Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
3

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
5

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
6

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
7

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Varaformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, gagnrýnir Brynjar Níelsson harðlega vegna ummæla um skýrslu GRECO. Brynjar sagður verja valdakerfi sem hann sé sjálfur hluti af.

Gagnrýni Brynjars án rökstuðnings Varformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, ekki setja fram nein rök til að styðja við gagnrýni sína á skýrslu GRECO.  Mynd: Pressphotos.biz
freyr@stundin.is

Gagnrýni Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á nýlega skýrslu GRECO, nefndar Evrópuráðsins gegn spillingu, er ófagleg, til þess fallin að afvegaleiða umræðu og ekki studd neinum rökum. Þetta er mat Hallgríms Óskarssonar, varaformanns Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Hallgrímur segir að andstaða Brynjars við tillögur GRECO til umbóta verði að skoðast í ljósi þess að þar sé sett fram gagnrýni á kerfi sem Brynjar sé hluti af.

GRECO birti nýlega skýrslu um úttekt á spillingarvörnum Íslands á vettvangi æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og löggæslu. Í skýrslunni var að finna 18 formlegar ábendingar til stjórnvalda til úrbóta, meðal annars var bent á að lögreglan væri of berskjölduð fyrir pólitískum afskiptum. Var nefnt að tengsl lögreglu við einn stjórnmálaflokk væru óeðlilega mikil. Ekki þarf að velkjast í vafa um að þar var verið að vísa til Sjálfstæðisflokksins.

Sagði nefndina pólitíska

Í viðtali við Stundina í síðustu viku sagði Brynjar GRECO ekki hlutlausa eða faglega skipaða nefnd. Hún væri þvert á móti pólitískt skipuð. Þar í ofanálag gagnrýndi Brynjar vinnulag nefndarinnar, það virkaði á hann eins og vinna við skýrsluna færi þannig fram að verið væri að taka spjall við hinn og þennan um skoðun viðkomandi á ástandinu á Íslandi. Brynjar útilokaði svo sem ekki að slíkum vinnubrögðum, sem hann taldi að væru með þessum hætti af hálfu nefndarinnar, væri hægt að komast að réttri niðurstöðu. „Ég tel samt ekki að svo sé og ég held að menn séu að taka of mikið upp í sig til að geta staðið undir því.“ Hvað varðaði tengsl Sjálfstæðisflokksins við lögreglu svaraði Brynjar því til að það væri bara eitthvað „píp“.

Tillögum GRECO víðast vel tekið

Hallgrímur ÓskarssonVaraformaður Gagnsæis segir Brynjar Níelsson afvegaleiða umræðu um spillingu inn á ómálefnanlegar brautir. „Það kann að þjóna hagsmunum einhverra, en alls ekki hagsmunum almennings.“

Hallgímur segir það sérdeilis ófaglegt hjá Brynjari að lýsa yfir vantrausti á GRECO bara sökum þess að hann sé ósammála niðurstöðum skýrslu nefndarinnar. Með því sé hann aukinheldur mögulega að lýsa því yfir að aðrar nefndir á vegum Evrópuráðsins séu ófaglegar því valið sé í þær flestar með svipuðu lagi og í nefnd GRECO.

Í GRECO sé valið fólk, segir Hallgrímur, sem hafi faglegan bakgrunn bæði úr stjórnsýslu eða spillingartengdum málum. „Þetta er fólk sem hefur unnið á vegum Evrópuráðs, bæði í stofnunum og í tengslum við Evrópuþingið, en einnig fólk sem tilnefnt er á vegum borgarasamtaka og fólks sem starfar að því að uppræta spillingu í helstu löndum Evrópu. Mikið af lykilfólki í nefndum GRECO kemur einnig úr hinu akademíska umhverfi, starfar sem fræðifólk í háskólum víða um Evrópu. Fólkið sem vinnur á vegum GRECO er því valið út frá fjölþættri reynslu og tilnefnt af mörgum aðilum sem láta sig spillingarmál varða. Það er einmitt andstæða þess að vera pólitískt valinn.“

Umræða í löndum þar sem GRECO hefur sett fram tillögur til úrbóta hefur langoftast verið mjög jákvæð að sögn Hallgríms og stjórnvöld tekið vel í tillögur nefndarinnar til úrbóta í þá átt að sporna við spillingu. „Enda er slíkt einkenni þess að valdhafar hafi áhuga á að vinna fyrir hönd almennings en ekki til að vernda fyrirfram það kerfi sem stjórnsýslan byggir á. Það er hins vegar skiljanlegt að Brynjar sé á móti tillögum GRECO því tillögurnar gagnrýna kerfi sem Brynjar er hluti af. GRECO vill meðal annars minnka hagsmunaárekstra hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og gera siðareglur ítarlegri. Það má því skilja gagnrýni Brynjars sem svo að hann sé fyrst og fremst að lýsa því yfir að hann sé á móti slíku. Einnig virðist Brynjar ekki vera sáttur við að settar verði skýrari reglur um gjafir og önnur fríðindi fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds og að hagsmunaskráning sömu aðila verði bætt því það er annað sem GRECO vill benda á í skýrslu sinni.“

Þynnir út umræðuna

Hallgrímur segir það einnig augljóst þegar gagnrýni Brynjars sé skoðuð að hann nefni ekkert máli sínu til stuðnings, aðeins að honum sjálfum þyki lítt til tillagna GRECO koma. „Yfirlýsingar Brynjars eru því ekki svaraverðar og er þeim því algerlega vísað á bug. GRECO er fagleg nefnd fræðifólks og fólks með reynslu af því að skoða spillingarmál og spillingarhvata og starfar GRECO í öllum löndum náið með mörgum þekkingaraðilum sem hafa skoðanir á stöðu spillingarmála í hverju landi fyrir sig. Á Íslandi hitti nefnd GRECO mjög marga sem að máli koma, bæði úr frjálsum félagasamtökum, úr stjórnsýslu og menntakerfinu og svo einnig marga sem tengjast hinu pólitíska kerfi. 

Það er ekki gott fyrir neitt land þegar þingmenn, kjörnir af almenningi, svara ábendingum um að bæta ástandið með því að afvegaleiða umræðuna inn á ómálefnanlegar brautir. Slíkt gerir lönd veikari og umræðu útþynntari. Það kann að þjóna hagsmunum einhverra, en alls ekki hagsmunum almennings.“

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
3

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
5

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
6

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Nýtt á Stundinni

Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·
Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

Guðmundur Guðmundsson

Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·