Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
5

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
6

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·
Íslensk hræsni í útrás
7

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Íslensk hræsni í útrás

·

Jón Trausti Reynisson

Hættan af hroka stjórnmálaelítunnar

Með hræsni og hroka hafa stjórnendur og stjórnmálaforystan gerst holdgervingar þess vanda sem þau vara við.

Jón Trausti Reynisson

Með hræsni og hroka hafa stjórnendur og stjórnmálaforystan gerst holdgervingar þess vanda sem þau vara við.

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra ber mesta ábyrgð á launahækkunum sem breyttu eðli kjarabaráttunnar á Íslandi.  Mynd: Pressphotos

Í aðstæðabundnu yfirstandandi góðæri er eitt það mest lýsandi fyrir aðsteðjandi vanda Íslands að fjármálaráðherra landsins skuli segja „alveg gersamlega óþolandi“ að hann þurfi að svara fyrir 500 þúsund króna launahækkun til hans sjálfs, en rúmlega ári síðar segja „algerlega óaðgengilegt“ þegar ljósmæður sem hafa 460 þúsund krónur í byrjunarlaun á mánuði vilja hækka sín laun um brot af þessari upphæð. 

Þetta viðhorf þess aðila sem helst hefur lýst sér sem nauðsynlegum í valdastöðu til þess að tryggja stöðugleika, er einmitt það sem hefur orsakað það sem nokkurn veginn allir eru sammála um að sé mesta vandamál íslensks hagkerfis, hvort sem þeir tala fyrir hagsmunum launþega eða fjármagnseigenda.

Viðvaranir um hættu

Viðskiptaráð varar við áhrifum launahækkana á fyrirtæki og samkeppnishæfni þeirra. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hún varaði við því að í miðju góðærinu hefðu vinnuveitendur áhyggjur af erfiðri stöðu fyrirtækja. „Þær eru raunverulegar og í þeim felast alvarleg viðvörunarmerki fyrir íslenskt samfélag. Fyrirtækin í landinu sjá einfaldlega ekki fram á að geta borið kostnaðinn af þeim launahækkunum sem krafist er.“

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHalldór Benjamín Þorbergsson, sem gætir hagsmuna atvinnurekenda, segir Íslendinga hafa fengið of miklar launahækkanir.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, heldur því fram að Íslendingar verði að horfast í augu við þann „efnahagslega raunveruleika“ að þeir hafi tekið út launahækkanir 10 ár fram í tímann á síðustu tveimur árum. 

Engu að síður eru það nákvæmlega þeir sem standa helst að þessum samtökum sem leiða launahækkanirnar og gerast holdgervingar eigin áhættumats. 

Augljós ábyrgð

Svo það sé á hreinu bar enginn meiri ábyrgð á 500 þúsund króna launahækkuninni til Bjarna Benediktssonar en Bjarni Benediktsson sjálfur, sem skipaði í kjararáð, með stuðningi Alþingis, og var síðan leiðandi í ríkisstjórn. Til að undirstrika áherslur sínar ákvað Bjarni nýlega að staðfesta að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, sæti áfram sem stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar, en Jónas Þór, sem er miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, hefur í engu bakkað með að rétt hafi verið að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 44 prósent í einu skrefi á kjördag haustið 2016, á sama tíma og hamrað hafði verið á almenningi að krefjast ekki launahækkana. Rökin voru þau að enginn ætti að fá of miklar launahækkanir, því ef allir fengju miklar launahækkanir myndi efnahagslífið fara á hliðina – of mikil laun þýða aukna eftirspurn eftir vörum, sem samkvæmt hagfræðinni hækkar verðlag, sem eykur verðbólgu, og hækkar líka verðtryggðu lánin okkar, auk þess að draga úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þar með getu fyrirtækja til að borga almennum launþegum góð laun. 

Niðurstaðan var að hópurinn sem hefði átt að leiða með góðu fordæmi í launakröfum fékk stórvægilega launahækkun. Sá sem bar mesta ábyrgð á því, Bjarni Benediktsson, sagði mánuði síðar við annað fólk að það ætti ekki að fara fram á of mikið: „Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála. Ég held að það sé varasamt að gera það. Ég held að við gætum með því verið að feta okkur inn á braut sem við höfum áður þrætt, sem er að kunna okkur ekki hóf þegar vel árar. Þá þurfum við aðeins að búa í haginn fyrir framtíðina, fyrir erfiðari tíma.“ 

Tveir valkostir frá Bjarna

Bjarni Benediktsson veitti almennum launþegum valkost: Að sætta sig við að fólkið sem það kaus sem fulltrúa sinn við stjórn landsins og mótun reglna þess tækju sér launahækkanir langt umfram almenning, eða að rísa upp. 

Minna en sex mánuðum eftir launastökk stjórnmálaelítunnar var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með þá stefnu að umbylta kjarabaráttunni. Einu ári síðar var stærsta stéttarfélag landsins, Efling, yfirtekið af Sólveigu Önnu Jónsdóttur í krafti þess að hún myndi setja aukna hörku í kjarabaráttuna. Alþýðusamband Íslands reynir að boða samstöðu og skynsemi í kjarabaráttu, á sama tíma og Ragnar Þór boðar hrinu verkfalla, en Alþýðusambandið er næst til þess að verða yfirtekið af talsfólki harðari kjarabaráttu.

Þrátt fyrir öll orð um að þingmenn hafi fengið launalækkanir í gegnum tíðina, verið í launafrosti og svo framvegis, var staðan einfaldlega sú að þegar þeir tóku stóra stökkið á kjördag 2016 höfðu þeir á einum áratug fengið 27 prósentastiga meiri launahækkun en almenningur. 

Sýnidæmi hroka

Viðbrögð Bjarna Benediktssonar eru skólabókardæmi um tvískinnung stjórnmálamanna sem setja meiri ábyrgð yfir á almenning en sjálfan sig, og taka sér meira í eigin vasa.

Þegar þingmenn eru síðan staðnir að því að taka sér gríðarlegar aukagreiðslur, eins og Ásmundur Friðriksson, samflokksmaður fjármálaráðherra, eru viðbrögðin að prísa sig fyrir dugnað og reyna að jaðarsetja þá sem afhjúpa sjálftökuna. 

Ásmundur Friðiksson, einn þeirra þingmanna sem hlaut gríðarlegu launahækkunina, og sá þingmaður sem fór á einu ári fram á 4,6 milljónir króna í skattfrjálsar endurgreiðslur af skattfé fyrir akstur sem kostaði hann rétt rúmar tvær milljónir króna, steig sérstaklega upp í ræðustól á Alþingi til þess að kvarta undan Stundinni, sem hóf umfjöllun um óhóflegar akstursgreiðslur og hefur sýnt fram á í greinaröð að hann er Norðurlandameistari þingmanna í endurgreiðslum vegna aksturs. 

Ásmundur situr í velferðarnefnd Alþingis og þegar Stundin greindi fyrst frá þeim upplýsingum að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt í barnaverndar- og kynferðisbrotamáli, þar sem hann reyndi að knýja á um umgengni föður við dætur sínar óháð gruns um að hann hefði brotið gegn þeim kynferðislega, voru viðbrögð Ásmundar í tölvupósti til nefndarmanna og fleiri að reyna að grafa undan trúverðugleika fjölmiðilsins sem hefur fjallað svo mikið um sjálftöku hans. „Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar,“ skrifaði hann í fjöldapóstinum. Eftir að uppvíst var um viðbrögð hans opinberlega steig hann í pontu á þingi og kvartaði undan upplýsingaleka. „Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á.“

Ásmundur Fririksson kann að vera duglegur að keyra, og hann kann að hafa óþol fyrir fjölmiðlum sem segja frá ofvöxnum ávöxtum dugnaðar hans, en verkafólk í Eflingu er líka duglegt, þótt það sé ekki jafnduglegt að sækja sér endurgreiðslur úr ríkissjóði, enda hafa bótagreiðslur og ívilnanir til þeirra tekjulægri farið lækkandi. Sem dæmi lækkuðu greiðslur ríkisins til fólks vegna vaxtabóta um 16,8 prósent í fyrra og greiðslur vegna barnabóta lækkuðu um 0,5 prósent.

Forstjórahræsni

Forstjóri N1 lýsti sér sem „ódýra forstjóranum“ þegar hann tók við starfinu árið 2015, með 3,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Síðan þá hafa laun hans hækkað um 60 prósent. Í fyrra hækkaði hann laun sín um 20 prósent. Þess ber að geta að 20 prósenta hækkun af launum hans jafngilda einni milljón króna á mánuði, en 20 prósenta hækkun ljósmóður á byrjunartaxta jafngildir 9,2 prósent af sömu hlutfallshækkun forstjórans, eða 92 þúsund krónum.

Þarna liggur hallinn í tungutaki hagfræðinnar – að tala um hlutfallshækkanir þegar raunhækkanir þeirra tekjuháu eru langt umfram raunhækkanir almennra starfsmanna og bilið breikkar í sífellu.

Forstjóri ríkisfyrirtækisins Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, lýsti áhyggjum sínum af launakröfum almennra starfsmanna á ársfundinum 5. apríl síðastliðinn. „Miklar launakröfur í kjarasamningum eru því áhyggjuefni,“ sagði hann, en sjálfur hafði hann tekið launahækkun upp á samtals 4,3 milljónir króna á árinu að meðtöldum launatengdum gjöldum.

Stjórn Hörpu tók síðan ákvörðun um að hækka laun forstjóra Hörpu, þannig að þau urðu um tvö hundruð þúsund krónum hærri á hverjum mánuði en það sem kjararáð ákvarðaði, á sama ári og 670 milljóna króna tap var af rekstrinum, eða 24 prósent meira tap en árið áður. Formaður stjórnarinnar útskýrði síðan að þetta væri „ekki launahækkun“. Laun þjónustufulltrúanna voru síðan lækkuð til að bregðast við rekstrarvandanum. 

Stjórnunarstol

Þótt þetta séu gróf dæmi, eru þau lýsandi, því þetta er hluti af almennri þróun. Ef tölur Hagstofunnar eru greindar kemur í ljós að á árunum 2014 til 2016 hækkuðu laun stjórnenda um 72 þúsund krónur meira en laun verkafólks, og um 88 þúsund krónum meira en laun skrifstofufólks.

Dæmi eru um að fólk í efstu tekjustofnum, og jafnvel bankastofnun, reyni að sannfæra fólk um að umkvartanir þess af erfiðleikum með að fjármagna húsnæði séu óhóflegar. „Hver sagði að þetta væri auðvelt?“ spurði einn nýverið í pistli. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ein þeirra sem tók undir boðskapinn, að sögulega væru erfiðleikar ungs fólks við húsnæðiskaup í dag ofmetnir í umræðunni.

Hún er einnig varaformaður stjórnar Íslandspósts, sem tók ákvörðun um að hækka laun forstjóra ríkisfyrirtækisins um rúmar 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra, þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hefði beint þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í febrúar í fyrra að gæta hófs í launahækkunum forstjóra þegar ákvörðunarvald færðist samkvæmt lagabreytingu frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna.

Staðreyndin er hins vegar sú að fólki með miðlungstekjur munar um hverja krónu. Ástæðan er að stórum hluta lýst með þeirri staðreynd að meðalfermetraverð í Reykjavík var 59 prósent af meðalmánaðarlaunum árið 2000, en er komið upp í 75 prósent af meðallaunum í dag. Þegar fólk á í basli getur 88 þúsund króna munur á launum til dæmis ráðið því hvort það hefur efni á að eiga rennandi bifreið eða ekki, eða hvort það þarf að leigja út heimili sitt til erlendra ferðamanna til að haldast réttum megin við núllið.

Það er ekki skrítið að fólk rísi upp. Orsökin er fyrir hendi, og ábyrgðin liggur ljós. Hlutverk stjórnenda og stjórnmálamanna var að tryggja stöðugleikann og koma í veg fyrir ófrið – að lágmarki að valda ekki skaða, en í besta falli að bæta stöðuna með inngripum. Þeir hafa reynst óhæfir til þess vegna áherslu sinnar á sjálfa sig umfram aðra. Og hrokinn í viðbrögðunum leiðir til þess að aðrir sjá ekki lengur skynsemina í samstöðu með þeim.

Hagsmunir en ekki bara hugsjónir

Í síðasta góðæri var reynt að sannfæra okkur um að það væri okkur öllum í hag að bankarnir borguðu bankastjórnendum stjarnfræðileg ofurlaun, þar sem íslenskt samfélag væri að keppa um hæfileikafólk við útlönd. Margir þeirra fóru síðar í fangelsi fyrir lögbrot í starfi í aðdraganda þess að fyrirtækin sem þeir báru ábyrgð á fóru í gjaldþrot á kostnað almennings.

Að sama skapi snýst það ekki bara um gildismat að stjórnmálamenn ættu að auðsýna auðmýkt umfram hroka. Ef áhyggjur af launaskriði, verðbólgu og minnkandi samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs raungerast munum við upplifa áþreifanlegar efnahagslegar afleiðingar hrokans og hræsninnar, sem tæra trúverðugleika stjórnmálaforystunnar og grafa undan forsendum samstöðunnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
5

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
6

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·
Íslensk hræsni í útrás
7

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Íslensk hræsni í útrás

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Nýtt á Stundinni

Churchill og Brexit og saga Bretlands

Churchill og Brexit og saga Bretlands

·
Dauðans alvara

Dauðans alvara

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

·
Alvöru menn

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Hve lágt má leggjast?

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Trumpar á trúnó

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

·
Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

·
Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

Guðmundur Gunnarsson

Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·