Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
4

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
5

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
6

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
7

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
8

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·

Illugi Jökulsson

Síðasti gesturinn?

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort spár um hrun ferðamennskunnar muni standast.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort spár um hrun ferðamennskunnar muni standast.

Ferðamaður Horfir yfir mosagróna náttúru Íslands.  Mynd: Shutterstock

Ætli það sé þjóðsaga, sem ég hef heyrt, að einhver af nýju hótelunum sem nú er verið að leggja síðustu hönd á úti um alla miðborg, að þau séu hönnuð með alveg sérstaklega breiðum lyftum, og gangarnir séu líka verulega breiðir?

Ástæðan fyrir þessu á að vera sú að verktakarnir og fjárfestarnir sem byggja hótelin hafi frá upphafi gert sér grein fyrir því að ferðamannabylgjan, er reis hér skömmu eftir hrunið, myndi á endanum fjara út.

Eða jafnvel brotna eins og brimalda sem skellur á klettóttri strönd og hverfur í einu vetfangi.

Og hótelin myndu þá standa auð.

Þá átti sem sagt að vera hugmyndin með þessum breiðu göngum og voldugu lyftum að auðvelt væri að breyta hótelunum í sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili fyrir hina öldruðu og auðugu.

Gangar og lyftur í slíkum húsum þurfa að vera af ákveðinni stærð, svo enginn vandi sé að keyra sjúkrarúm um gangana og fara með þau í lyftum milli hæða.

Það væri gaman að vita hvort eitthvað sé hæft í þessu.

En ef svo er, til marks um hvað er það þá?

Bara eðlilega forsjálni verktakanna sem geri sér grein fyrir því að allt sé í heiminum hverfult og stund hinnar fegurstu ferðamennsku kunni fyrr eða síðar að líða?

Og bara lofsvert að vera þá tilbúnir með Plan B fyrir húsin sín?

Jújú, það kann að vera.

Og síst skal ég amast við því að reist séu hjúkrunarheimili; víst er þörfin brýn.

En hefði samt ekki verið ennú skynsamlegra að sleppa þá hótelbyggingunni út í loftið og byggja einfaldlega hjúkrunarheimili?

Því nú eru því miður vaxandi líkur á að einmitt í þann mund sem sum þessara hótela verða tekin í gagnið, þá verði sú fjöldaferðamennska sem við höfum þekkt síðustu ár fyrir bí.

Einmitt þegar nýjasta hótelið opni dyr sínar, þá muni fyrsti gesturinn ekki stíga inn með Rolex-úrin sín og fullar hendur fjár, heldur muni síðasti gesturinn nota þær til að smeygja sér út og kveðja.

Ef svo má segja.

Nú er ég vissulega enginn sérfræðingur í ferðamennsku. En einu hef ég þó tekið eftir gegnum tíðina. 

Að í reglulegum greinum erlendra fjölmiðla um skemmtilega áfangastaði, þar birtast mjög eindregnar tískusveiflur.

Hin alþjóðlega ferðamennska er sífellt að finna nýja staði sem eru ofsalega spennandi þá stundina og allir VERÐA að komast þangað til að upplifa undrið, taka þátt í fjörinu.

Ömurlegasta dæmið um þetta var í bandarísku blaði í blábyrjun árs 2002. Þá höfðu Bandaríkjamenn nýlega ráðist inn í Afganistan, lagt undir sig höfuðborgina Kabúl og allt var upp í loft í landinu.

En í blaðinu var Kabúl nefnd sem einn af fimm „heitustu“ áfangastöðunum það misserið. Ekki nokkur maður mætti missa af gleðinni í Kabúl! Vestrænir ferðamenn gætu aldeilis haldið magnað partí í rústunum!

Það var rétt eins og hið víðkunna fyrirtæki Lagst-á-náinn hf. hefði opnað ferðaskrifstofu.

Ekki veit ég hvort margir ferðamenn fóru til Afganistan 2002 til að upplifa neyð heimamanna, en svo mikið er víst að ferðamannabylgjan sem hér reis í kjölfar hrunsins og gossins í Eyjafjallajökli bar öll einkenni tískubylgju.

Og tískubylgjur líða rétt eins og nýjustu straumar í fatnaði og hárgreiðslu.

„Þess vegna tókum við ekki eftir því að ferðamennskan væri háð tískusveiflum“

Það er nú orðið langt síðan Ísland birtist í þessum greinum útlensku fjölmiðlanna um „heitustu staðina“. Þvert á móti. Ég las um daginn á CNN að nú væri hin alþjóðlega ferðamennska búin að finna frábæra eyju sem kæmi í stað Íslands sem bersýnilega var alveg úreltur áfangastaður. Náttúran væri svipuð, nema ennþá flottari, eyjan væri aðgengilegri og ódýrari.

Þetta var Nýfundnaland.

Svo kannski fara þeir brátt að byggja himinhá hótel á Nýfundnalandi, verktakarnir og fjárfestarnir. Ég er samt ekki viss um að annað eins gullgrafaraæði muni brjótast út þar og hér. Kanadamenn lærðu líklega sína lexíu í Klondike.

En við lærum aldrei neitt. Þess vegna tókum við ekki eftir því að ferðamennskan væri háð tískusveiflum og það er ekki nóg að hanna bara breiðar lyftur til að vera búin undir mögru árin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
4

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
5

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
6

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
3

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
4

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
5

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
6

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
3

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
4

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
5

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
6

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
5

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
5

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

100 ára fullveldi þings

Viktor Orri Valgarðsson

100 ára fullveldi þings

·
Gjáin milli þings og þjóðar

Svala Jónsdóttir

Gjáin milli þings og þjóðar

·
„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

·
Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

·
Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard

Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard

·
Ásmundur segir Pírata „sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks“

Ásmundur segir Pírata „sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks“

·
Píratar: „Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

Píratar: „Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·