Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent heilbrigðisstofnunum erindi um að sinna áfram heimaþjónustu. Ekki útskýrt hvernig þá má gerast, nú þegar ljósmæður hafa lagt niður störf.

Ljósmæður leggja niður störf Allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu á landinu lögðu í dag niður störf vegna þess að ekki hefur verið gerður við þær nýr samningur um þjónustuna. Mynd: Shutterstock

Ekki er rétt að fyrir liggi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæður hafa haldið því fram að slíkur samningur sé fyrirliggjandi í velferðarráðuneytinu og bíða einungis undirritunar ráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu mun það hins vegar ekki vera svo.

Allar ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu á landinu, 95 talsins, lögðu niður störf frá og með deginum í dag. Ástæðan er óánægja með að ekki hafi verið gerður við þær nýr rammasamningur en þær hafa verið samningslausar frá því í febrúar. Að sögn ljósmæðra sem rætt hefur verið við í fjölmiðlum um helgina og í morgun var gerður samningur við Sjúkratryggingar Íslands um starfsemina fyrir páska og telja ljósmæður að einungis sé eftir að staðfesta hann í ráðuneytinu.

Segja aðeins um minnisblað að ræða

Þessu er hins vegar hafnað í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Hið rétta sé að 23. mars sl. hafi Sjúkratryggingar Íslands komið á framfæri minnisblaði til ráðuneytisins með tillögu á breytingum á þeim rammasamningi sem starfað hafi verið eftir til þessa. Í samtali við Stundina staðfesti Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, þennan skilning ráðuneytisins. „Tillögurnar sem  um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Leitað var umsagnar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum við tillögunum. Umsögn Sjúkrahússins á Akureyri mun hafa borist fyrir nokkru en Landspítalinn sendi inn sína afstöðu í morgun. Er það mat beggja aðila að breytingarnar sem lagt er til að gerðar verði á samningnum séu óæskilegar, leiði til lakari þjónustu og auki kostnað. Þá geti lengri spítalavist aukið hættuna á spítalasýkingum bæði fyrir móður og barn.  
„Heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari umgjörð en felst í þeim rammasamningi sem starfað hefur verið eftir hingað til. Þótt afsögn ljósmæðra af rammasamningi snerti nýbakaðar mæður óhjákvæmilega munu þær engu að síður njóta allrar þjónustu sem þörf er fyrir,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Velferðarráðuneytið mun funda í dag með Sjúkratryggingum Íslands um málið. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sent erindi til allra heilbrigðisstofnanna um að þær veiti áfram þá þjónustu sem verið hefur, þar til framhaldið liggur fyrir. Hvernig á að gera það, í ljósi þess að ljósmæður hafa lagt niður störf, kemur ekki fram.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup