Fréttir

Kvennahreyfingin afþakkar boð á framboðsfund vegna Ragnars Þórs

Mæta ekki á fund Kennarafélags Reykjavíkur sem Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins ávarpar. Hann var sakaður um blygðunarbrot. Kvennahreyfingin segist ekki geta tekið þátt í „áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda“.

Kvennahreyfingin mætir ekki Kvennahreyfingin hyggst ekki senda fulltrúa á framboðsfund Kennarafélags Reykjavíkur vegna þess að Ragnar Þór Pétursson ávarpar fundinn.

Kvennahreyfingin, sem býður fram til komandi borgarstjórnarkosninga, hyggst ekki taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur með frambjóðendum sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að fundurinn hefst á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Settar hafa verið fram ásakanir á hendur Ragnari um blygðunarbrot og telur Kvennahreyfingin sér ekki stætt á að taka þátt fundinum þess vegna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kvennahreyfingin hefur sent frá sér. Þar segir að hreyfingin sé femínískt afl sem vilji uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega. Á sama tíma vilji hreyfingin standa með kennurum sem séu vanmetin lykilstétt í samfélaginu.

„Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils,“ segir í yfirlýsingu frá Kvennaframboðinu. Undir hana ritar oddviti flokksins í Reykjavík, Ólöf Magnúsdóttir. 

Yfirlýsinguna í má lesa í heild sinni hér að neðan: 

„Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.

Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.

Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.

Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.

Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframahaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra