Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Umdeildar kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á ráðhúsi Mosfellsbæjar

Oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ telur auglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á húsinu sem bæjarstjórnarskrifstofurnar eru í vera virðingarleysi við lýðræðið. Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins segir aðra flokka hafa auglýst á sama stað án vandkvæða eða umræðu í gegnum tíðina.

„Áfram Mosó“ Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á húsinu sem hýsir bæjarstjórnarskrifstofur Mosfellsbæjar hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum í minnihlutanum. Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins bendir á að aðrir stjórnmálaflokkar hafi auglýst á húsinu.

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ er með framboðsauglýsingar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar utan á jarðhæð ráðhússins í sveitarfélaginu. Flokkurinn er með kosningaskrifstofu á öðrum enda jarðhæðarinnar. Bæjarstjórnarhúsið, sem gengur undir nafninu Kjarninn, er hins vegar ekki alopinber bygging heldur hálfopinber þar sem nokkrir einkaaðilar eiga húsið en ekki sveitarfélagið, sem leigir bara skrifstofur þar undir stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þannig á Mosfellsbær til dæmis ekki jarðhæðina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með kosningaskrifstofuna sína og þar sem auglýsingarnar eru utan á byggingunni. 

Þótt húsið sé sannarlega ráðhús, eða bæjarstjórnarhús, Mosfellsbæjar leigir bærinn bara hluta þess. Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins hanga því heldur ekki á rými sem sveitarfélagið á eða rými sem sveitarfélagið leigir. Tekið skal fram að aðrir stjórnmálaflokkar, eins og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa einnig birt kosningaauglýsingar á sama stað fyrir sveitarstjórnarkosningar í gegnum tíðina. Munurinn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í sveitarfélaginu og stýrir því úr ráðhúsinu þar sem auglýsingarnar eru ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup