Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Haukur Ingibergsson segir að hann telji sig ekki vera vanhæfan til að sitja í stjórn Íbúðalánasjóðs þótt hann reki leigufélag. Haukur á meðal annars fjórar íbúðir á Akureyri en Íbúðalánasjóður hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að fasteignauppbyggingu á landsbyggðinni.

Á leigufélag og stýir ríkisstofnun Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, Haukur Ingibergsson, á leigufélag sem er virkt á markaðnum á Íslandi. Félagið hefur keypt fjórar íbúðir á síðustu tveimur árum. Mynd: Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Haukur Ingibergsson, stjórnarformaður ríkisstofnunarinnar Íbúðalánasjóðs, á leigufélag sem á og rekur sjö íbúðir í Kópavogi og á Akureyri. Fjórar íbúðir eru á Akureyri og þrjár í Kópavogi. Félagið, Ráðgjafaþjónustan ehf., var stofnað árið 1988 og er virkt á húsnæðismarkaði í uppkaupum á íbúðum.

Tvær af íbúðunum sjö sem félagið á voru keyptar árið 2016 og tvær voru keyptar í fyrra, 2017. Auk þess var ein af íbúðunum keypt 2014. Allar þessar íbúðir voru því keyptar eftir að Haukur settist í stjórn Íbúðalánasjóðs eftir stjórnarskiptin 2013 og voru einungis tvær af íbúðum félagsins keyptar fyrir þetta – önnur 1998 en hin 2009.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði Hauk sem stjórnarformann Íbúðalánasjóðs í byrjun janúar síðastliðinn en Eygló Harðardóttir skipaði hann í stjórnina 2013.

„Ég tel ekki að þetta komi í veg fyrir hæfi mitt til að sitja í stjórninni.“

 

Skipaði HaukÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði Hauk sem stjórnarformann Íbúðalánasjóðs í byrjun ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra