Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, hafn­aði beiðni fé­lags eldri borg­ara á Eyr­ar­bakka um af­nám fast­eigna­skatts þeg­ar hann var formað­ur bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar vegna þess að það stóðst ekki lög. Hafði áð­ur lof­að slíku af­námi, og lof­ar því nú í Reykja­vík þótt það stand­ist ekki lög.

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vissi að afnám fasteignaskatts íbúa 70 ára og eldri stæðist ekki lög þegar hann kynnti kosningaloforð sín í vor, enda hafði hann sjálfur hafnað tillögu um slíkt sem formaður bæjarráðs Árborgar árið 2012, einmitt á þeim grundvelli að lagaheimild skorti.

Félag eldri borgara á Eyrarbakka hafði skorað á bæjarráðið að fella niður fasteignaskatta á íbúa 70 ára og eldri en því var hafnað af Eyþóri og bæjarráðinu. Málið var tekið fyrir í mars árið 2012 og segir meðal annars í bókun bæjarráðsins um málið: „Verður að telja að óheimilt sé lögum samkvæmt að verða við beiðni Félags eldri borgara á Eyrarbakka um að fella niður fasteignaskatt hjá íbúum sem eru 70 ára eða eldri.“

„Sjálfstæðisflokkurinn mun fella niður fasteignaskatt á Reykvíkinga, 70 ára og eldri“

Þegar Eyþóri var bent á í apríl að honum og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík væri óheimilt samkvæmt lögum að efna slíkt loforð gagnrýndi hann aðra frambjóðendur. „Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta álögum á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ skrifaði Eyþór á Facebook síðu sinni. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil.“ 

Í kjölfar umræðunnar um ólögmæti afnáms fasteignaskattsins ítrekaði Eyþór að skatturinn yrði afnuminn. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, ekki finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki,“ skrifaði Eyþór. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum að skattleggja eldri borgara út úr íbúðunum sínum. Það er ómannúðlegt. Sjálfstæðisflokkurinn mun fella niður fasteignaskatt á Reykvíkinga, 70 ára og eldri.“

Þannig virðist Eyþór annaðhvort ganga út frá því að lögunum verði breytt eða ætla að ráðast í skattaaðgerðir sem hann veit að standast ekki lög. 

Var gerður afturreka með sama loforðið í Árborg

Eitt af aðalkosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 var að afnema téðan fasteignaskatt ef flokkurinn fengi lyklavöld að Árborg. Svo fór að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihlutasamstarf og fólst í því samkomulagi að Eyþór myndi taka við embætti formanns bæjarráðs að einu ári liðnu af kjörtímabilinu. Samstarfið entist hins vegar ekki lengi og sprakk stjórnin eftir fimm mánaða samstarf. Í kjölfar þess mynduðu Samfylkingin, Vinstri Grænir og Framsóknarflokkurinn meirihluta.

Loforðið var hins vegar ekki gleymt og snemma í tíð nýja meirihlutans, í september árið 2007, bókaði Eyþór á fundi bæjarráðs Árborgar að heimild væri í lögum til að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara og lagði minnihlutinn fram tillögu þess efnis. Meirihlutinn bókaði í kjölfarið á sama fundi að heimildin næði aðeins til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

Í desember 2007 var tillagan afgreidd af bæjarráði Árborgar með þeim hætti að hún var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gert var grein fyrir atkvæði meirihlutans þar sem fram kom að útfærslan á innheimtu fasteignaskattar yrði að vera innan marka laga og byggjast á málefnalegum og lögmætum sjónarmiðum.

Málinu lauk ekki þar. Í janúar 2008 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram sömu tillögu og var hún felld á nýjan leik. Ári síðar var málið enn á nýju til umræðu hjá bæjarráði Árborgar. Bæjarráðinu hafði borist bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem vísað var til úrskurðar ráðuneytisins sem tók af allan vafa um hvort lögmætt væri að afnema fasteiganskatt án tillits til tekna ellilífeyrisþega.

Þannig segir til dæmis í úrskurðinum: „Því sé óheimilt að veita afslátt með vísan til þessa ákvæðis, án þess að tekið sé tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Fastur afsláttur eins og hann er ákveðinn í reglum kærða, án tillits til tekna, er því ekki í samræmi við áskilnað ákvæðisins um tekjulága einstaklinga þar sem hann kemur öllum lífeyrisþegum til góða, án tillits til þess hvaða tekjur þeir hafa.“

Í kjölfar bréfs samgönguráðuneytisins lagði Jón Hjartarson, þáverandi formaður  Vinstri Grænna í Árborg, fram bókun. „Með bréfi þessu er staðfest að margítrekaðar tillögur frá D-listanum í Árborg um niðurfellingu fasteignagjalda hjá 70 ára og eldri stangast á við lög,“ sagði þar meðal annars.

Eyþór þráaðist hins vegar enn við og bókaði: „Heimilt er að fella niður fasteignaskatta að fullu á eldri borgara með reglum sem sveitarfélög setja hverju sinni.“

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Árborg árið 2006Eitt af helstu kosningaloforðum Eyþórs og Sjálfstæðisflokksins árið 2006 var að afnema fasteignaskattinn á íbúa 70 ára og eldri.

Snerist hugur þegar Sjálfstæðisflokkurinn náði meirihluta

Árið 2010 vann Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum og var Eyþór kjörinn formaður bæjarráðs Árborgar. Í mars 2012 barst bæjarráðinu áskorun frá félagi eldri borgara á Eyrarbakka um að fella niður fasteignaskatta íbúa 70 ára og eldri, rétt eins og Eyþór hafði áður lofað.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem áskorunin var afgreidd af bæjarráðinu. Var niðurstaðan sú að óheimilt væri að fella niður fasteignaskatt án þess að taka tillit til tekna. Það var það síðasta sem heyrðist af gamla kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins það kjörtímabilið.

Kosningaloforð Eyþórs enn á ný sagt óheimilt af ráðuneyti

Í kjölfar loforðs Eyþór og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að afnema skattinn áréttaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að óheimilt væri að veita afslátt af fasteignaskatti án þess að tillit væri tekið til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Þá var tekið fram í tilkynningunni að framkvæmd Vestmannaeyjarbæjar á innheimtu skattsins hefði verið til skoðunar, en Eyþór hafði rökstudd lagagildi kosningaloforðsins á þeim grunni að Vestmannaeyjabúar hefðu afnumið skattinn.

Ráðuneytið benti á framkvæmd Vestmannaeyjabæjar hafi verið tekin til skoðunar árið 2013, en bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. Bæjarstjórn hafi samþykkt nýjar reglur árið 2015 þar sem afslátturinn var tekjutengdur og ráðuneytið því lokað málinu án þess að hafast frekar að. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar sé afslátturinn enn tekjutengdur og þar með ekki í samræmi við loforð Eyþórs.

Loforð Eyþórs myndi kosta hálfan milljarð á ári

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefði loforð Eyþórs og Sjálfstæðisflokksins um afnám fasteignaskattsins skilað Reykjavíkurborg 579 milljón krónum lægri tekjum í fyrra. Alls 4.300 manns hefðu bæst við þann hóp sem nú þegar fær skattaafslátt vegna lágra tekna, en þessi rúmi hálfur milljarður króna hefði eingöngu runnið til tekjuhærri hluta eldri borgara.

Reykjavík veitir nú þegar tekjulægri eldri borgurum afslátt af fasteignaskatti. Samkvæmt áætlunum fjármálaskrifstofunnar fyrir árið 2018 verður borgin af 489 milljónum króna vegna þessa, en afsláttur er veittur til einstaklinga með undir 5,2 milljónir króna í árstekjur og samskattaðra með undir 7,2 milljónir króna. Alls 6.238 Reykvíkingar, 67 ára og eldri, munu fá þennan afslátt árið 2018. 4.516 af þeim hópi eru 70 ára og eldri og mundi því sá hluti aldurshópsins sem fengi afslátt nær tvöfaldast yrði kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins að veruleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
9
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár