Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
5

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
6

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
7

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti nýs framboðs í Vestmannaeyjum. Vill lýðræðislegri vinnubrögð.

Átök í Eyjum Nýtt framboð mun bjóða fram til sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Einn helsti hvatinn að hinu nýja framboði er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með starf flokksins í Eyjum, meðal annars með þá leið sem farin var við val á lista. Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið kost á sér til að leiða hinn nýja lista.   Mynd: Twitter
freyr@stundin.is

Deilur um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum komust í hámæli snemma árs en þá var felld tillaga um að halda skyldi prófkjör innan flokksins. Slík leið hefur ekki verið farin í 28 ár, þrátt fyrir að prófkjörsleiðin sé meginregla í samþykktum Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að uppstillingu á framboðslista hans. Óánægja sumra Sjálfstæðismanna með niðurstöðuna var slík að í síðustu viku var boðað til stofnfundar bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum og varð niðurstaðan sú að það félag myndi bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þau tíðindi urðu síðan að Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona flokksins, steig fram í byrjun þessarar viku og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér til að leiða listann.

Mikið vígi flokksins

Vestmannaeyjar hafa verið gríðarlegt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn áratugum saman. Frá árinu 1990 hefur flokkurinn hlotið hreinan meirihluta í öllum bæjarastjórnarkosningum þar, utan árið 2002 þegar flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna af sjö. Í síðustu kosningum, 2014, vann flokkurinn síðan fáheyrðan sigur og hlaut 73 prósent greiddra atkvæða. Því eru það nokkur tíðindi nú að óánægja innan flokksins hafi brotist með þessum hætti upp á yfirborðið og valdi því að Sjálfstæðisfólk bjóði nú fram gegn félögum sínum.

Stundin heyrði í Írisi og grennslaðist fyrir um það hví hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Íris segir að það hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Það hafa verið svona ýmsar væringar í kringum framboðsmálin og það var ekki sérstök sátt um hvernig ætti að velja á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég fór á fund bæjarmálafélagsins sem stofnað var hér í síðustu viku, daginn eftir að listi Sjálfstæðisflokksins var kynntur, og mér leist afar vel á það. Félagið á að standa fyrir flott grunngildi og lýðræðisleg vinnubrögð sem mér líst mjög vel á. Þann dag fékk ég áskorun frá 195 Vestmannaeyingum um að gefa kost á mér til að leiða nýjan lista og ég tók bara ákvörðun um að gefa kost á mér.“

Þáði ekki þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Vestmannaeyjar

Íris vill ekki samþykkja að bæjarmálafélagið sá aðeins óánægjuframboð ósátts Sjálfstæðisfólks, það sé opið öllum íbúum Vestmannaeyja og allir séu velkomnir. Félagið sé í eðli sínu þverpólitískt. „En það eru vissulega undirliggjandi ástæður fyrir því að fólk vilji finna sér annan vettvang. Allir sem þarna koma að vilja bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Mér finnst að það þurfi að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð til að bæta samfélagið.“

Hefði verið samþykkt að halda prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum, þá hefði Íris gefið kost á sér þar, segir hún. Það gaf hún út strax í janúar. Spurð hvort rætt hafi verið við hana um að taka sæti á lista flokksins, eftir að tillaga um prófkjör var felld, játar hún því. „Það var rætt við mig í byrjun mars og mér boðið þriðja sæti en það voru ástæður fyrir því að ég vildi ekki þiggja það. Það var ekki haft samband aftur.“

Ekki tími fyrir prófkjör

Íris segist ekki hafa áhuga á að fara að greina ástæður deilna innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afskaplega sterka stöðu lengi í Vestmannaeyjum. Það sem hefur hins vegar ekki verið gert í 28 ár er að halda prófkjör. Hér er ofboðslega margt fólk skráð í flokkinn sem myndi vilja hafa áhrif á hvernig lista flokksins er stillt upp en það varð ekki. Þetta þyrfti að vera opnara og lýðræðislegra.“

Þegar bent er á að ekki standi til að halda prófkjör innan bæjarmálafélagisins og Íris spurð hvort það sé ekki í mótsögn við hennar málflutning svarar hún því játandi. „Bæjarmálafélagið er stofnað mjög seint í aðdraganda kosninga og helsta gagnrýnin sem ég heyri er á þetta, að stjórn bæjaramálafélagsins sá sér ekki fært að halda prófkjör, þvert á það sem ég hefði viljað. Bæði er félagið ekki stjórnmálaflokkur og svo er tíminn bara orðinn of naumur. Það hefði þurft mun lengri tíma, utankjörfundaatkvæðagreiðsla er til að mynda búin að vera í gangi í meira en viku. Ég fer samt ekki ofan af því að það að halda prófkjör, að leyfa fólki að koma að málum, er alltaf besta leiðin. Ég hef alltaf talað fyrir því, það er meginregla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur því miður ekki verið virkjuð í Vestmannaeyjum mjög lengi.“

Segir sig frá trúnaðarstörfum

Íris segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en hún muni vissulega segja sig frá trúnaðarstörfum. „Allar ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á líf okkar. Ef ég tek sæti á lista bæjarmálafélgsins mun ég segja mig frá þeim trúnaðarstörfum sem ég gegni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, en það eru að vísu skipulagsreglur innan flokksins sem segja að vísa eigi þeim úr flokknum sem taki sæti á lista annarra framboða.“

Spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá ekki staðið sig vel við stjórnun bæjarfélagsins, og eins hvort það verði einhver munur á stefnumálum framboðanna tveggja, svarar Íris því játandi í báðum tilvikum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel, eins og bæjarastjórn Vestmannaeyja öll. En eins og alltaf er þá eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera betur. Ég ætla að fá að fara út í þá sálma seinna, ég er ekki komin með umboð til þess því ég er ekki enn orðin frambjóðandi bæjarmálafélagsins. Ég hef því ekki pólitískt umboð til að svara neinu um þetta ennþá en með nýju fólki koma nýjar áherslur, það er alltaf þannig.“

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
5

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
6

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
7

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Nýtt á Stundinni

Listapúkinn lætur sólina skína

Listapúkinn lætur sólina skína

·
Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Gunnar Hersveinn

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·