Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
6

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
7

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
8

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook

„Þá verður lygi ekki staðreynd þó henni sé ítrekað haldið fram,“ sagði María Júlía Rúnarsdóttir í athugasemd á Facebook sem beint var að konu sem María hafði nokkrum mánuðum áður sakað um „tilhæfulausar ásakanir“ í umgengnisúrskurði.

Maríu Júlía Rúnarsdóttir, sem nú starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um umgengnismál undanfarin ár og beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar.  Mynd: Af Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Kópavogi
johannpall@stundin.is

María Júlía Rúnarsdóttir sýslumannsfulltrúi fór niðrandi orðum um Sigrúnu Sif Jóelsdóttur á Facebook nokkrum mánuðum eftir að hafa kveðið upp úrskurð í umgengnisdeilu Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá dró María upp villandi mynd af tengslum sínum við Félag um foreldrajafnrétti í tölvupósti til Sigrúnar þar sem hún sagðist „einu sinni, fyrir tæpum 10 árum“ hafa verið „beðin um að halda erindi á þeirra vegum“. Raunin er sú að nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnu á vegum félagsins. 

Fjallað er ítarlega um réttarframkvæmd í umgengnis- og dagsektarmálum og málsmeðferð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

Tveir úrskurðanna sem Stundin fjallaði um voru kveðnir upp af Maríu Júlíu Rúnarsdóttur sýslumannsfulltrúa, en hún hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar og er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi. 

Í öðrum úrskurðinum kemst María Júlía að þeirri niðurstöðu að með því að greina frá áhyggjum af meintu ofbeldi barnsföður síns hafi Sigrún Sif Jóelsdóttir, móðir ungs drengs, brotið gegn skyldum sínum og skaðað drenginn. 

Sigrún Sif Jóelsdóttir er einn af viðmælendum Stundarinnar í ítarlegri umfjöllun um réttarframkvæmd sýslumanns í umgengnis- og dagsektarmálum.

Orðrétt segir meðal annars:  „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46 barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Á þessum grundvelli mælti María fyrir um aukna umgengni föðurins við barnið þótt faðirinn hefði ekki formlega gert kröfu um slíkt. 

Sigrún hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins, enda telur hún sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og óttast að María hafi lagt kenningar um foreldrafirringarheilkenni til grundvallar niðurstöðu sinni fremur en fyrirmæli barnalaga.

Sigrún segir að tölvupóstssamskipti sín við Maríu Júlíu og framganga Maríu á Facebook hafi sannfært sig enn frekar um að hún hafi ekki notið sannmælis við meðferð málsins. 

Sagðist hafa haldið erindi „fyrir tæpum 10 árum“

Eftir að María Júlía kvað upp úrskurð í máli Sigrúnar og barnsföður hennar fyrir hönd sýslumannsembættisins í fyrra sendi Sigrún henni tölvupóst og bað hana um að gera „skýra grein fyrir augljósum hagsmunatengslum [s]ínum við félag sem kennir sig við foreldrajafnrétti (áður forsjárlausir feður)“. María svaraði: „Sæl, allur rökstuðningur kemur fram í úrskurðinum. Þá hef ég engin tengsl við umrætt félag en var einu sinni, fyrir tæpum 10 árum, beðin um að halda erindi á þeirra vegum“ og sendi Þórólfi Halldórssyni sýslumanni afrit af póstinum. Raunin er sú að aðeins nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ sem Félag um foreldrajafnrétti stóð að ásamt samtökunum Börnunum okkar. 

Í mars síðastliðnum spratt upp umræða á Facebook um orð sem konur höfðu látið falla í lokuðum umræðuhópi þar sem forsprakkar feðrahreyfinga voru bendlaðir við ofbeldi. Tjáði Sigrún Sif sig um barnsföður sinn í hópnum og var ummælunum dreift á Facebook til vitnis um illan ásetning kvennanna. „Í hópnum er FAKE aðgangur, Ragna Adelstein, sem notaður er til að koma á framfæri grófustu meiðyrðunum. Hugsandi fólk er fljótt að koma auga á að fólk sem þarf að koma fram undir fölsku flaggi hefur eitthvað óhreint í pokahorninu,“ skrifaði Heimir Hilmarsson, forsprakki Félags um foreldrajafnrétti. Þá nafngreindi hann Sigrúnu og skrifaði: „Vinkona FAKE aðgangsins Sigrún Sif Jóelsdóttir virðist frá mínu sjónarhorni vera siðferðislega á sama stað og manneskjan sem stendur á bak við FAKE aðganginn.“ María Júlía brást við með eftirfarandi athugasemd sem mátti skilja sem gagnrýni á Sigrúnu: „Manneskja sem felur sig á bakvið nettröll hefur ekki góðan málstað að verja.“

Sigrún gat ekki brugðist við orðum Maríu í eigin persónu í ljósi þess að lokað var fyrir athugasemdir frá öðrum en vinum þess sem deilt hafði skjáskotinu. Sigrún lét hins vegar bera Maríu eftirfarandi skilaboð:

„Athugasemd frá Sigrun Sif Jóelsdóttir sem er nafngreind hér. „1. Ég er ekki falin á bakvið neitt nettröll athugið það. Ragna Adelstein er ekki málsvari minn eða fb vinur. 2. Ég stend við allt sem ég segi og hef skrifað á netið og get rakið það í sögu gagna meðal annars frá sýslumannsfulltrúanum Maríu Júlíu, þetta veit hún. En hún reyndar segir ekki alltaf satt hún María Júlía eins og gera má einnig grein fyrir með skýrum hætti en ég ætla ekki að gera hér. 3. Málstaðurinn sem ég hef að verja María Júlía er barnið mitt. Dæmi svo hver um sig hver er ósmekklegur í tali ég og barnið mitt sem þolandur ofbeldis eða sýslumannsfulltrúinn María Júlía Rúnarsdóttir sem greinir mæður barna sem greina frá ofbeldi og kynferðisofbeldi feðra sem foreldrafirrtar tálmunarmæður eftir falskenningum sem hefur verið úthýst úr dómarasamfélögum vestanhafs og greinagerð 5.1.6 með barnalögum varar sérstaklega við. Ég bendi einnig á að staðfest kynferðisbrot gagnvart börnum voru 209 árið 2013 og 106 árið 2016 og sitt sýnist hverjum um firringu feðraréttarhreyfinga og sýslumannsfulltrúa eða verndandi mæðra.“

María brást við með eftirfarandi hætti:

„Kæra Sigrún, þar sem þú virðist taka ofangreindri athugasemd minni persónulega þá vil ég að því sé haldið til haga að ég var ekki að halda því fram að þú værir á bakvið nettröllið Rögnu Adelstein. Þá verður lygi ekki staðreynd þó henni sé ítrekað haldið fram.“ 

Kvartar til dómsmálaráðuneytisins

Sigrún Sif hefur kvartað til dómsmálaráðuneytisins vegna framgöngu Maríu Júlíu á opinberum vettvangi gagnvart sér. Í kvörtuninni segir hún Maríu fara með „róg um nafngreindan aðila á opinberum vettvangi sem er málsaðili að máli sem hún hefur haft til úrskurðar“. Þá er María gagnrýnd fyrir að „upphefja sinn persónulega málstað í umræðum á opinberum vettvangi þar sem birt eru skjáskot af athugasemdum málsaðila að málum sem hún hefur haft til úrskurðar“.

Bent er á að skjáskotin hafi verið tekin af lokuðum umræðuvettvangi sem er einvörðungu ætlaður þolendum ofbeldis og var lekið af nafnlausum aðila á opna spjallþræði á netinu.

„María Júlía gefur í skyn lygar í málstað mínum sem aðili að máli þar sem hún er ábyrg fyrir að gæta hlutleysis og hlutlægni, með því að ávarpa mig beint með nafni,“ segir Sigrún í kvörtun sinni sem hún sendi 26. mars síðastliðinn.

Stundin hafði samband við Maríu Júlíu, bauð henni að tjá sig um málið og spurði hvort henni þættu ummæli sín ekki óheppileg eftir á að hyggja. María vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér í ljósi stöðu sinnar hjá sýslumanni. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
6

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
4

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
5

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
4

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
5

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Nýtt á Stundinni

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Bill Cosby bíður dóms

Bill Cosby bíður dóms

·
Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

·
Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

·
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

·
Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·