Í fyrsta skipti í tæp tíu ár stóð fjöldi farþega sem kom til Íslands í gegnum Leifsstöð í stað á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018. Aukning komufarþega á milli áranna 2017 og 2018 var 3,7 prósent samanborið við 55,7 prósent aukningu á milli fyrstu fjögurra mánaða ársins 2017 og 2016. Þá var aukningin á milli fyrstu fjögurra mánaða ársins 2015 og 2016 tæp 35 prósent.
Þessar tölur sýna fram á að byrjað er að hægjast verulega á þeirri sprengingu í komum ferðamanna til Íslands sem einkenndi öll árin 2010 til 2017. Ekki virðist vera lengur hægt að reikna með sambærilegri aukningu ferðamanna nú og áður. Í fyrsta skipti frá árinu 2011 var aukning í komum ferðamanna til Íslands undir 20 prósentum á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018.
Á sama tíma er þegar hafinn alvarlegur samdráttur í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Þessi samdráttur er ekki tilkominn vegna þess að ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir