Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Sveinn Atli Gunnarsson og Begga Rist

Svindlkeppni eða samkeppni?

Sveinn Atli Gunnarsson og Begga Rist, eigendur hestaleigunnar Íslenska Hestsins, skrifa um félagsleg undirboð hjá hestaleigufyrirtækjum og hvetja til aðgerða.

Sveinn Atli Gunnarsson og Begga Rist, eigendur hestaleigunnar Íslenska Hestsins, skrifa um félagsleg undirboð hjá hestaleigufyrirtækjum og hvetja til aðgerða.

Svindlkeppni eða samkeppni?
Hestaferðir Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.  Mynd: Shutterstock

Þegar vinnuveitandi brýtur lög með því að greiða engin eða mjög lág laun kallast það félagsleg undirboð og hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið í heild. En margir líta samt á það sem sjálfsagðan hlut að geta fengið ódýran útreiðatúr með erlendum starfskrafti sem vinnur hér á landi til skamms tíma hjá hestaleigu sem starfar í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðamannaiðnaðinum. Ef maður spyrði (og fengi heiðarleg svör) þá kæmi væntanlega í ljós að viðkomandi væri án launa eða fengi vasapening meðan á dvölinni stendur og viðkomandi er því í raun ferðamaður. Þetta gerir viðkomandi í skiptum fyrir möguleika á að stunda hestamennsku hér á landi sem er draumur margra, sérstaklega ungra stúlkna. Vandinn er sá að viðkomandi fær ekki umsamin laun í landinu eins og kjarasamningar gera ráð fyrir og starfar hjá fyrirtæki sem er í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði. Þegar starfskraftur sættir sig við svona tilhögun, vegna þess að viðkomandi fær að upplifa einhvers konar ævintýri á Íslandi, þá gæti einhver haldið að um væri að ræða stöðu þar sem allir vinna. En skoðum þetta aðeins nánar. 

Hverjir græða? 

Sveinn Atli Gunnarsson og Begga Rist, höfundar greinarinnar, eru eigendur hestaleigunnar Íslenska Hestsins.

Hjá hestaleigum er í langflestum tilfellum um að ræða stúlkur. Þær geta vissulega fengið að upplifa ævintýri á Íslandi, en það er ýmis áhætta því tengd, hvað gerist til dæmis við slys eða ósætti vegna vinnutilhögunar? Er stúlkan tryggð við slys vegna vinnu sem hún hefur enga samninga um? Getur hún leitað réttar síns vegna aðbúnaðar eða annars óréttar í starfi? Hún er ekki hér á landi á kennitölu og er ekki með ráðningarsamning hjá fyrirtækinu. Hún er nánast eins og ferðamaður og getur því veigrað sér við að taka þannig mál upp. Það er kannski einfaldast fyrir hana að yfirgefa bara svæðið ef eitthvað bjátar á. Þannig að hún græðir ekki. Vissulega getur hún upplifað landið og skemmt sér í leiðinni ef við gefum okkur að allt gangi að óskum. En við skulum ekki gleyma því að ef allt væri með feldu fengi hún laun fyrir störf sín en fengi jafnframt að njóta sömu upplifunar, kynnast hestinum, landinu og nyti mannréttinda. Hún hefði hag af því að farið væri að lögum.

Eigandi fyrirtækisins er í raun sá eini sem græðir á félagslegum undirboðum. Hann getur sparað hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði í laun og launatengd gjöld sem aldrei rata í bókhaldið fyrir hvern og einn „starfsmann“ sem er hér á landi á svona forsendum. Þetta getur hlaupið á tugum milljóna á ári. Fyrirtækið er sem sagt rekið með svindli og á grundvelli þess að eigandi þess misnotar aðstöðu sína. Svindlið rennir stoðum undir tilvist og afkomu fyrirtækisins og heldur því í rekstri. Fyrirtækið getur boðið upp á miklu fleiri tegundir þjónustu en samkeppnisaðilar með því að nýta sér mjög ódýrt og ólöglegt vinnuafl. Laun og launatengd gjöld eru einn stærsti kostnaðarliður flestra fyrirtækja og ef hægt er að sleppa við stóran hluta af slíkum kostnaði úr bókhaldinu á ársgrundvelli þá er það klárlega kostur fyrir fyrirtækið og ekki síst eigandann persónulega. Til að greiða vasapening til stúlknanna (ef hann er til staðar) þá þarf eigandinn vissulega að nálgast reiðufé á einhvern hátt og er nánast óhætt að fullyrða að það er ekki tekið beint út úr hefðbundnum rekstri. Fara þarf í bókhaldskúnstir sem ekki þola dagsins ljós til að redda því.

Ein af ástæðunum fyrir því að fólki finnst svona í lagi er sú að stúlkurnar kvarta sjaldnast, enda ekki um hinn venjulega launamann að ræða, og í raun eru þær margar hverjar ekki háðar því að fá laun. Sumar hverjar líta á þetta sem frí þar sem þær fá tækifæri til að upplifa íslenska hestinn í sínu umhverfi. Þær eru einfaldlega ferðamenn sem „vinna“ í ferðamennsku við að taka á móti ferðamönnum og kynna Ísland og hestinn fyrir ferðamönnum. Finnst fólki virkilega í lagi að svona háttsemi fái að grafa undan kjarabaráttu Íslendinga, þar sem einstök fyrirtæki fá að bjóða upp á félagsleg undirboð sem ekki eru lögleg á Íslandi, með tilheyrandi skattalagabrotum?

Hverjir tapa?

Það berast ekki greiðslur vegna starfsfólksins í lífeyrissjóði og verkalýðsfélög, sem vissulega er einn af hornsteinum íslenskrar kjarabaráttu í gegnum tíðina og ætti að vera óskertur réttur launafólks. Skatturinn fær ekki sinn hlut sem bitnar á tekjum ríkisins og samfélagsins í heild. Heilbrigðisþjónusta, samgöngur, þjónusta við öryrkja og eldri borgara, svo dæmi séu nefnd, kostar peninga og er fjármögnuð með sameiginlegum skatttekjum samfélagsins. Samfélagið í heild tapar því á félagslegum undirboðum. Loks eru það samkeppnisaðilarnir, þau fyrir sem fara að lögum og reglum, sem tapa á félagslegu undirboðunum. Það hallar á þá sem greiða laun og launatengd gjöld samkvæmt þeim reglum sem gilda í landinu. Þessi fyrirtæki tapa á því að fara að lögum þar sem þau eru vart samkeppnishæf á svindlmarkaði. 

Hvað ef?

Það má finna fleiri dæmi um atvinnugreinar (sérstaklega í ferðaþjónustunni) sem bjóða upp á svipað, en kannski er nærtækt að taka dæmi um allt aðra starfsemi. Gefum okkur að tískuvöruverslanir í landinu gætu notað sér einlægan áhuga erlendra stúlkna til að vinna í tískuvöruverslunum á Íslandi og myndu bjóða þau kjör sem margar hestaleigur bjóða upp á. Hvaða áhrif hefði það? Fyrir utan að þjónustan í verslununum gæti orðið tilviljanakennd þar sem viðkomandi stoppar bara í stuttan tíma í senn og nær vart að læra vel á starfið, þá er margt annað sem hægt er að nefna. Þær verslanir sem veldu að fara að lögum myndu fljótt finna fyrir því að grafið væri undan samkeppnisgrundvelli þeirra og sumar myndu jafnvel hætta rekstri. Samkeppni breytist í svindlkeppni þar sem mesti svindlarinn sigrar. Launakjör almennra starfsmanna sem hefðu áhuga á að vinna í tískuvöruverslunum yrðu fótum troðin, enda erfitt að keppa við ódýrt vinnuafl til lengri tíma. Slíkt gæti haft áhrif á aðra launaþróun, þar sem meira að segja þeir sem vildu fara að reglum myndu veigra sér við að bjóða laun yfir lægstu töxtum eða myndu í versta falli hætta að fara að reglum í umhverfi þar sem að aðrir kæmust hvort sem er upp með svindlið. Verkalýðsfélög tískuvöruverslunarmanna myndu til lengri tíma missa slagkraftinn til að standa í kjarabaráttu þar sem fáir yrðu eftir. Auðvitað er þetta öfgakennt dæmi, en kannski ekki svo galið heldur. Svo virðist nefnilega sem meirihluti hestaleiga bjóði upp á félagsleg undirboð og þau kjör sem því fylgja til „starfsmanna“ sinna. Þetta þýðir að fólk sem menntar sig í hesta- og/eða ferðamennsku (sem t.d. er kennt í Háskólanum á Hólum) verður að þola samkeppni við ólöglegt og ódýrt vinnuafl að námi loknu, tapar þannig á því og fær ekki vinnu við hæfi vegna undirboða sem það getur ekki tekið þátt í. 

Ábyrgð, eftirlit, afleiðingar

Eftirlitsaðilar eiga að geta tekið á þessum málum, skattayfirvöld (sem hafa ríkustu lagaheimildirnar), verkalýðs- og stéttarfélög ásamt ýmsum fleiri aðilum og stofnunum. Það getur vissulega verið erfitt fyrir eftirlitsaðila að átta sig á því hversu marga starfsmenn þarf til að reka hestaleigu, en þá þarf einfaldlega að ráðast í þá rannsóknarvinnu. Það eru líka til ýmiss konar þumalfingursreglur um hversu hátt hlutfall launa miðað við tekjur er í eðlilegum rekstri í öðrum greinum. Kannski er hægt að bera það saman og verða einhvers vísari. Þegar laun og launatengd gjöld eru komin undir ákveðna prósentu (t.d. 30%-40%) af tekjum þá er örugglega kominn tími til að skoða málið nánar. Það er til að mynda vandséð að hægt sé að bjóða upp á 5 til 10 mismunandi gerðir reiðtúra á hverjum degi, nánast alla daga ársins, með aðeins fimm ársverk (sem dæmi eru um). Það þarf að vera samræmi milli fjölda ársverka sem tilgreindur er í ársreikningi og þeirrar þjónustu sem boðið er upp á á ársgrundvelli. 

Það þarf að vera hvatning fyrir þá sem vilja fara að lögum og reglum. Við ættum ekki að þurfa að búa við kerfi þar sem svindl er eina leiðin til að reka fyrirtæki í ákveðnum greinum. Það er óréttlátt og algjörlega óásættanlegt fyrir samfélagið allt. Svindlið þarf að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir svindlarana.

Hvað með þín laun?

Eru félagsleg undirboð eitthvað sem við viljum? Ef við sem samfélag gefum ákveðnum atvinnugreinum þann möguleika að svindla með launakjör starfsmanna sinna, hvernig vitum við þá hvar mörkin liggja? Hvenær kemur að þinni starfsstétt? Hvenær verður í lagi að ráða fólk með félagslegum undirboðum á þinn vinnustað, t.d. á skrifstofuna, lagerinn, verslunina eða verksmiðjuna? Hvenær fer svindl í atvinnustarfsemi að hafa áhrif á þín launakjör? Hvenær verður samkeppni að svindlkeppni?

Kannski er gott fyrir hvern og einn að hugsa aðeins um þetta áður en við gefum okkur að það sé í lagi að sveitungar okkar, vinir og/eða ættingjar noti félagsleg undirboð í sinni atvinnustarfsemi. Þetta er kannski ágæt hugvekja fyrir alla, enda margir sem þekkja til svona starfsemi án þess að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar og áhrif svona hefur. Ekki segja ekki neitt, láttu vita að þetta sé ekki í lagi. Breytum viðhorfum til undirboða, í öllum atvinnugreinum. Okkar sameiginlega samfélagsábyrgð skiptir máli og við verðum öll að láta í okkur heyra. Vöndum okkur, alltaf.

Höfundar eru eigendur hestaleigunnar Íslenska hestsins. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·
Örorka í jafnréttisparadís

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Örorka í jafnréttisparadís

·