Fréttir

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd

Harðar deilur hafa geisað í sveitarstjórn Skagafjarðar út af fjármögnun sveitarfélagsins á sýndarveruleikasafni á Sauðárkróki. Fjármögnun Skagafjarðar á verkefninu er það mikil að Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til þess á grundvelli EES-samningsins.

Reyna að áætla kostnað sveitarfélagsins Meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur keyrt fjármögnunina á sýndarveruleikasafninu áfram. Stefán Vagn Stefánsson er oddviti Framsóknarflokksins og formaður byggðaráðs.

Sveitarfélagið Skagafjörður semur við fyrirtæki sem tengist eiganda væntanlegs sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki, um að vera milliliður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu 21 í bænum. Fyrirtækið, Performa ehf., er skráð til heimilis í sama húsnæði og væntanlegur eigandi safnsins, Sýndarveruleiki ehf. Performa ehf. er eins konar yfirverktaki framkvæmdanna við sýndarveruleikasafnið en þær eiga að kosta 189 milljónir króna samkvæmt samningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem Stundin hefur undir höndum. 

Stundin greindi frá opnun sýndarveruleikasafnsins í mars en í því verður hægt að upplifa bardaga frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, meðal annars Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, í gegnum sýndarveruleikatækni. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur út í verulegan kostnað vegna verkefnisins sem verður að stærstu leyti í eigu fjárfesta sem enn liggur ekki fyrir hverjir verða. Aðkoma Skagafjarðar að opnun sýndarveruleikasafnsins er mjög umdeild í sveitarfélaginu og hefur verið tekist á um hana ítrekað á fundum innan sveitarstjórnarinnar. 

„Ég kem ekki að þessum samningi að ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra