Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Miðflokkur og Viðreisn sigurvegarar nema Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í Reykjavík

Ei­rík­ur Berg­mann seg­ir öllu máli skipta að kom­ast í meiri­hluta. Stef­an­ía Ósk­ars­dótt­ir seg­ir að góð­ur ár­ang­ur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um sé ekki endi­lega ávís­un á gott gengi til fram­tíð­ar. Saga Bjartr­ar fram­tíð­ar sýni það.

Miðflokkur og Viðreisn sigurvegarar nema Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í Reykjavík
Reykjavík skiptir öllu Það hvaða flokkar ná að mynda meirihluta í Reykjavík skiptir öllu máli þegar áhirf úrslita sveitarstjórnarkosninganna eru metin á landsvísu. Mynd: Geirix/Pressphotos

Fjórflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn töpuðu allir sveitarstjórnarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum um liðna helgi, sé horft til þeirra sveitarfélaga þar sem flokkarnir buðu fram í eigin nafni. Vinstri græn töpuðu einum fulltrúa en hinir flokkarnir þrír töpuðu hver sínum þremur fulltrúum. Í einhverjum tilvikum eiga flokkarnir þó sveitarstjórnarfulltrúa þar sem þeir tóku þátt í samstarfi annarra flokka. Miðflokkurinn og Viðreisn buðu báðir fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum og náðu mjög góðum árangri. Flokkarnir tveir hljóta að teljast sigurvegarar sveitarstjórnakosninganna, nema því aðeins að Sjálfstæðisflokknum takist að mynda meirihluta í Reykjavík.

Feikilega góður árangur Miðflokksins

Eiríkur Bergmann

Stundin rýndi í niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna fyrir flokkana átta sem sæti eiga á Alþingi og fékk stjórnmálafræðingana Eirík Bergmann og Stefaníu Óskarsdóttur til að gefa álit sitt á stöðunni. Sem fyrr segir hlutu bæði Miðflokkurinn og Viðreisn góða kosningu á þeim stöðum þar sem flokkarnir buðu fram. Miðflokkurinn bauð fram í tíu sveitarfélögum vítt og breitt um landið og fékk kjörna fulltrúa í níu tilvikum. Eiríkur segir það feikilega góðan árangur. „Það verður til að gefa honum ákveðna rótfestu um landið. Það getur skipt sköpum fyrir hann og jafnvel má segja að með þessu hafi flokknum endanlega tekist að stilla sér upp sem mögulegur arftaki Framsóknarflokksins, það er alla vega ljóst að Miðflokkurinn er mikil ógn við Framsóknarflokkinn. Þó ber að geta þess að Miðflokkurinn er vitanlega að sækja lengra til hægri en Framsóknarflokkurinn gerir í dag.“

Stefanía tekur undir með Eiríki og segir að niðurstaðan sýni að flokknum virðist hafa tekist að byggja upp gott innra starf víða. „Hann hefur stigið skref í að byggja flokkinn upp á landsvísu og styrkja sig. Þetta skiptir líka fjárhagslegu máli því stjórnmálaflokkar sem ná mönnum inn í sveitarstjórnar fá greiðslur frá sveitarfélögunum.“

Viðreisn annar tveggja sigurvegara

Hvað varðar Viðreisn, sem fékk sjö fulltrúar kjörna, bendir Stefanía á að helsta vígi flokksins sé á höfuðborgarsvæðinu og þar hafi flokkurinn náð býsna góðum árangri. „Flokkurinn bauð hins vegar ekki fram utan höfuðborgasvæðisins í eigin nafni. Ætli flokkurinn sér að halda velli og ná árangri í landsmálunum væri mikilvægt fyrir flokkinn að byggja upp starf sem víðast.“ Eiríkur segir þó að niðurstaða Viðreisnar sé góð á svæði þar sem meira en tveir þriðju hlutar íbúa landsins búi og það skipti gríðarlegu máli. „Þau geta því ekki annað en talist aðrir af tveimur sigurvegurum.“

Góður árangur nú hefur ekkert forspárgildi

Stefanía Óskarsdóttir

Góður árangur flokkanna nú þarf þó ekki endilega að þýða að þeir eigi bjarta framtíð fyrir höndum, dæmið af samnefndum flokki sýnir að ekki er á vísan að róa með það. Stefanía bendir á að ekkert sé í hendi hvað þetta varði og nefnir Bjarta framtíð. Björt framtíð fékk 6 þingmenn kjörna í Alþingsikosningunum 2013 og bæjarfulltrúa víða í sveitarstjórnarkosningum árið eftir, á Akureyri, á Akranesi, í Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjavík. Í þremur síðasttöldu sveitarfélögunum tók flokkurinn þátt í meirihlutasamstarfi. Nú, fjórum árum seinna, er flokkurinn fallinn út af þingi og bauð hvergi fram í sveitarstjórnum nema í Kópavogi þar sem um samstarf við Viðreisn var að ræða. „Flokkurinn náði alls ekki að byggja upp innra starf sem lifði af mótvind, þau gáfust í raun upp og kjósendur sneru sér að öðrum flokkum. Það er því ekki hægt að fullyrða neitt, velgengni í einum kosningum hefur ekki spágildi fyrir næstu kosningar. Flestir nýjir flokkar sem ná mönnum inn á þing verða ekki langlífir, Kvennalistinn varð hvað langlífastur. Ástæðan er sú að þeir náðu eða ná ekki að byggja upp flokksstarf um landið allt. Farsæld flokka byggir á því að byggja upp slíka innviði.“

Breytir valdastöðunni að Framsókn eigi ekki borgarfulltrúa

Framsóknarflokkurinn heldur nokkurn veginn sjó úti á landi en það að hann missi borgarfulltrúa sína er áfall. Það að Miðflokkurinn hafi á hinn bóginn náð inn manni í borgarstjórn breytir valdajafnvæginu milli þessara flokka tveggja og styrkir Miðflokkinn verulega. Eiríkur bendir á að ekki sé hægt að álykta um stöðu flokksins, eða flokka yfirleitt, á landinu í heild sinni bara út frá fulltrúafjölda í sveitarstjórnum. Til þess sé misvægi atkvæða svo mikið og vægi sveitarfélaganna í stjórnmálunum á landsvísu einnig. „Það að Framsókn datt út í Reykjavík skiptir svo miklu máli. Nú þegar Miðflokkurinn er kominn inn í Reykjavík en Framsókn ekki þá breytist valdastaðan milli þeirra töluvart.“

Stefanía segir það rétt og einnig að ekki séu sömu lögmál sem gildi á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálapólitíkinni, staðbundnar aðstæður og fólkið sem sí í framboði skipta þar talsverðu máli. „Framsóknarflokkurinn náið allvíða ágætum árangri. Hann hefur sögulega séð ekki riðið sérstaklega feitum hesti í borginni og við getum sagt að Miðflokkurinn hafi kannski náð hinum hefðbundna Framsóknarmanni þar. Það gæti reynst Framsókn dýrt.“

Vinstri græn gjalda afhroð

Útkomu Vinstri grænna í kosningunum á laugardaginn er best lýst sem afhroði. Flokkurinn náði með naumindum einum manni inn í borgarstjórn og missir fulltrúa sína bæði í Hafnarfirði og í Kópavogi. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur þar að líkindum mest að segja, en einnig meiri samkeppni á vinstri vængnum. „Vinstri græn fá lélega kosningu í Reykjavík, mjög lélega. Það endurspeglar að í grasrót VG í Reykjavík var ekki mikil stemning fyrir að ganga inn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og flokkurinn hefur misst eitthvað af sínum kjósendum yfir á Sósíalistaflokkinn,“ segir Stefanía

Eiríkur tekur dýpra í árina. „Vinstri græn gjalda auðvitað afhroð í þessum kosningum, það er engin leið að lýsa því neitt öðruvísi. Ég tel að tvennt komi til. Það sem vegur meira er ríkisstjórnarþátttakan, margir kjósendur VG voru ósáttir við það og hafa því yfirgefið hann í þessum kosningum. Síðan þarf líka að huga að því að VG hefur fengið meiri samkeppni í kringum sig á vinstri vængnum. Samfylkingin er líklega vinstrisinnaðri nú en hún hefur oft verið og svo eru komnir fram hreinir sósíalískir flokkar upp að VG. Það eru bæði Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti má setja Flokk fólksins á þann bás, alla vega hvað varðar áherslu á málefni fátæks fólks.“

Flokkur fólksins fékk einn borgarfulltrúa kjörinn. Eiríkur segir það geta styrkt flokkinn á landsvísu. „En það sem ógnar honum er uppgangur Sósíalistaflokksins. Hann hefur að einhverju leyti tekið yfir sviðið og sviðsljósið af Flokki fólksins sem vettvangur þeirra sem einkum berjast gegn fátækt. Það verður athyglislegt að fylgjast með samspilinu á milli þessara flokka á næstunni.“

Píratar í uppbyggingu

Píratar náðu ekki inn fulltrúum í nema tveimur sveitarfélögum en hlutu þó þokkalega kosningu víðar, þó ekki dygði það til. Stefanía segir þetta benda til að flokkurinn sé að ná árangri í að byggja upp innra starf, þó uppskeran hafi ekki verið mikil. Eiríkur segir að aftur á móti að enn komi Píratar á óvart, þeir hafi lifað lengur en flestir stjórnmálafræðingar hafi gert ráð fyrir. „Mér þykir merkilegt hvað þeir hafa haldið sjó.“ Taki flokkurinn þátt í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á þessu kjörtímabili, nú með tvo fulltrúa, mun það halda áfram að styrkja flokkinn.

Reykjavík skiptir öllu máli

Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í þrettán sveitarfélögum en átti í samfloti víða annars staðar, svo sem á Ísafirði þar sem Í-listinn missti mann og þar með hreinan meirihluta sinn. Úrslit kosninganna í Reykjavík urðu flokknum vonbrigði en takist honum að halda áfram meirihlutasamstarfinu þá þurfa kosningarnar ekki að hafa svo mikil áhrif útskýrir Eiríkur. Flokkurinn lét hins vegar heldur undan síga á höfuðborgarsvæðinu, tapaði fulltrúa í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ auk þess að hafa í raun tapað fulltrúa í Reykjavík. Á Seltjarnarnesi og í Kópavogi stóð fylgi flokksins nokkurn veginn í stað.

Hins vegar, sé miðað við fréttir af meirihlutaviðræðum víða um land er margt sem bendir til að Samfylkingin eigi ágætan möguleika á að taka þátt í meirihlutasamtstarfi víða á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn muni verða í minnihluta í fleiri sveitarfélögum en oft hefur verið áður. Þetta er vitaskuld að því gefnu að flokkar sem nú eru að því best er vitað að ræða saman, nái saman. Sjálfstæðislokkurinn gaf eilítið eftir á landsvísu en sigur hans í Reykjavík fer langt með að vega það upp. Takist Sjálfstæðisflokknum hins vegar ekki að komast í meirihluta í Reykjavík þýðir það hins vegar að sigurinn skiptir mun minna máli en ella. Eiríkur segir að nú sé aðeins hálfleikur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár