Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
3

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
5

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
6

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
7

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Umræðustíllinn svei-attan og fussum-fey

Greina má að áberandi umræðustíll í landinu einkennist af því að láta andstæðinginn fá það óþvegið. Þetta má kalla tilbrigði við ofbeldi. Hvers vegna viðgengst kúgun í umræðu og hvað er til ráða?

ritstjorn@stundin.is

Af einhverjum ástæðum, sennilega uppeldislegum, felst sterk hefð í opinberri umræðu í því að hrakyrða þann aðila sem sjónum er beint að, hvort sem um er að ræða hópa eða einstaklinga eða þá stofnanir, fyrirtæki, landshluta eða aðrar þjóðir.

Ekki er hægt að merkja lifandi áhuga á að flokka umræðu eftir efnisflokkum eða tegundum raka til að komast til botns í málunum. Ekki er heldur vel hægt að greina tiltrú á að gild rök geti notið virðingar, fremur má sjá trú á að ofbeldi í umræðu sé vænlegt til vinnings. Menn láta gjarnan ófriðlega og þung högg falla.

Svo virðist sem aðilar séu alls ekki að tala saman heldur hafi meiri áhuga á að skamma hver annan sem mest, hæðast að og grafa undan. Sleggjudómar njóta sérstakrar hylli í umræðunni í stað þess að hlusta og finna málamiðlun. Kannski mætti kalla þennan stíl: svei attan og fussum fey.

Er gott að æpa á fólk?

Mælskulist, hræðsluáróður og þrjóska eru háttskrifuð þrenna en gagnrýnin hugsun minna metin í umræðu eða úrvinnsla gagna. Þetta hefur auðvitað lengi verið vitað en vonir stóðu alltaf til að þetta gæti breyst með tíð og tíma.

Það er mannleg skylda og aðdáunarvert að leggja sig í framkróka við að öðlast réttar skoðanir og leita að góðum og gildum rökum fyrir þeim. Það er aftur á móti meira en ósiður að þylja yfir hausamótunum á öðrum eða hella sér yfir þá til að hrekja í burtu. Það er alls ekki skylda að sannfæra aðra eða sigra í umræðu – eins og ætla mætti af umræðustílnum. Það er ekki nauðsynlegt að eiga síðasta orðið, það líkist kúgun og útilokun.

Ofbeldið í umræðunni viðgengst of léttilega, því er að minnsta kosti ekki úthýst í fjölmiðlum né heldur á Alþingi“ 

Hversu margir veigra sér við að taka þátt í umræðu af þessu tagi? Sennilega tapast mörg sjónarmið vegna þess að of margir hætta við að taka til máls innan um umræðuböðlana. Hvert svar kostar nýja árás.

Ofbeldið í umræðunni viðgengst of léttilega, því er að minnsta kosti ekki úthýst í fjölmiðlum né heldur á Alþingi eða samfélagsmiðlum. Einn veitir ádrepu. Honum er svarað fullum hálsi en hann hlustar ekki og segir skoðun sína bara aftur og nú með því að æpa.

Hvernig má breyta umræðustílnum?

Of margir virðast spana áfram af þrjósku og fordómum og slá gjarnan vandarhöggin. Of fáir nenna að bíða eftir niðurstöðu eða sönnunargögnum úr vel ígrundaðri umhugsun. En gildar skoðanir þarfnast óhjákvæmilega rökræðu og aðferðin til að öðlast bærilega réttar skoðanir er að beita gagnrýninni hugsun. Það er ekki farsælt að taka ákvarðanir byggðar á kúgun og hótunum. Þýðingarmikil skoðun þarf alltaf að standast prófin.

Það er jafn niðurdrepandi að fella sleggjudóma og það er gefandi að skiptast á fullgildum skoðunum við aðra. Hægt er að grafa undan skoðunum annarra til dæmis með því að setja þær í háskalegt samhengi og tengja við persónur við annarleg sjónarmið.

Það er alrangt að afgreiða mál með því að ausa óhróðri yfir aðra og gefa þeim ekki færi á að svara eða hrekja þá burtu með taumlausum lygum. Samt verðum við reglulega vitni að því og stundum þurrkast út greinarmunur á fréttastíl og þessum hættulega umræðustíl.

Aðrar og mildari aðferðir

Vonandi eru flestallir orðnir dauðleiðir á þessum tiltekna íslenska Svei-attan-umræðustíl og verkefnið fram undan augljóst. Hætta þarf ákveðnum þáttum eða forðast þá, eins og skammir, ávítur, að taka einhvern til bæna, hella sér yfir, segja öðrum til siðanna, ausa úr sér hrakyrðum, sneypa aðra og ráðast á þá persónulega – eins og tíðkast, eins og leyfist.

Átakamenningin í íslenskri umræðu virkar skjótt og auðveldlega eins og refsing og það eru sterkar líkur á því að margir forði sér af vettvangi. Þessi stíll flokkast ótvírætt undir ofbeldi sem beina mætti sjónum að og uppræta.

Aðrar og mildari aðferðir í íslenskri menningu hafa þó víða leyst ósvífnina og hörkuna af hólmi eins og í uppeldi barna, í skólum, á vinnustöðum og samskipti almennt orðið vinsamlegri en áður.

Stundum er þó fullyrt á Íslandi að enginn fái neitt nema með frekju og skömmum, öskri og ólátum. Enginn nenni að hlusta á hófsamar röksemdir. Málið sé að berja í borðið og hafa hátt til að ná athygli. Hófsemd í umræðu er jafnvel kölluð ragmennska. Hinn ósvífni fær svo bæði athyglina og hrósið.

Við gætum líka lært að gera kröfur og knúið á um gild rök og gögn, hafnað upphrópunum og æft okkur í því að hlusta“

Almenningur eða fólk, hlustendur, lesendur, áhorfendur, við öll, getum brugðist við með ýmsum hætti. Við gætum forðað okkur á hlaupum, hætt að hlusta og taka þátt, snúið okkur að einhverju öðru uppbyggilegu. Gallinn við þessa aðferð er að hinir bíræfnu öðlast þá of mikið vægi og rými.

Við gætum líka lært að gera kröfur og knúið á um gild rök og gögn, hafnað upphrópunum og æft okkur í því að hlusta, greina, spyrja og tala af yfirvegun án þess að hnýta í aðra. Það þarf þjálfun í að sigta út ofbeldið í umræðunni og hugrekki til að hafna því.

Hvers vegna er stíllinn svona harkalegur?

Að slá utan undir, kasta hnífum og spjótum, slá rothögg í stað þess að skiptast á skoðunum í leit að svari er í raun löngu úrelt aðferð. Það sem er þó verulega áhugavert er að velta fyrir sér hvers vegna þessi ruddalegi umræðustíll fær svona mikið pláss í lífi okkar?

Hér þarf ef til vill að grípa til sálfræði eða uppeldisfræði og setja fram tilgátur án þess að fella palladóma. Hér eru þrjár hugmyndir:

1. Er þetta umræðustíll úr uppeldinu sem hefur borist með kynslóðunum og til okkar daga? Eru börn skömmuð of mikið, er þeim aðallega skipað fyrir, sagt að þegja, er æpt á þau í opinberu rými? Er nógu mörgum börnum gefinn kostur á samtali?

2. Er harkan ef til vill vísbending um vanmetakennd? Mótrök og skoðanir annarra eru þá ekki túlkuð sem vinsamleg ábending heldur fjandsamleg ógn. Einhver fer inn á yfirráðasvæði annars og er rekinn burt með skömmum. Ef til vill sækjast þátttakendur eftir sæmd en fara á taugum því þeir óttast vansæmd?

3. Er þetta arfleifð fjölmiðla þar sem átakamenningin er mest metin? Þar sem fréttamiðlar búa við rótgróna aðferð við að segja stríðsfréttir og persónum, hópum, flokkum, þjóðum, heimsálfum og hugmyndakerfum er stillt upp við vegg? Skerpt er á því sem skilur á milli og þeim boðið að takast á í fjölmiðlum þar til einn fellur á tíma, annar gefst upp og einhver sigrar?

Kannski – en hver sem ástæðan er þá er að minnsta kosti þess virði að reyna að skilja þetta og gera tilraun til að breyta því sem þarf að breyta til að fleiri raddir fái að heyrast, raddir sem eru ekki svona ofbeldisfullar og sem fela sig ekki bak við víggirta múra.

Getur hófsemd bjargað einhverju?

Ef það er á annað borð verið að skiptast á skoðunum þá er afleitt að mæta hroka og viðskotaillum (and)svörum, hófsemd er miklu líklegri til vinnings ef hún finnst í „vopnabúrinu“. Hófsemd er að vísu ekki hátt skrifuð í íslenskri umræðu – en gæti hún verið svarið?

Ólafur Páll Jónsson heimspekingur hefur skrifað „Auðmjúk manneskja gefur sér ekki að hennar afstaða sér rétt eða byggir tilveru sína á því að verja eigin afstöðu.“ (Sannleikur og rök. 2016, bls. 100). Þarna gæti falist von og  lykill til að losna undan ofbeldinu í umræðunni. Hófsöm umræða er hrokalaus.

Hófsemd (hógværð/auðmýkt/vinsemd) í umræðu felst í því að láta hvorki persónu sína né annarra, eða stöðu þvælast fyrir sér. Hugarfarið snýst ekki um að sigra eða verjast heldur einfaldlega í því að finna svar. Slíkt svar fæst alls ekki með því að ausa skömmum yfir aðra eða sverta mannorð þeirra. Heldur með straumþungri leit.

Of stór hluti af opinberri umræðu einkennist af skorti á hófsemd af þessum toga. Í stað þess að ræða málin manar fólk sig upp í skítkast og reynir með því að fæla fólk í burtu af (víg)vellinum. Að beita vísvitandi blekkingum og svikum í umræðu er að bregðast skyldum sínum. Slík ofbeldisfull umræða og öfgafull fréttamennska veldur óverðskuldugu tjóni og sársauka og er í raun óásættanleg.

Hófsemd býður ekki upp á árásargirni, ofbeldi eða skammir í umræðunni. Hún býður upp á viðfangsefni og gögn sem gagnrýnin hugsun greinir, vegur og metur, tekur í sundur og setur saman aftur til að sjá trúverðuga mynd.

Hófsemd sem aðferð í umræðu

Skilgreina má hófsemd  sem jafnlyndi og skynsemi í umræðu sem tekur mið af almannahagsmunum.  Hófsemdarmanneskjan þarf að búa yfir nokkrum kostum:

Hún tekur mótrökum ekki persónulega. Hún lítur ekki á aðra sem andstæðinga heldur jafningja. Hún talar ekki aðra í kaf því hún býst við því að aðrir virði hana óháð skoðunum.  Fleiri kosti má nefna: að hlusta af athygli, taka vel eftir og að geta skipt um skoðun og að fá aðra til að skipta um skoðun án þess að finnast það óþægilegt eða þvingandi.

 

Punktur: Það þarf þjálfun í að sigta út ofbeldið í umræðunni og hugrekki til að hafna því.

Punktur: Sennilega tapast mörg sjónarmið vegna þess að of margir hætta við að taka til máls innan um umræðuböðlana.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
3

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
5

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
6

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Nýtt á Stundinni

Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·
Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

Guðmundur Guðmundsson

Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·