Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Barnaníðsmál prests gert upp með sáttafundi á skrifstofu biskups

Þjóð­kirkj­an þver­brýt­ur ít­rek­að eig­in vinnu­regl­ur við með­ferð kyn­ferð­is­brota­mála. Úr­skurð­ar­nefnd þjóð­kirkj­unn­ar hef­ur gagn­rýnt bisk­up fyr­ir að­komu að með­ferð kyn­ferð­is­brota­mála. Rúm­lega 60 ára gam­alt barn­aníðs­brot prests hefði átt að fara til úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar en bisk­up tók mál­ið að sér og mál­ið varð aldrei op­in­bert.

Barnaníðsmál prests gert upp með sáttafundi á skrifstofu biskups
Ítrekuð brot á vinnureglum Biskup Íslands hefur ítrekað brotið vinnureglur þjóðkirkjunnar við meðferð kynferðisbrotamála sem koma inn til fagráðs þjóðkirkjunnar. Biskup hefur tekið mál yfir sem ættu að fara til óháðrar nefndar sem lögfræðingur stýrir. Mynd: Omar Oskarsson

Árið 2015 var haldinn sáttafundur á skrifstofu biskups Íslands, Agnesar Sigurðardóttur, þar sem aldraður prestur bað konu fyrirgefningar á því að hafa ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 10 og 11 ára gömul. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Fundurinn var haldinn í votta viðurvist og voru synir konunnar viðstaddir, sem og tveir aðrir ættingjar auk biskups og  starfsmanna þjóðkirkjunnar. Presturinn er á níræðisaldri og konan er 10 árum yngri. Þessi meðferð málsins er skýrt brot á starfsreglum þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála og hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnt Agnesi biskup fyrir slíka aðkomu að kynferðisbrotamálum annars prests.

Málið hefur oftsinnis verið tilkynnt til þjóðkirkjunnar af ýmsum aðilum í gegnum árin, meðal annars í biskupstíð Ólafs Skúlasonar og Karls Sigurbjörnssonar, en kirkjan hefur í gegnum árin aldrei aðhafst neitt í málinu svo vitað sé. Nöfn prestsins og konunnar verða ekki nefnd að sinni þar sem konan vill ekki ræða málið opinberlega. 

Maðurinn sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu