Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Falsmynd ASÍ gegn baráttu launþega

Gunnar Jörgen Viggósson rýnir í myndband ASÍ þar sem talað er fyrir takmörkuðum launakröfum almennings.

Alþýðusamband Íslands birti nýlega myndband sem vakið hefur mikla athygli fyrir þær sakir að þar leggur stærsta fjöldahreyfing launafólks á Íslandi lykkju á leið sína til að tala fyrir hóflegum launakröfum almennings — umbjóðenda félagsins. Forsendurnar sem kynntar eru í myndbandinu eru þær að kaupmáttur launa, hve mikið greidd laun geta keypt, sé hið raunverulega markmið launahækkana og það náist frekar með því að semja um lægri laun en hærri.

Málflutningi sínum til stuðnings birtir Alþýðusambandið myndrit sem sýnir vísitölu kaupmáttar á tveimur tímabilum, og á myndritið að styðja þá kenningu að lægri hækkun tímalauna skili sér til lengri tíma í meiri kaupmætti launþega. Því miður er grafið svo skrumskælt að ekki verður hjá því komist að kalla það fölsun. Grafið sem birtist í myndbandinu er hér að neðan.

Við þetta er margt að athuga.

Í fyrsta lagi er síðara tímabilið, sem á að sýna mikla aukningu kaupmáttar, sex árum lengra en fyrra tímabilið. Það ætti kannski engan að undra að meiri kaupmáttaraukning geti átt sér stað á lengra tímabili en skemmra.

Í öðru lagi er línan sem táknar alla kaupmáttaraukningu á síðara tímabilinu höfð styttri til hliðanna, með minni lengd mælt lárétt, sem eykur halla línunnar og blekkir þar með augað svo hækkunin virðist meiri.

Í þriðja lagi er blekkjandi að línan sem táknar síðara tímabilið byrji ofar, hafi hærri upphafspunkt, og sé þar með meira og minna öll fyrir ofan línuna sem táknar fyrra tímabilið.

Látum ótalið hér hvort gögnin séu góð eða réttmæt. Skoðum hvað gerist ef við látum tímabilin vera jafn löng, 20 ár, látum línuna byrja á sama stað og lögum það að önnur línan er kramin en hin teygð. Samanburður að teknu tilliti til þessa gefur allt aðra mynd:

Til að auðvelda samanburð milli tímabila sýna bláu línurnar breytingu kaupmáttar á fyrra tímabili.

Kaupmáttaraukning var sem sagt svipuð með hærri launahækkunum á tuttugu ára tímabili eftir að síldarstofninn hrundi, og með lægri launahækkunum á tuttugu ára tímabili hnattvæðingar og stafrænnar byltingar. 

Hvaða ályktanir megi draga af öllu þessu um réttmæti þess að Alþýðusamband Íslands mæli fyrir lágum launahækkunum í dag er eftirlátið lesanda.

Kannski er eðlilegt að spurt sé: Hver þarf óvini þegar hann á svona vini?

-----------------------------------------

E.S. hér er myndin leiðrétt en seinna tímabilið nær til 2016

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup