Fréttir

Urgur í kúabændum vegna styrks til Eyþórs

„Þessi styrkveiting hefur ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil,“ skrifar Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar.

Kúabændur og hluthafar í Mjólkursamsölunni gagnrýna harðlega að Mjólkursamsalan hafi veitt Eyþóri Arnalds 200 þúsund króna fjárstyrk í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

Kaupfélag Skagfirðinga á 10 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni á móti 90 prósenta hlut Auðhumlu, samvinnufélags í eigu um 700 mjólkurframleiðenda víða um land, en bæði Kaupfélagið og MS veittu einstaklingsframboði Eyþórs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins styrk upp á 200 þúsund krónur.

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og MS, segir að styrkveitingin hafi ekki verið samþykkt innan stjórnar. „Þessi styrkveiting hefur ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi,“ skrifar hann í athugasemd á Facebook þar sem hann bregst við harðri gagnrýni sem fram hefur komið innan umræðuhópsins Kúabændur og spekúlantar. 

Kveikjan að umræðunni var færsla Ragnhildar Sævarsdóttur sem skrifaði: „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda. Sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði. Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ 

Nokkrir taka undir. „Ekki í mínu umboði,“ segir einn og „Ekki mínu heldur“ segir önnur. Birna Þorsteinsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Auðhumlu og MS, segir að á sínum tíma hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð. „Það hefur þá orðið breyting á,“ skrifar hún. „Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa,“ skrifar svo Katrín Andrésdóttir dýralæknir sem telur eðlilegt að styrkveitingin verði endurskoðuð svo ímynd MS bíði ekki hnekki. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra