Fréttir

Borgin yrði af 2,5 milljörðum í tekjur við skattalækkun Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar lækkun útsvars úr 14,52% undir 14%. Útsvarstekjur borgarinnar hefðu lækkað úr 68,7 milljörðum króna árið 2017 í 66,2 milljarða. Eyþór Arnalds sagði loforðin „borga sig sjálf“.

Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðisflokks sagði kosningaloforðin „borga sig sjálf“.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík auglýsir nú á Facebook nýtt kosningaloforð um lækkun útsvars úr 14,52% undir 14% á kjörtímabilinu. Loforðið var ekki hluti af stefnu flokksins þegar hún var kynnt 14. apríl síðastliðinn, en útsvarstekjur Reykjavíkurborgar hefðu verið 2,5 milljörðum króna lægri í fyrra miðað við loforð Sjálfstæðisflokksins.

Reykjavík innheimtir hámarksútsvar, samkvæmt lögum, en Seltjarnarnes og Garðabær eru einu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem útsvarsprósentan er lægri en 14%. Tekjur Reykjavíkurborgar af útsvari árið 2017 voru 68,7 milljarðar króna eftir afskriftir og greiðslu í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hefði skatthlutfallið verið 14% í stað 14,52% hefðu tekjurnar verið 66,2 milljarðar, að öllu jöfnu, eða 2,5 milljörðum lægri.

Kosningaloforðin „borga sig sjálf“

„Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ sagði Eyþór um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins þegar hann kynnti þau í Iðnó 14. apríl. Í kynningunni var útsvar ekki nefnt sérstaklega. Flokkurinn lofar einnig niðurfellingu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra