Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk

Stefna flokkanna tveggja algjörlega ósamrýmanleg við stefnu Vinstri grænna. Segir draumastöðuna að Vinstri græn og Samfylkingin fái hreinan meirihluta. Gæti séð fyrir sér samstarf við Sósíalistaflokkinn

Sósíalistaflokkurinn kæmi til greina Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Til greina kæmi að vinna með Sósíalistaflokknum, fái flokkurinn kjörna fulltrúa í borgarstjórn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk að afloknum borgarstjórnarkosningum. Stefna flokkanna sé ósamrýmanleg við stefnu Vinstri grænna. Líf segist ánægð með samstarf núverandi meirihluta og vilja halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem hafi verið hrint af stað í því samstarfi.

Þetta kemur fram í úttekt á kosningaloforðum Vinstri grænna, og efndum þeirra, í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Þar er rakið að Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt, um að leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili borgarinnar skyldu verða gjaldfrjáls, strax við myndun borgarstjórnarmeirihlutans að afloknum kosningum 2014. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru í heildina mun hófstilltari en var fyrir fjórum árum.

„Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum“ 

Líf er spurð að því hvaða samstarfskosti hún sjái fyrir sér, komist Vinstri græn í aðstöðu til að taka þátt í meirihlutasamstarfi að nýju. Hún leggur áherslu á að starfa áfram með Samfylkingunni. „Ég sé fyrir mér að VG og Samfylkingin verði burðarás í næsta meirihluta. Bæði ég og Dagur höfum gefið það út að við viljum starfa áfram saman. Draumastaðan er sú að þessir tveir flokkar fái hreinan meirihluta. Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum og hafi ekki verið jafn afdráttarlaus í því að vilja starfa áfram í þessum meirihluta og við.“

Þurfi hins vegar að bæta við samstarfsflokkum segist Líf ekki búin að sjá fyrir sér hvaða flokkar það geti orðið. „Stefnumarkmið Sósíalistaflokksins eru um margt áþekk því sem við í VG leggjum áherslu á, þannig að ég get alveg séð fyrir mér að við myndum vilja starfa með Sósíalistum í borgarstjórn.“

Spurð hvort hún útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerði í síðasta tölublaði Stundarinnar, svarar Líf: „Já, eins og stefna þeirra er þá geri ég það.“

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup