Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
1

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans
2

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
3

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
4

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
5

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·
Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn
6

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
7

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·

Gunnar Hersveinn

Að raska ósnertum verðmætum

Ósnert náttúrusvæði er óumræðanlega mikilvægara en hugvitssamlega gerð virkjun.

Gunnar Hersveinn

Ósnert náttúrusvæði er óumræðanlega mikilvægara en hugvitssamlega gerð virkjun.

Rask er óhjákvæmilega umrót. Ósnortið svæði getur verið ómælt dýrmætara en þaulskipulagt rask. Friðhelgi má alls ekki rjúfa. Aðeins ef við gætum lært þetta og fengið skilið verðum við heillavænlegt samfélag til framtíðar. Hvers vegna getur óraskað og ósnert náttúrusvæði verið óumræðanlega verðmætt og mikilvægara en hugvitssamlega gerð virkjun?

Ósnortið

ÓSNORTIÐ L 2. sem ekki hefur verið hreyft við eða skaðað > ósnortin náttúra er ósegjanlega verðmæt. Enginn verðmiði tollir á henni. Hún er óseljanleg og óviðjafnanleg.

Eitt sinn var ósnortin veröld svo sjálfsögð og eðlileg að fæstir tóku eftir henni og gáfu henni hvorki þetta hugtak né heiti. Núna segja þeir sem uppgötva hana helst ekki frá dýrðinni af óttablandinni virðingu eða vegna skyldunnar að hlífa óbeisluðum krafti hennar. Á mannöld eru ósnortin svæði of fágæt og þeim fækkar enn þótt það sé augljóslega sóun á verðmætum.

Skiljanlega þurftu fyrri kynslóðir oft að velja á milli ókosta og ógna og þær fögnuðu tækifærum til að bæta lífsgæði sín. Þær fengu vissulega önnur verðmæti en glötuðu um leið þessu óumræðanlega, ósegjanlega. Ekki einu sinni tæknin væri til nema fyrir auðæfi náttúrunnar.

Við höfum þegið gjafir fyrri kynslóða og einnig tekið við þeim vandamálum sem þær sköpuðu og við höfum gert tilraunir til að vinna úr þeim. Verkefni okkar felast þó örugglega ekki í því að búa til vandamál.

Okkar kynslóð hefur tækifæri til að færa næstu kynslóðum ósnortið land.

Okkar kynslóð hefur tækifæri til að færa næstu kynslóðum ósnortið land. Það er meiriháttar gjöf sem verður örugglega vel þegin og margfalt betur þegin en raskað land eða rofin verðmæti. Einbeitum okkur að því. Það er fallegt og það er göfugt og engin þörf á að kaupa ráðgjöf til að sanna það, hyggjuvitið nægir.

Rask

RASK – s HK 1. umrót, það að e-ð er úr lagi fært > jarðrask/verða fyrir raski, 2. truflun, ónæði.

Aldrei fyllast augu ágjarns manns, segir málshátturinn, því hann telur aldrei nóg koma í sinn hlut. Þrátt fyrir óbilandi atorkusemi mannskepnunnar og taumlausa athafnasemi hvar sem hún leggur undir sig land þá eru enn til nokkur ósnert svæði. Á Íslandi eru jafnvel ennþá til ónefnd og óvirkjuð svæði og fossar. Það eru verðmæti ofar öllum útreikningum.

Allt rask er alvarlegt, því það skapar ójafnvægi, færir eitthvað úr lagi, eitthvað fer úrskeiðis. Enginn ætti eða mætti raska neinu nema hugsa sig fjórum sinnum um.

1. Til hvers? 2. Er það nauðsynlegt? 3. Eru önnur úrræði? 4. Hvað glatast?

Enginn ætti að raska náttúrulegu jafnvægi. Það eru ávallt óteljandi margar lífverur sem koma við sögu og lífi þeirra er ógnað við rask. Heimskan lætur ekki að sér hæða en viskan segir „Allt fólk er systkin mín og allar verur förunautar. Sýnið þeim samkennd,“ eins og haft eftir Laozi (Ferlið og dygðin). Samkenndin vex þegar við skiljum tengslin á milli alls sem er.

Lífríkið og vistkerfið á skilið ótakmarkaða lotningu mannverunnar sem hefur því miður ekki áttað sig á því til fulls.

Friðhelgi

FRIÐHELGI kvk réttur til að vera laus við utanaðkomandi afskipti eða ónæði. Friður sem ekki skal rjúfa. Land sem ekki má raska er friðhelgt. > Friðland er ósnortinn griðastaður þar sem allt rask er bannað.

Rödd náttúru Íslands gæti orðað friðhelgi sína svona við okkur:

Þið hafið augu en sjáið ekki. Þið hafið eyru en heyrið ekki. Ef þið heyrið þá hlustið þið ekki. Ef þið sjáið þá takið þið ekki eftir. Þrátt fyrir það eruð þið fullviss um visku ykkar og teljið ykkur umkomin þess að taka ákvörðun byggða á skilningsleysi. Lokið fremur augum og eyrum og nemið óminn. Opnið hugann. Raskið ekki friðhelgi minni.

Það eru til staðir og svæði á Íslandi sem ættu að vera laus við öll utanaðkomandi afskipti og ónæði. Svæði sem búa yfir friðsemd sem ekki skal rjúfa. Slíkt land er friðland sem er um leið griðastaður margvíslegra lífvera og vistkerfa og þar sem allt rask er stranglega bannað.

Rask á ósnortnum stað verður ekki réttlætanlegt með mælingum og gagnasöfnum. Ef til vill getur slíkt rask verið skiljanlegt á óhagstæðum tímum en óskiljanlegt á öðrum tímum. Engin fyrirframgefin réttlæting fyrir því að eyðileggja óafbakað land og óafturkræfa fegurð, er til.

Það dugar ekki að kynslóðir nú á tímum vísi í rök og réttlætingar fyrri kynslóða fyrir röskun, því aðstæður hafa breyst. Engin viðskiptaáætlun blífur, engin mælskulist, enginn gróði, engin sala. Sanngjarnt mat heildarhagsmuna gildir.

Virða  má staði án þess að koma á þá, það er þroskamerki en enginn þekkir anda staðarins nema með því að dvelja þar og læra að þekkja svæðið á forsendum þess. Virða má einkenni þess og sérkenni, óháð eigin hagsmunum.

Rask er ekki aðeins rask [umrót] á jarðvegi, dal, á, landslagi. Rask er skemmd, truflun á fegurð og jafnvægi, eyðilegging á griðlandi jurta, fiska, dýra, samveru, gleðistundum, virðingu og aðdáun.

Rask er ekki skoðun eða álitamál, ekki er hægt að segja að manni finnist eitthvað vera rask eða ekki. Rask er brot á trúnaði og böndin slitna.

Ómæli

ÓMÆLI HK 1 það sem er ekki unnt að mæla > ómælisgeimur / ómælisundur 2 það sem ekki má nefna 

Hið ósagða, óheyrða, ósýnilega, óskrifaða og ósnertanlega er ekki skiljanlegt mannlegum huga sem sundurgreinir, en þó má viðurkenna mikilvægt hlutverk þess í samhengi hlutanna. 

Allir þrá að höndla það, vísinda- og fræðifólk á öllum sviðum en engum tekst að grípa það. Þrátt fyrir það hafa allmargir gert tilraun til að festa það í skilgreiningu eða talnaformúlu. Ef til vill eru allir á eftir því með gagnasöfnun og hverskonar mælingum en enginn getur verðlagt það. Tilraunir til að eyðileggja það geta þó heppnast.   

Hið óumræðilega er nauðsynlegt. Án þess myndi ekkert tolla saman, allt leysast upp og verða óskiljanlegt aftur. Hið ókunna og nafnlausa er viðfangsefni sköpunargáfunnar, hið ómeðfærilega er það sem skapandi hugsun ætlar sér að glíma við en ekki til að temja og greina heldur varpa ljósi á. 

Hið ósegjanlega hefur gildi en er oftast metið einskis virði en hefur merkingu í öðru veldi. Hið óhöndlanlega er hryggðarefni fyrir alla sem fylgja formúlum og vilja taka þýðingarmiklar ákvarðanir byggðar á gögnum. En það er sama hversu oft talið er, hversu mikið og lengi, það er alltaf eitthvað sem er ótalið, ónefnt. 

Flestallir ofmetnast í mælingum sínum, hver á sínu sviði og skilgreina hið ómælilega og segja hið ósegjanlega í stað þess að þegja. Leyndardómurinn er þó óbugaður gagnvart öllum efasemdum. Óorðanleg staðreynd þarf alls ekki að vera áhrifalaus, hún getur gefið hlutum gildi og verðið meginþáttur í leit hugans að svari. Hið ónafngreinda verður ekki tekið frá þeim sem nemur það, þótt ekkert nafn tolli við það. 

Virkjun

VIRKJUN kvk 1 mannvirki sem breytir hluta orku fljótandi vatns, sjávarfalla, jarðhita eða vinds í raforku, sem síðan er dreift til notenda 2 Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði felst í því að raska Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará á Ófeigsfjarðarheiði til raforkuframleiðslu > Framkvæmdirnar skerða og skaða víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum.

 

Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar. Frárennslisgöng opnast rétt ofan ósa Hvalár. 

Þessi virkjun er dæmi um rask á ósnertum verðmætum, meðal annars á vatnasviði Hvalár og Eyvindarfjarðarár, sjö stöðuvötn sem njóta sérstakrar verndar munu fara undir lón og rennsli í þremur óröskuðum ám mun minnka mikið og m.a. hafa áhrif á fossa í þeim öllum.

Óraskað og ósnert náttúrusvæði, hvort sem er á landi eða láði, er og verður óumræðanlega verðmætt. Jafnvel þótt því verði skipt niður í þúsund þætti og vegið og metið á alla kanta þá myndi skilningur á því ekki aukast. 

Gildi þess felst í varanlegri órofinni heild, ekki í virkjun.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
1

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans
2

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
3

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
4

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
5

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·
Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn
6

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
7

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Nýtt á Stundinni

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

·
Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

·
Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

Af samfélagi

Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·