest og ég deildi klefa með tveim sjóliðum sem voru á leiðinni í frí og ungum nema sem vildi svo heppilega til að talaði ensku. Annar sjóliðinn var á leiðinni heim til Tatarstan og átti því enn nokkurt ferðalag í vændum. 

„I am boyfriend of Sveta. Go home or I must broke your face.“

Í Moskvu var verið að fagna því að 60 ár voru liðin frá stríðslokum. Rauða torgið var lokað af, þangað áttu aðeins fyrirmenni á borð við Halldór Ásgrímsson erindi. Gömul kona orðum prýdd og hafði vafalítið tekið þátt í stríðinu sjálfu reifst við lögreglumenn um að fá að komast að en varð lítið ágengt. Við fengum þó að sjá þotur fljúga yfir og skilja eftir sig slóð í rússnesku fánalitunum. Loks komu hermenn gangandi frá torginu í búningum í anda 1945. Tekið var í höndina á hinum öldruðu og þeim þakkað fyrir framlag sitt í föðurlandsstríðinu mikla. Á bar nálægt torginu var kveikt í yfirvaraskegginu á úrklippu sem átti að tákna Hitler.   

Aðeins leið hálft ár þar til ég var kominn aftur til Rússlands, nú til Pétursborgar þar sem ég bjó í mánuð í ársbyrjun 2006. Ég var skráður í nám í rússnesku og bjó í grennd við nýnasistahverfi í útjaðri borgarinnar þar sem lituðum skiptinemum var uppálagt að fara ekki utandyra á afmælisdegi Hitlers. Í raun var ég að vinna í bók sem átti að gerast í Finnlandi og Rússlandi en varð lítið úr verki og hélt aftur til Finnlands þar sem ég kom mér fyrir í klaustri Orþódoxtrúarmanna. Valamó klaustur var áður staðsett á eyju í Ladoga vatni, stærsta vatni Evrópu, en þegar kommúnistar komust til valda í Rússlandi flúðu munkarnir yfir til Finnlands þar sem þeir eru enn.

Erfið ástarmál í austurvegi

Bókin kom loks út haustið 2007 og nefndist Konungur norðursins, en Rússland hafði horfið úr henni. Í millitíðinni hafði ég farið aftur til Pétursborgar þar sem Sveta sagðist vilja hitta mig en lét ekki sjá sig. Síðast þegar spurðist til hennar hafði ég keypt fyrir hana miða til Íslands, en ekki kom hún þá heldur. Þetta sama ár hélt ég enn til Pétursborgar ásamt þeim vinum sem áður höfðu lært þar og annar gift sig til borgarinnar. Við létum ekki þar við sitja, heldur héldum einnig til Pskov, 200.000 manna miðaldaborgar sem eitt sinn var í Hansasambandinu og er nálægt landamærum Eistlands.

HöfundurMeð Karli Marx.

Að öðru leyti var sú ferð heldur viðburðasnauð, en það fór að draga til tíðinda sumarið 2010. Ég komst aftur í samband við Júlíu Sesar sem var flutt til Moskvu og farin að vinna sem túlkur í finnska sendiráðinu. Finnska uppeldið hafði þá gagnast henni þrátt fyrir allt saman. Einhver mesta hitabylgja í manna minnum gekk yfir þetta sumarið, gangstéttirnar límdust við skósólana og sama hvað maður drakk af vatni fór maður aldrei á klósettið. Lögreglan, sem gjarnan drýgði tekjur sínar sem því að sekta túrista á Rauða torginu fyrir ýmis minniháttar afbrot, eins og að sjást með GSM síma, aðhafðist lítið, jafnvel þegar fólk baðaði sig í gosbrunnunum. Þetta voru engar aðstæður til að endurnýja ástarsamband, en okkur tókst þó að skoða heimili Búlgakov þar sem gráir kettir gerðu sig heimakomna og ætti ekki að koma neinum sem hefur lesið Meistarann og margarítuna á óvart. Ég hélt áleiðis með lest til Pétursborgar og þaðan til Finnlands og svo heim. Síðast spurðist til Júlíu þar sem hún bjó ásamt rússneskri kærustu í Helsinki og viðurkenndi fyrir mér að jú, rússneskar konur gætu verið erfiðar í umgengni.

Sendiferðabíll fyrir barnseignir 

Rússlandstímabili mínu virtist lokið, en haustið 2015 kynntist ég rússneskri konu á kvikmyndahátíð í Reykjavík. Sumarið eftir var ég aftur staddur í Pétursborg og nú var margt breytt. Villta austrið var horfið sjónum, hér voru ekki lengur aðkomumenn að efnast ævintýralega á bjórsölu. Bannað var að reykja innandyra og ekki einu sinni hægt að kaupa áfengi út í búð eftir klukkan níu á kvöldin, þótt búðareigendur pössuðu sig iðulega á því að stimpla út nokkrar flöskur til að selja eftir að klukkan sló. Engar vændiskonur var lengur að sjá í undirgöngum og meira að segja spilavítin höfðu verið bönnuð. Heimaborg Pútíns hafði verið gerð upp, hallirnar orðnar glæstar og lestarkerfið með nútímalegu sniði. Elena, en svo hét stúlkan, klæddi sig í hvítan kjól og saman fórum við í Vetrarhöllina, fyrrum dvalarstaðar keisaranna en hýsir nú eitthvert stærsta listasafn í heimi, og gengum um þar til fæturnir gátu ekki meir. 

Einnig fórum við á bæjarhátíð í borginni Vyborg. Rússum fer fækkandi og því er fólk hvatt til að eignast sem flest börn. Við fylgdumst með stoltum foreldrum taka við lyklum að sendiferðabíl sem þau fengu að gjöf frá yfirvöldum fyrir að hafa eignast sjöunda barn sitt. Í borginni er glæstur miðaldakastali frá Svíatímanum, en borgin var síðar nefnd Viipuri þegar hún tilheyrði Finnlandi og var næststærsta borg landsins. Rússar tóku hana yfir í vetrarstríðinu, Finnar endurheimtu hana í framhaldsstríðinu en glötuðu henni aftur og íbúarnir fluttu flestir til Finnlands. Rússar fluttu inn í staðinn og var ákveðið að taka aftur upp gamla sænska nafnið til að gera hana fjarlægari Finnum. Þar má þó enn sjá finnskan arkitektúr millistríðsáranna, meðal annars bókasafn byggt af Alvar Aalto og minnir örlítið á Norræna húsið ef vel er að gáð. 

MoskvaNútímalegt viðskiptahverfi borgarinnar.

Útistöður við lögregluna

Það gerðist að ég fór út einn míns liðs þegar Elena var í vinnunni og voru afleiðingarnar stundum óheppilegar. Eitt sinn var ég tekinn við það að míga í blómabeð og tók lögreglan þessu athæfi óstinnt upp. Yngri lögregluþjónninn vildi gera sem mest mál úr þessu, en ég veifaði blaðamannapassanum og sá eldri hristi hausinn og benti mér á að fara. Sá yngri beindi vísifingrinum framan í mig til marks um að ég léti mér þetta að kenningu verða. Vonandi fara landar mínir sér ekki að voða af álíka ástæðum þegar þeir koma til landsins í hrönnum að fylgjast með HM.

Ekki rættist úr þessu sambandi frekar en öðrum og lauk því formlega fyrir framan skrifstofu Útlendingastofnunar í Skógahlíð, þegar í ljós kom að Elena fengi hvorki atvinnu né dvalarleyfi nema við giftum okkur að sögn afgreiðslufólksins, en sú ráðstöfun þótti að öðru leyti ótímabær. 

Lauk þar með tíunda gerska ævintýrinu, en í fyrra átti ég þó leið um Sheremetyevo flugvöll í Moskvu á leiðinni til Kasakstan. Flugvöllurinn var allur sá nútímalegasti, enda markmið Rússa að gera hann að millilendingarstað á milli Evrópu og Asíu. 18 ár höfðu liðið frá því ég fór fyrst með Tolstoi lestinni yfir landamærin og lestin var víst endurnýjuð árið 2014. Rússland tekur stöðugum breytingum, en þó er nokkuð í að það fari fyllilega að verða eins og Vesturlönd. Enda líklega ekki ætlunin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár