Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir króna vegna byggingar höfuðstöðva WOW air og hótels á tveimur lóðum í bænum árið 2016. Um er að ræða lán vegna 90 prósent lóðagjalda út af lóðunum tveimur í Vesturvör þar sem WOW air mun byggja hótel. Lánin byggja á reglum hjá Kópavogsbæ sem kveða á um að einstaklingar og fyrirtæki sem fá úthlutað lóð geti tekið slík lán fyrir allt að 90 prósentum af lóðagjöldunum. Félagið sem byggir fasteignina heitir TF Kóp ehf. og er dótturfélag móðurfélags WOW air, fjárfestingarfélagsins Títan.
Í svari frá Kópavogsbæ um málið segir: „Öllum sem fá úthlutað lóð í Kópavogi, einkaaðilum og fyrirtækjum, stendur til boða að fá allt að 90% lán fyrir lóðagjöldum. Með skuldabréfi á 1. veðrétti á lóð. Skuldabréfið er til allt að átta ára, með vísitölu neysluverðs, fasta 5% vexti og er uppgreiðanlegt á lánstímanum. Þegar aðilar fá
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir