Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Tvítug að aldri var Steinunn Ýr Einarsdóttir andlega niðurbrotin, með ógreinda áfallastreituröskun eftir kynferðisbrot og önnur áföll. Hún hafði deyft sig með áfengi en tekist að snúa við blaðinu, aðeins til þess að aðrir erfiðleikar tækju við, átröskun og alvarleg veikindi í fjölskyldu hennar. Steinunn var því andlega mjög veik fyrir þegar hún fann líkn innan Hvítasunnukirkjunnar. En þrátt fyrir að veran innan kirkjunnar hjálpaði Steinunni að rísa aftur upp þýddi hún annað, tíu ár af því sem Steinunn kallar trúarlegt ofbeldi.

„Ég fór í messu hjá Hvítasunnukirkjunni í Fíladelfíu, settist þar á kirkjubekk og drakk allt í mig. Þetta var svolítið eins og að fara á rokktónleika, það var verið að tala beint inn í sálina á mér, mér sem var að glíma við svo mikla erfiðleika að ég hélt ég myndi brotna. Það kom þarna einhver predikari sem ávarpaði söfnuðinn og mér fannst hann vera að tala við mig eina. „Ég veit að þér líður ótrúlega illa, ég veit að lífið er erfitt en við getum hjálpað þér. Það er til lausn. Ef þú kemur til okkar ertu umvafin kærleik og það er algóður guð sem elskar þig, alveg sama hvað þú hefur gert áður.“ Ég fór að hágráta á fyrstu mínútunum. Það tók bara nokkrar vikur þar til ég var komin á kaf inn í Hvítasunnusöfnuðinn. Það tók mig hins vegar áratug að komast þaðan aftur út.“

Svona lýsir ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum