Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvöfalt fleiri Íslendingar falla í sjálfsvígum en umferðarslysum

Brýnt er að bæta geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, stytta bið­tíma eft­ir sál­fræð­ing­um og styðja fólk sem hef­ur lent í áföll­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps sem skrif­aði að­gerðaráætl­un til að fækka sjálfs­víg­um á Ís­landi.

Tvöfalt fleiri Íslendingar falla í sjálfsvígum en umferðarslysum
Sjálfsvíg eru algengust meðal aldurshópsins 30-39 ára, samkvæmt skýrslu starfshóps. Mynd: Shutterstock

Dauðsföll af völdum sjálfsvíga hafa verið ríflega tvöfalt fleiri hér á landi en af völdum umferðarslysa. Tryggja þarf lágmarks biðtíma eftir sérfræðiþjónustu og stuðning við fólk sem hefur lent í erfiðum áföllum. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem unnið hefur tillögur að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og kynnt var heilbrigðisráðherra í gær.

„Um er að ræða umfangsmikinn lýðheilsuvanda sem hefur í för með sér mikinn tilfinningalegan skaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur auk efnahagslegs skaða fyrir samfélagið,“ segir í skýrslu starfshópsins. Starfshópurinn hafði það hlutverk að fara yfir gagnreyndar aðferðir til að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum ungmenna og velja leiðir til að innleiða hérlendis.

Í skýrslunni kemur fram að tíðni sjálfsvíga hér á landi sé lægst meðal unglinga en annars svipuð yfir öll fullorðinsárin. Því beindi starfshópurinn sjónum að æviskeiðinu í heild.  Á síðastliðnum áratug hafa flest sjálfsvíg, eða 22%, orðið í aldurshópnum 30-39 ára og svipaður fjöldi sjálfsvíga, um 16-17%, orðið í aldurshópunum 20-29 ára, 40-49 ára og 50-59 ára. 

Vinnustaðir þurfi að stuðla að geðheilbrigði

„Enda þótt sjálfsvíg geti átt sér stað í öllum fjölskyldum og í öllum þjóðfélagsstigum er áhætta meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu, t.d. lægra menntunarstig og minni tekjur, heldur en hjá öðrum hópum í samfélaginu,“ segir í skýrslunni. „Tækifæri til að rækta eigin styrkleika, finna þeim uppbyggilegan farveg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins eru einnig mikilvægir þættir í því að viðhalda góðri geðheilsu og lífsgæðum. Því skiptir miklu máli að allir íbúar á Íslandi hafi aðgengi að menntun og að félagslegar hindranir á borð við fötlun, aldurstakmarkanir, búsetu eða efnahag hindri ekki skólagöngu.“

Í skýrslunni er sérstaklega fjalla um mikilvægi góðs aðgengis að geðheilbrigðisþjónustu og nauðsyn þess að setja viðmið um hversu langur biðtími eftir þjónustu er ásættanlegur fyrir börn og fullorðna. Með sama hætti beri að tryggja að viðkomandi einstaklingur fái nauðsynlegan stuðning meðan á biðtíma stendur. 

Þá beinir starfshópurinn sjónum sínum að vinnustöðum og heilbrigðu starfsumhverfi. „Aðstæður á vinnustað geta ýmist stuðlað að aukinni vellíðan, jákvæðum félagstengslum og betri lífsgæðum eða verið uppspretta óhóflegs álags, togstreitu og vanlíðunar,“ segir í skýrslunni. „Brýnt er að stjórnendur jafnt sem starfsmenn séu meðvitaðir um hvaða þættir stuðla að geðheilbrigði á vinnustað ásamt því hvernig rétt sé að bregðast við geðrænum vanda meðal starfsmanna.“

Áhættuhópar þurfi aðstoð

Áföll í bernsku og erfið uppvaxtarskilyrði auka líkur fólks á geðrænum erfiðleikum á fullorðinsárum, að sögn starfshópsins. „Því er mikilvægt að vinna að því að skapa börnum og ungmennum heilbrigð uppvaxtarskilyrði og stuðla að því að þau verði ekki fyrir ofbeldi eða vanrækslu í uppvexti,“ segir í skýrslunni. „Með sama hætti er nauðsynlegt að tryggja börnum skilning og nauðsynlegan stuðning þegar þau verða fyrir áföllum í uppvexti sínum.“

Þá segir að fyrri sjálfsvígstilraunir séu áreiðanlegasti forspárþáttur sjálfsvíga. Því sé mikilvægt að fylgja eftir þeim sem gera tilraunir til sjálfsvíga og bjóða gagnreynda aðstoð. „Jafnframt er mikilvægt að beina sjónum sérstaklega að áhættuhópum, s.s. fólki með geð- og þroskaraskanir, karlmönnum, miðaldra konum með þunglyndi og/eða áfallasögu, fólki með fíknivanda, föngum, hælisleitendum, hinsegin ungmennum, aðstandendum þeirra sem framið hafa sjálfsvíg o.fl.“

Loks kemur fram að meiri líkur séu á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum meðal þeirra, sem hafa misst nákomna í sjálfsvígum, heldur en annarra hópa. Sjálfsvíg innan samfélags, s.s. skóla eða bæjarfélags, geti aukið líkur á því að fleiri stytti sér aldur.

Stjórnvöld viðhaldi núverandi stefnu í áfengi- og vímuefnamálum

„Misnotkun áfengis og annarra vímuefna hefur neikvæð áhrif á geðheilsu og eykur sjálfsvígshættu,“ segir í skýrslunni. „Slík neysla dregur úr dómgreind og hömlum sem eykur hættu á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum í rauntíma. Langvarandi neysla og fíkn hefur einnig neikvæð áhrif á lífsgæði, námsástundun, atvinnuþátttöku og fjölskyldutengsl, sem ýtir enn frekar undir vonleysi og sjálfsvígshættu. Þá er þekkt að neysla vímuefna, svo sem kannabis geti ýtt undir einkenni geðrofasjúkdóma. Því er brýnt að íslensk stjórnvöld haldi sig við ábyrga stefnu á sviði áfengis, kannabis og annarra vímuefna m.a. með takmörkun á aðgengi og banni við markaðssetningu á áfengi.“

Starfshópurinn segir fjölda rannsókna sýna orsakasamhengi á milli áfalla, einkum áfalla í æsku og fíknivanda. Um 30-50% þeirra sem eigi við vanda vegna notkunar áfengis eða annarra vímuefna að stríða greinist einnig með áfallastreituröskun.

„Norðmenn hafa m.a. náð góðum árangri við að fækka sjálfsvígum með því að girða af brýr og há mannvirki,“ segir í skýrslunni. „Hér á landi eru algengustu aðferðir til sjálfsvíga, henging, ofskammtur lyfja og notkun skotvopna og því sérstaklega mikilvægt að beina sjónum að viðeigandi þáttum í því samhengi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
5
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
10
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár