Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
7

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
8

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura

58 nýjar hleðslustöðvar verða settar upp í sumar. Lausn fyrir landlausa rafbílaeigendur.

Tilraunaverkefni með hleðslustöðvar Settar verða upp 58 hleðslustöðvar í miðborginni í sumar, sem nýst geta rafbílaeigendum sem ekki geta hlaðið bíla sína heima við.  Mynd: Reykjavíkurborg
freyr@stundin.is

Unnið er að því á vegum Reykjavíkurborgar að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbílaeigendur í miðborginni á 26 stöðum. Horft er sértaklega til rafbílaeigenda sem búa í miðborginni en hafa ekki aðstöðu heima við til að hlaða bíla sína en einnig til þeirra sem starfa í miðborginni.

Til stendur að setja stöðvarnar, sem almennt eru kallaðar hlöður, upp í sumar. Þegar er búið að setja upp slíkar hlöður í bílastæðahúsinu við Vesturgötu og til stendur að setja þær einnig upp í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu. Þá verða settar upp hlöður á Geirsgötu, Rauðarárstíg, við Höfða og víðar. Verkefnið kostar um 40 milljónir króna, eftir því sem fram kom í frétt á vefsíðu borgarinnar á síðasta ári.

Ekki til áætlun um framtíðaruppbyggingu

Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir að verkefnið sé tilraunaverkefni sem muni nýtast til að meta árangur, framtíðarþörf og næstu skref. Litlar sem engar greiningar eða áætlanir um framtíðaruppbyggingu eru til hjá borginni hvað varðar uppbyggingu rafhleðslustöðva að sögn Þorsteins. „Við erum frekar stutt komin í þessu, ég held að það megi alveg segja það. Fyrsta skrefið er að setja upp þessar stöðvar í miðborginni, sjá hver nýtingin verður á þeim og hvernig það gengur. Það liggur ekki fyrir neitt stórt plan að öðru leyti, að svo stöddu.“

Þær stöðvar sem verið er að setja upp eru ákveðinn millileikur milli hraðhleðslustöðva sem settar hafa verið upp víða síðustu misseri og venjulegs heimilisrafmagns. Í hlöðunum tekur það um fjóra tíma að fullhlaða bíl, á venjulega heimilisrafmagni tekur það um átta klukkutíma en í hraðhleðslustöðvum er hleðslutími um hálftími. Þessar stöðvar gætu því hentað þeim sem búa og starfa í miðborginni vel, að mati Þorsteins. „Við höfum kallað þetta landlausa rafbílaeigendur, sem ekki hafa aðstöðu til að hlaða bílana inni á sinni lóð. Þetta á sérstaklega við um eldri hverfi borgarinnar, þar er takmarkaður fjöldi og jafnvel engin stæði inni á lóð. Það var samþykkt í borgarráði að fara af stað í í tilrauna- og þróunarverkefni ásamt Orkuveitu Reykjavíkur í þessum efnum. Þar á meðal er að setja upp fleiri hleðslustöðvar fyrir þessa landlausu rafbílaeigendur, til að prófa hvernig þær reynast og nýtast. Annað verkefni sem við ætlum í er að prófa að setja upp hleðslustöðvar á nokkrum ljósastaurum. Þær prófanir verða meðal annars fólgnar í því, fyrir Orkuveituna, að sjá hvert álagið yrði þá á rafveitukerfinu og hvernig virknin á þessum stöðvum yrði.“

Sé raunhæft að setja rafhleðslustöðvar á ljósastaura borgarinnar er ljóst að mikið hagræði myndi hljótast af því, þar sem rafmagnsstrengir eru þá þegar fyrir hendi sem hægt er að tengjast. Þær stöðvar yrðu þó aldrei kraftmiklar þar eð tengingarnar inn á kerfið eru ekki nægilega öflugar til þess. Um yrði að ræða hæghleðslustöðvar, líklega að mestu sambærilegar við heimilishleðslur. Engu að síður gætu slíkar stöðvar vel nýst í þeim hverfum og götum borgarinnar þar sem fólk á ekki eigin stæði en þarf að hlaða rafbíla sína.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Nýtt á Stundinni

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Bill Cosby bíður dóms

Bill Cosby bíður dóms

·
Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

·
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

·
Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·