Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·

Jón Trausti Reynisson

Hér er engin spilling

Höfum við ástæðu til að sætta okkur við skilgreiningu spillingar sem undanskilur misnotkun á valdi?

Jón Trausti Reynisson

Höfum við ástæðu til að sætta okkur við skilgreiningu spillingar sem undanskilur misnotkun á valdi?

Hér er engin spilling
Dómsmálaráðherra Telur litla þörf á uppfærslu meiðyrðalaga og sér spillingu sem hverfandi.  Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi um það í Hörpu á dögunum að spilling á Íslandi væri hverfandi.

Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom fram í útvarpsviðtali í vikunni þar sem hún kvartaði undan því að flokkur hennar væri tengdur við spillingu. 

„Það er algjörlega rangt að halda því fram og þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur,“ sagði Hildur.

Að mati þeirra er umræða um spillingu á Íslandi, og þá sérstaklega varðandi misnotkun Sjálfstæðisflokksins á valdi, of mikil, enda eru mútur ekki algengar á Íslandi. Meðlimir flokks hennar hafa hins vegar bent á annað vandamál í samfélaginu, tiltekna fjölmiðla.

Spurningin um spillingu snýst að stórum hluta um hversu miklar kröfur við gerum til samfélags okkar og yfirvalda.

Þegar nánar er að gáð er af nógu að taka þegar kemur að misnotkun á valdi, og margt sem má bæta.

Varhugaverðar aðstæður

Undanfarin ár hefur gengið hægt hjá íslenskum stjórnvöldum að uppfæra lagaramma til samræmis við viðmiðunarþjóðir okkar til að hindra spillingu, eins og Jón Ólafsson, formaður starfshóps um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu, segir. „Flest lönd sem við berum okkur saman við hafa betri reglur, skýrari viðmið, og hafa gert meira í þessu heldur en við,“ sagði hann í samtali við Stöð 2. 

Dómsmálaráðherrann er sáttur við stöðuna, en hvað viljum við sætta okkur við?

Við lifum í landi þar sem hlutir hafa gerst sem þykja ótrúlegir í samanburðarríkjum okkar. Sem dæmi: Ríkisútvarpið var sett í hendurnar á fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins. Seðlabankinn var settur undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins. Stærsta ritstjórn landsins var sett undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins – með lítt dulbúnum tilgangi að hafa áhrif á umræðuna í þágu hagsmuna auðugasta hóps samfélagsins. Aðeins eigendahópur fjölmiðilsins átti þriðja hvern þorsk á Íslandsmiðum.

Nú þegar gengið er til kosninga er staða fjölmiðlanna sú að tveir efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru með sterk hagsmunatengsl við fjölmiðla. Sá efsti, Eyþór Arnalds, er eigandi fjórðungs hlutafjár útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K-100. Sú í öðru sæti, Hildur Björnsdóttir, er tengdadóttir ritstjóra Fréttablaðsins. 

Varhugaverðar aðstæður hagsmunaáreksturs eru því til staðar. Og á sama tíma gætir gríðarlegs óþols gagnvart tilteknum öðrum fjölmiðlum hjá áberandi meðlimum flokksins. 

Hvað er spilling?

Það er rétt, að einungis einn þingmaður á Íslandi hefur verið dæmdur fyrir að þiggja mútur, en það er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var síðan endurkjörinn eftir að hafa hlotið uppreist æru og boðið sig fram að nýju. 

Spurningin er hins vegar hvort við sættumst á að takmarka kröfur okkar með því að skilgreina spillingu einfaldlega sem beina mútuþægni.

Sjálfstæðisflokkurinn þáði gríðarlega leynistyrki frá bönkunum fyrir hrun – eins og Samfylkingin að hluta – rétt áður en lög um gagnsæi tóku gildi, en sá sem stóð fyrir því er ráðherra í ríkisstjórn í dag. Og flokkurinn svarar ekki áratug síðar hvort hann hafi endurgreitt styrkina að fullu, eins og núverandi formaður boðaði.

Stundin greindi frá því síðasta haust að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði aðgang að viðkvæmum upplýsingum um stöðu íslensks banka í krafti stöðu sinnar sem þingmaður, þegar hann seldi verðbréf fyrir gríðarlegar upphæðir í sama banka. 

Umfjöllun um þau mál var stöðvuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, og hefur héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að lögbannið standist ekki lög. Engu að síður stendur lögbannið. Endurbætur á lögbannslögum hafa komið til kasta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Formaður nefndarinnar, Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði á dögunum að Stundin væri „endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“, eftir að ádeilupistill um landsfund flokksins var birtur á vefnum.

Vanvilji til að bæta stöðuna

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sex sinnum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum blaðamanna í meiðyrðamálum. 

Þröskuldurinn fyrir meiðyrðamál er lágur. Í einu máli hefur læknir, sem var dæmdur fyrir að berja samnemanda sinn í höfuðið með hamri í Ungverjalandi, stefnt Stundinni, og Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi þurfi ekki að sýna fram á að geta greitt málskostnað. Líklegasta niðurstaðan er því að fjölmiðillinn þurfi að borga hvort sem hann vinnur málið eða ekki.

Á sama tíma búa íslenskir fjölmiðlar við að fá engar ívilnanir frá ríkinu, ólíkt viðmiðunarlöndum. Til athugunar er í menntamálaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur að breyta þessu, en enn sem komið er nýtur aðeins einn blaðamaður á Íslandi sérstakrar ívilnunar ríkisins, en það er Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem stóð að lagabreytingu þess efnis í valdatíð sinni að ritlaun kæmu ekki til skerðingar á eftirlaunum.

Ríkisstjórnin hefur nú til meðferðar yfirferð á því hvort breyta þurfi meiðyrðalögum – eins og lagt hefur verið til lengi. Ísland hefur nefnilega verið kynnt opinberlega sem griðastaður fyrir fjölmiðla, með svokölluðu Iceland Modern Media Initiative, sem lagði til breytingar á meiðyrðalöggjöf í því skyni að uppfylla þá stöðu. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur hins vegar ekki þurfa að breyta lögunum. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ sagði hún.

Í lögunum er enginn greinarmunur gerður á ásetningi þess sem kærður er – hvort viðkomandi hafi verið að vinna starf sitt sem blaðamaður eða ætlað sér að koma höggi á einhvern með lygum.

Brotið gegn heilbrigði lýðræðis

Staðreyndin er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft sögu um að brjóta gegn venjum heilbrigðra lýðræðisríkja. Það má kalla þetta valdasamþjöppun og misnotkun á valdi, en slík misnotkun getur líka talist til spillingar – allt eftir því hversu miklar eða litlar kröfur eru gerðar. 

Yfirtaka flokksins á RÚV, Seðlabankann og ríkisorkufyrirtækinu með því að setja kjarnameðlimi flokksins í æðstu stjórnunarstöður er algert rof á heilbrigðri valddreifingu og fagmennsku. 

Þá hefur formaður flokksins verið staðinn að því að brjóta að lágmarki gegn góðu siðferði og starfsháttum stjórnmálamanna með því að eiga viðskipti með hluti í banka, sem hann kemur að sem kjörinn fulltrúi, á þeim tíma sem bankinn er í mun meiri erfiðleikum en almenningur og markaðurinn vissi. 

Við þurfum ekki að tala um að formaðurinn hafi sagt ósatt um hagsmuni sína og viðskiptasögu, að flokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu í einu stærsta samfélagsmálinu en svikið, og hunsað niðurstöður annarrar sem varðar grunnreglur samfélagsins. Allir flokkar hafa gengið gegn loforðum sínum í einhverju, en þegar kemur að loforðum um lýðræði og grundvallaratriði skilur það eftir sig dýpri slóð.

Nýlega hefur síðan þingmaður flokksins, Ásmundur Friðriksson, verið staðinn að því að þiggja himinháar, skattfrjálsar endurgreiðslur á kostnaði – langt umfram raunkostnað – og í kjölfarið beint spjótum sínum að einum þeirra fjölmiðla sem fjallaði um það, í ræðustól Alþingis, og beitt sér gegn honum í tölvupóstssamskiptum á vettvangi nefndarstarfs Alþingis.

Að auki var sjálfur dómsmálaráðherrann sekur um lögbrot við að skipa dómara, þegar hún handvaldi aðila, sem meðal annars tengdust henni, gegn ráðleggingum sérfræðinga og andstætt mati dómnefndar. 

Þá þarf ekki að nefna að dómsmálaráðherrann hélt því leyndu fyrir öðrum en formanninum að faðir hans hefði ábyrgst dæmdan barnaníðing, þegar mál viðkomandi voru til umfjöllunar, í trássi við upplýsingalög.

Viðbrögð flokksmeðlima við umræðu um brot flokksmanna gegn siðgæði, lögum og heilbrigðum lýðræðisháttum, hafa meðal annars verið regluleg jaðarsetning á ákveðnum fjölmiðlum – auk þess sem flokkurinn hefur fóstrað og viðhaldið lagaumhverfi sem veikir fjölmiðla og gerir þá háða hagsmunaaðilum, sem einna helst virðast styðja flokkinn.

Óþol fyrir gagnrýni

Fjölmörg dæmi eru um hvernig fjölmiðlum er stillt upp sem óvinum af ríkjandi valdhöfum. Hvort sem það er „fake news“ í tíð Trumps, „Lügenpresse“ á tímum nasista, eða vanþroskað viðhorf til lýðræðis í heilbrigðari ríkjum eins og Íslandi, er ástæðan sú að valdhafar hafa hag af því að stýra upplýsingaflæðinu sem mest.

Eitt af helstu einkennum á vanþroskuðu og varasömu valdi er sniðganga eða yfirtaka á aðhaldi.

Eitt af helstu einkennum á vanþroskuðu og varasömu valdi er sniðganga eða yfirtaka á aðhaldi.

Ekki líða þær kosningar að Stundin sé ekki sérstaklega sniðgengin af leiðtogum þessa öflugasta valdaflokks landsins, í andsvari við gagnrýna umfjöllun miðilsins. Davíð Oddsson var eini forsetaframbjóðandinn sem sniðgekk kappræður forsetaframbjóðenda á vegum Stundarinnar í síðustu forsetakosningum. Bjarni Benediktsson var eini flokksformaðurinn sem neitaði að svara spurningum Stundarinnar til flokksformanna. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eru þeir einu, ásamt frambjóðendum Frelsisflokksins, sem vildu ekki svara spurningum í kosningaprófi Stundarinnar.

Engu skiptir hvað fjölmiðillinn heitir eða hver valdhafinn er – hvort hann styður hægri stefnu eða vinstri stefnu – valdasamþjöppun, hagsmunaárekstrar og misnotkun á valdi, eru hinn raunverulegi, algildi óvinur samfélagsins og allir ættu að sameinast um að veita honum viðnám, í hvaða mynd sem hann birtist. Þetta er ekkert persónulegt. 

Tengdar greinar

Leiðari

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson
·

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·
Japansdvöl breytti mínu lífi

Japansdvöl breytti mínu lífi

·