Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook

„Þá verð­ur lygi ekki stað­reynd þó henni sé ít­rek­að hald­ið fram,“ sagði María Júlía Rún­ars­dótt­ir í at­huga­semd á Face­book sem beint var að konu sem María hafði nokkr­um mán­uð­um áð­ur sak­að um „til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir“ í um­gengn­is­úrskurði.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook
Maríu Júlía Rúnarsdóttir, sem nú starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um umgengnismál undanfarin ár og beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar. Mynd: Af Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Kópavogi

María Júlía Rúnarsdóttir sýslumannsfulltrúi fór niðrandi orðum um Sigrúnu Sif Jóelsdóttur á Facebook nokkrum mánuðum eftir að hafa kveðið upp úrskurð í umgengnisdeilu Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá dró María upp villandi mynd af tengslum sínum við Félag um foreldrajafnrétti í tölvupósti til Sigrúnar þar sem hún sagðist „einu sinni, fyrir tæpum 10 árum“ hafa verið „beðin um að halda erindi á þeirra vegum“. Raunin er sú að nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnu á vegum félagsins. 

Fjallað er ítarlega um réttarframkvæmd í umgengnis- og dagsektarmálum og málsmeðferð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

Tveir úrskurðanna sem Stundin fjallaði um voru kveðnir upp af Maríu Júlíu Rúnarsdóttur sýslumannsfulltrúa, en hún hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar og er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi. 

Í öðrum úrskurðinum kemst María Júlía að þeirri niðurstöðu að með því að greina frá áhyggjum af meintu ofbeldi barnsföður síns hafi Sigrún Sif Jóelsdóttir, móðir ungs drengs, brotið gegn skyldum sínum og skaðað drenginn. 

Sigrún Sif Jóelsdóttir er einn af viðmælendum Stundarinnar í ítarlegri umfjöllun um réttarframkvæmd sýslumanns í umgengnis- og dagsektarmálum.

Orðrétt segir meðal annars:  „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46 barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Á þessum grundvelli mælti María fyrir um aukna umgengni föðurins við barnið þótt faðirinn hefði ekki formlega gert kröfu um slíkt. 

Sigrún hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins, enda telur hún sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og óttast að María hafi lagt kenningar um foreldrafirringarheilkenni til grundvallar niðurstöðu sinni fremur en fyrirmæli barnalaga.

Sigrún segir að tölvupóstssamskipti sín við Maríu Júlíu og framganga Maríu á Facebook hafi sannfært sig enn frekar um að hún hafi ekki notið sannmælis við meðferð málsins. 

Sagðist hafa haldið erindi „fyrir tæpum 10 árum“

Eftir að María Júlía kvað upp úrskurð í máli Sigrúnar og barnsföður hennar fyrir hönd sýslumannsembættisins í fyrra sendi Sigrún henni tölvupóst og bað hana um að gera „skýra grein fyrir augljósum hagsmunatengslum [s]ínum við félag sem kennir sig við foreldrajafnrétti (áður forsjárlausir feður)“. María svaraði: „Sæl, allur rökstuðningur kemur fram í úrskurðinum. Þá hef ég engin tengsl við umrætt félag en var einu sinni, fyrir tæpum 10 árum, beðin um að halda erindi á þeirra vegum“ og sendi Þórólfi Halldórssyni sýslumanni afrit af póstinum. Raunin er sú að aðeins nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ sem Félag um foreldrajafnrétti stóð að ásamt samtökunum Börnunum okkar. 

Í mars síðastliðnum spratt upp umræða á Facebook um orð sem konur höfðu látið falla í lokuðum umræðuhópi þar sem forsprakkar feðrahreyfinga voru bendlaðir við ofbeldi. Tjáði Sigrún Sif sig um barnsföður sinn í hópnum og var ummælunum dreift á Facebook til vitnis um illan ásetning kvennanna. „Í hópnum er FAKE aðgangur, Ragna Adelstein, sem notaður er til að koma á framfæri grófustu meiðyrðunum. Hugsandi fólk er fljótt að koma auga á að fólk sem þarf að koma fram undir fölsku flaggi hefur eitthvað óhreint í pokahorninu,“ skrifaði Heimir Hilmarsson, forsprakki Félags um foreldrajafnrétti. Þá nafngreindi hann Sigrúnu og skrifaði: „Vinkona FAKE aðgangsins Sigrún Sif Jóelsdóttir virðist frá mínu sjónarhorni vera siðferðislega á sama stað og manneskjan sem stendur á bak við FAKE aðganginn.“ María Júlía brást við með eftirfarandi athugasemd sem mátti skilja sem gagnrýni á Sigrúnu: „Manneskja sem felur sig á bakvið nettröll hefur ekki góðan málstað að verja.“

Sigrún gat ekki brugðist við orðum Maríu í eigin persónu í ljósi þess að lokað var fyrir athugasemdir frá öðrum en vinum þess sem deilt hafði skjáskotinu. Sigrún lét hins vegar bera Maríu eftirfarandi skilaboð:

„Athugasemd frá Sigrun Sif Jóelsdóttir sem er nafngreind hér. „1. Ég er ekki falin á bakvið neitt nettröll athugið það. Ragna Adelstein er ekki málsvari minn eða fb vinur. 2. Ég stend við allt sem ég segi og hef skrifað á netið og get rakið það í sögu gagna meðal annars frá sýslumannsfulltrúanum Maríu Júlíu, þetta veit hún. En hún reyndar segir ekki alltaf satt hún María Júlía eins og gera má einnig grein fyrir með skýrum hætti en ég ætla ekki að gera hér. 3. Málstaðurinn sem ég hef að verja María Júlía er barnið mitt. Dæmi svo hver um sig hver er ósmekklegur í tali ég og barnið mitt sem þolandur ofbeldis eða sýslumannsfulltrúinn María Júlía Rúnarsdóttir sem greinir mæður barna sem greina frá ofbeldi og kynferðisofbeldi feðra sem foreldrafirrtar tálmunarmæður eftir falskenningum sem hefur verið úthýst úr dómarasamfélögum vestanhafs og greinagerð 5.1.6 með barnalögum varar sérstaklega við. Ég bendi einnig á að staðfest kynferðisbrot gagnvart börnum voru 209 árið 2013 og 106 árið 2016 og sitt sýnist hverjum um firringu feðraréttarhreyfinga og sýslumannsfulltrúa eða verndandi mæðra.“

María brást við með eftirfarandi hætti:

„Kæra Sigrún, þar sem þú virðist taka ofangreindri athugasemd minni persónulega þá vil ég að því sé haldið til haga að ég var ekki að halda því fram að þú værir á bakvið nettröllið Rögnu Adelstein. Þá verður lygi ekki staðreynd þó henni sé ítrekað haldið fram.“ 

Kvartar til dómsmálaráðuneytisins

Sigrún Sif hefur kvartað til dómsmálaráðuneytisins vegna framgöngu Maríu Júlíu á opinberum vettvangi gagnvart sér. Í kvörtuninni segir hún Maríu fara með „róg um nafngreindan aðila á opinberum vettvangi sem er málsaðili að máli sem hún hefur haft til úrskurðar“. Þá er María gagnrýnd fyrir að „upphefja sinn persónulega málstað í umræðum á opinberum vettvangi þar sem birt eru skjáskot af athugasemdum málsaðila að málum sem hún hefur haft til úrskurðar“.

Bent er á að skjáskotin hafi verið tekin af lokuðum umræðuvettvangi sem er einvörðungu ætlaður þolendum ofbeldis og var lekið af nafnlausum aðila á opna spjallþræði á netinu.

„María Júlía gefur í skyn lygar í málstað mínum sem aðili að máli þar sem hún er ábyrg fyrir að gæta hlutleysis og hlutlægni, með því að ávarpa mig beint með nafni,“ segir Sigrún í kvörtun sinni sem hún sendi 26. mars síðastliðinn.

Stundin hafði samband við Maríu Júlíu, bauð henni að tjá sig um málið og spurði hvort henni þættu ummæli sín ekki óheppileg eftir á að hyggja. María vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér í ljósi stöðu sinnar hjá sýslumanni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár