Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram

„Aug­ljóst að hon­um rann þessi öm­ur­lega fram­koma til rifja,“ seg­ir fað­ir máls­að­ila. Móð­ir­in vildi ekki að dæt­ur sín­ar mættu á sam­veru­stund með dauð­vona ömmu sinni í ljósi þess að fað­ir­inn ætl­aði að vera við­stadd­ur, en skömmu áð­ur hafði barna­vernd Hafn­ar­fjarð­ar vís­að máli föð­ur­ins og stúlkn­anna til Barna­húss og lög­reglu.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram
Faðir málsaðilans er prestur og hefur titlað sig sem slíkur í fréttatilkynningu sem hann sendi út í gær vegna umfjöllunar Stundarinnar. Hann skrifaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni og segir Braga hafa séð aumur á fjölskyldunni þegar móðirin sýndi „óbilgjarna framkomu“.

Faðir málsaðila í barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði ítarlega um á föstudag ritaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af einstökum málum komust í hámæli í nóvember 2017.

Afinn bauð Braga að notfæra sér yfirlýsinguna og óskaði síðar sjálfur eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra til að fara yfir málið. 

Eins og fram hefur komið í fréttum Stundarinnar skipti Bragi sér af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði og beitti barnaverndarstarfsmann þrýstingi í samráði við föðurafann og samkvæmt óskum hans. 

Gögn málsins sýna að í þrýstingi Braga fólst sú krafa að móðir stúlknanna myndi hætta að „hamla umgengni“ og leyfa bæði föður og dauðvona fjölskyldumeðlim að hitta dæturnar.

Á þeim tíma hafði barnavernd Hafnarfjarðar ráðlagt móðurinni að halda dætrum sínum í „öruggu skjóli“ frá föðurnum meðan meint kynferðisbrot væru til skoðunar, en vísbendingar um slíkt höfðu skömmu áður verið tilkynntar til lögreglu og Barnahúss. Tilvísunarbréfið – þar sem farið var fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar í ljósi sterkra vísbendinga um að faðirinn hefði beitt þær kynferðisofbeldi – lá óhreyft í pósthólfi Barnahúss í mánuð auk þess sem tölvukerfi Barnahúss bilaði á sama tíma að sögn Braga.

Í greinargerð sinni segir afinn að Bragi sæti ómaklegum árásum fyrir það eitt að hafa sýnt mannúð, veitt ráðgjöf og boðist til að hafa milligöngu í ljótu máli sem hafi einkennst af óbilgirni móður gagnvart föður og dauðvona fjölskyldumeðlim. Því fari fjarri að Bragi hafi beitt sér með óeðlilegum hætti.

Fram kemur að Braga hafi augljóslega runnið „ömurleg framkoma“ móðurinnar til rifja þegar móðirin hætti við að senda stúlkurnar á samverustund þann 28. desember 2016 þar sem lá fyrir að faðirinn yrði viðstaddur. Setti móðirin þau skilyrði að aðeins afinn og amman myndu hitta stúlkurnar og vísaði til ráðlegginga barnaverndarnefndar í ljósi nýframkominna vísbendinga.

Afinn telur að með þessari ráðgjöf til móðurinnar hafi barnaverndarnefndin farið út fyrir valdsvið sitt. Kvartaði faðirinn til Barnaverndarstofu, en gagnrýni föðurfjölskyldunnar lýtur meðal annars að því að barnaverndarnefndin hafi gefið málsaðila einhliða fyrirmæli, forðast að taka formlegar og rökstuddar stjórnvaldsákvarðanir og þannig ekki fylgt lögum og reglum við meðferð málsins. Barnavernd hafi farið offari til að þóknast móðurinni.

„Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinnar sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín,“ segir í greinargerð afans.

Því næst rekur hann atburðarásina 28. desember 2016. „Þegar við [...] mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði.“ 

Af gögnum málsins má sjá að lögfræðingur móðurinnar sendi lögmanni föðurins þau skilaboð kvöldið áður að umgengnin væri aðeins ætluð ömmunni og afanum, ekki föðurnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, og væri vegna veikinda ömmunnar. Það var ekki í samræmi við fyrri skilaboð sem föðurfjölskyldan hafði fengið og úr varð að amman hitti ekki barnabörnin. 

„Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við,“ skrifar föðurafinn.

Gögn málsins bera með sér að Bragi beitti sér fyrir því að bæði faðirinn og amman fengju að umgangast stúlkurnar, enda var það sameiginlegur skilningur hans og barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar að móðirin vildi ekki að stúlkurnar hittu föðurinn en afinn og amman vildu hitta barnabörnin með föðurnum.

„Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan.“

Eins og áður hefur komið fram hafði Bragi afskipti af málinu og hvatti til umgengni stúlknanna við föður sinn og ömmu án þess að hafa kynnt sér málið með ítarlegum hætti. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði hann meðal annars í samtali við Stundina þegar honum var boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í síðustu viku. 

„Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki
hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki“

Í umræðu undanfarinna daga, í kjölfar forsíðuumfjöllunar Stundarinnar, hefur verið kallað eftir því að allar hliðar málsins komi skýrt fram. Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, segist ætla að leggja fram upplýsingar sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun Stundarinnar um málið og í kjölfar hennar“.

Sýn föðurfjölskyldunnar:

Hér á eftir má sjá greinargerð föðurafans í heild, með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum, en hún varpar nokkru ljósi á afstöðu föðurfjölskyldunnar í því máli sem Stundin hefur fjallað ítarlega um:

Til þeirra sem málið getur varðað.

Sonur minn, […] hefur undanfarin ár nánast samfellt verið beittur umgengnistálmunum gagnvart […] af hendi barnsmóður hans eftir að þau slitu samvistum […]. Hefur móðirinn í því sambandi ítrekað ásakað hann um kynferðislega misnotkun á annarri dótturinni og hefur hann í tvígang sætt lögreglurannsókn vegna þeirra ásakanna sem í báðum tilvikum var felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós. Hefur þetta mál samfellt verið á borði barnaverndar Hafnarfjarðar og hafa einstakir starfsmenn hennar að margra mati ýmsum hætti farið út fyrir valdsvið sitt við meðhöndlun málsins og dregið það úr hömlum að taka þær stjórnvaldsákvarðanir sem þeim ber. Hefur það atriði málsins verið til skoðunar hjá Barnastofu, eftir að sonur minn bar fram formlega kvörtun og hefur það greinilega valdið sömu starfsmönnum barnaverndarinnar óþægindum og pirringi, enda hafa þeir neyðst til að draga orð sín og gjörðir til baka og hafa jafnvel á seinni stigum fullyrt að hafa ekki sagt hluti sem við höfum þó beinar sannanir fyrir. Niðurstaða Barnaverndarstofu í þessu kvörtunarmáli mun senn liggja fyrir og virðist vekja einhvern ugg hjá barnaverndinni, enda hafði starfsmaður barnaverndar við upphaf málsins fengið þá ábendingu frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að hvetja móðurina til að beita umgengnistálmunum og tilkynna eiginkonu minni í símtali um þá ákvörðun. Til sönnunar um þessa framkomu starfsmannsins höfum við bæði vitni og tölvupósta, en svo brá við strax eftir kvörtun […], að starfsmaðurinn reyndi að draga í land og burtskýra framkomu sína og jafnvel neita fyrri ummælum. 

Nú virðast þau svo einnig hafa séð sér þann leik á borði að ráðast að Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, og sakað hann um óeðlileg afskipti af þessu máli. Þykir mér þar mjög hallað réttu máli og finn mig því knúinn til að upplýsa um eftirfarandi. Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinna sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín. Þegar leitað var liðsinnis barnaverndarinnar um að liðka fyrir slíkri umgengi fengum við ítreka þau kaldranalegu svör að okkur kæmi málið ekki við þar sem við, amman og afinn, værum ekki málsaðilar. 

Þó tókst með milligöngu lögfræðinga að koma á því samkomulagi að við ásamt syni okkar fengjum að hitta stúlkurnar undir eftirliti fulltrúa barnaverndarinnar í […]. Þegar við hinsvegar mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði, en hún lést […]. Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við! 

Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan. Önnur afskipti að þessu máli hefur hann ekki haft og í engu komið að efnislegri meðhöndlun barnaverndarinna á máli hennar gegn syni mínum. Ásakanir þær sem birst hafa í fjölmiðlum um annað eru því með öllu ósannar og að mínu mati algjörlega ósæmilegar, og virðast helst stafa af því að barnaverndinni standi einhver ógn af niðurstöðu þeirra rannsóknar, sem Barnastofa, sem eftirlitsaðili með vinnubrögðum barnaverndarinnar, hefur, eins og lög segja til um, stofnað til eftir formlega kvörtun sonar míns á málsmeðferðinni allri.

Það skal tekið fram að s.l. sumar lagði sýslumaður með úrskurði dagsektir á móðurina vegna greinilegra og alvarlegra umgengnistálmanna og féllst þar með í einu og öllu á kvartanir sonar míns og breytir þar engu um þótt dómsmálaráðuneytið hafi nýlega fellt þann úrskurð niður á grundvelli þess að málið sé nú á ný komið í sáttameðferð hjá sýslumanni. Í ljósi þess hvernig þetta mál hefur þróast tel ég mikilvægt að þessar athugasemdir mínar komi fram til þeirra aðila sem um þetta mál fjalla.

Reykjavík, 4. desember 2017,
[...]

Í gær birti Stundin, líkt og fleiri fjölmiðlar, fréttatilkynningu frá afanum þar sem hans hlið kom einnig skýrt fram.

Sýn Braga:

Frásögn afans er að mestu í samræmi við lýsingu Braga Guðbrandssonar á afskiptum sínum af störfum barnaverndarnefndarinnar. Þegar Stundin ræddi við hann á fimmtudag dró hann málsatvik, eins og þau horfa við honum, saman með eftirfarandi hætti:

„Málið var þannig vaxið að aðili mjög náinn barni sem deilt var um umgengni við hafði óskað eftir því að fá að umgangast barnið um jólin 2016. Aðilinn var dauðvona og var kvartað undan því að barnavernd Hafnarfjarðar hefði beitt sér gegn því að hann fengi að hitta barnið. Það er náttúrlega andstætt lögum ef barnaverndarnefnd eða starfsmenn gera það. Við hjá Barnaverndarstofu höfum auðvitað eftirlitsskyldu með barnaverndarnefndum og þá er viðtekin venja að taka upp tólið til að kynna sér hvort ráðstafanir eru réttmætar. Í því samtali sem ég átti við barnaverndarstarfsmann var varpað ljósi á málið og þær upplýsingar sem ég fékk voru þess efnis  að barnaverndarnefndin hafði ekki hlutast neitt til um að hindra þessi samskipti. Mín aðkoma að þessu máli var fólgin í því að upplýsa aðilann sem hafði kvartað um hver svör barnverndarnefndarinnar voru. Sá aðili sætti sig ekki við þau svör og ég leiðbeindi honum um hvernig bæri að koma formlegri kvörtun til Barnaverndarstofu. Ég gerði það í tölvupósti og útskýrði hvernig best væri að standa að slíkri kvörtun til Barnaverndarstofu en vakti einnig athygli á því að sjálf umgengnisdeilan heyrði undir sýslumann. Þar með var mínum afskiptum af þessu máli, hvað þennan aðila snertir, lokið.“

Hér má sjá ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið, en gögn þess eru ekki að fullu í samræmi við frásögn Braga Guðbrandssonar þótt hann hafi sjálfur staðfest ýmis meginatriði sem fram koma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
6
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár