Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trumpar á trúnó
3

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
4

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
5

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·
Íslensk hræsni í útrás
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Íslensk hræsni í útrás

·
Hve lágt má leggjast?
7

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson

Fimmtán síður af salti

Snorri Páll skrifar um upplýsingagjöf utanríkisráðuneytisins til aðstandenda Hauks Hilmarssonar. „Gögnin eru ekkert annað en ómerkilegt uppsóp: samhengislausar afgangsupplýsingar settar saman að lokinni þeirri lágkúrulegu framkvæmd yfirvalda að reyna — eftir fremsta megni og með aðstoð laganna — að leyna aðstandendur Hauks sem mestum upplýsingum.“

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson

Snorri Páll skrifar um upplýsingagjöf utanríkisráðuneytisins til aðstandenda Hauks Hilmarssonar. „Gögnin eru ekkert annað en ómerkilegt uppsóp: samhengislausar afgangsupplýsingar settar saman að lokinni þeirri lágkúrulegu framkvæmd yfirvalda að reyna — eftir fremsta megni og með aðstoð laganna — að leyna aðstandendur Hauks sem mestum upplýsingum.“

Fyrir viku — eftir langa og illa réttlætta töf — afhenti Utanríkisráðuneytið fjölskyldu Hauks Hilmarssonar loksins gögn um athugun ráðuneytisins á hvarfi eða meintu andláti hans í Sýrlandi í febrúar þessa árs. Aðspurður undir gagnrýni hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagt að málið sé „í algjörum forgangi“ og stutt þá fullyrðingu með yfirlýsingum þess efnis að tíundi hluti starfsliðs ráðuneytisins hafi komið að málinu með einum eða öðrum hætti. Sá galli er þó á síðbúinni gjöf Guðlaugs að í skjóli laga um takmarkanir á upplýsingarétti, sökum annarsvegar einka- og hinsvegar almannahagsmuna, er bróðurparti þeirra gagna sem lúta að athugun ráðuneytisins enn haldið frá fjölskyldu Hauks og öðrum aðstandendum hans.

Alls eru hin afhentu gögn 45 síður að lengd. Fyrstu sex þeirra hafa að geyma tímalínu — lista yfir samskipti ráðuneytisins við stofnanir, sendiráð og ræðismenn, auk stjórnvalda erlendra ríkja og fjölskyldu Hauks. Þar er vissulega einhverjar gagnlegar upplýsingar að finna, en flestar eru þær ritaðar í símskeytastíl auk þess sem langfæstum fylgja viðbótarupplýsingar í hinum hluta gagnanna. Í ofanálag er stór hluti tímalínunnar fyrst og fremst vitnisburður um að frá hinum og þessum stofnunum sé „ekkert að frétta“ — dag eftir dag eftir dag — auk innihaldslausra frásagna af árangurslausum samræðum við „aðila á svæðinu.“

Að tímalínunni frátalinni eru gögnin 39 síður. Þar af inniheldur 21 síða skrásetningu á samskiptum ráðuneytisins við fjölskyldu Hauks og aðra aðstandendur — til að mynda á tölvupóstum aðstandenda til ráðuneytisins og öfugt — auk áframsendinga sömu tölvupósta frá ráðuneytinu til annarra stofnanna sem koma að athugun málsins. Eðli málsins samkvæmt er efni þessara síðna nú þegar löngu kunnugt aðstandendum, enda ýmist frá þeim sjálfum komið eða til þeirra sent. 

Þá standa eftir átján síður. Ein þeirra er svo gott sem tóm, að undanskildu kennimarki 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Þá eru þá orðnar sautján. Tvær sýna sama tölvupóstinn — bréf ákveðins sendiherra til ákveðins ræðismanns — nema hvað seinni síðan er skjalfesting á áframsendingu  bréfsins og inniheldur tvær meitlaðar setningar sendiherrans til viðbótar. Efnislegt vægi þeirra er nákvæmlega ekkert, síðurnar tvær því réttilega taldar sem ein og eftirstandandi síður orðnar sextán. Af þeim innihalda tvær sama bréfið sem sent er tveimur ræðismönnum Íslands í sama landinu. 

Fyrir tilstilli þessarar strípunar má með réttu segja að þær síður sem hafa að geyma ný gögn — upplýsingar sem varpa ljósi á athugun ráðuneytisins og ekki hafa áður komið fyrir augu aðstandenda — séu í efnislegum skilningi ekki nema fimmtán talsins.

Það gerir þriðjung heildargagnanna — eða 38,5 prósent þeirra, sé tímalínan skilin frá. 

Og hvað er þá að finna á þessum 15 síðum?

15

Þann 6. mars eru ræðismenn Íslands í Ankara og Istanbúl beðnir um aðstoð við upplýsingaleit, en samkvæmt tímalínunni kemur ekkert bitastætt út úr þeirri beiðni. 

14

Daginn eftir berst ráðuneytinu bréf frá fulltrúa Rauða krossins á Íslandi sem bíður fram aðstoð alþjóðaráðs samtakanna. Ekkert segir um viðbrögð ráðuneytisins eða mögulegt framhald málsins, auk þess sem samskiptin koma ekki fyrir á tímalínunni. 

13

Sama dag skrifar sendiherra Íslands í Svíþjóð ræðismanni Íslands í Sýrlandi og biður um aðstoð við upplýsingaleit. Í sjálfum gögnunum er ekkert að sjá um viðbrögð ræðismannsins, en á tímalínunni segir að nokkrum dögum síðar hafi hann ítrekað „beiðni til sýrlenskra stjórnvalda,“ en um leið minnt á að „ástandið sé viðkvæmt og ferlið taki tíma.“ Þann 11. mars segir loks á tímalínunni frá þeim skilaboðum sýrlenska utanríkisráðuneytisins „að engar upplýsingar séu skráðar um ferðir [Hauks] í Sýrlandi. Aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum frá Afrin sé takmarkað.“

12

Þann 9. mars upplýsir sami sendiherra Íslands í Svíþjóð ráðuneytið um að tiltekin kúrdísk stofnun, sem reynt hafi verið að ná sambandi við, hafi reynst ígildi sendiráðs íraska Kúrdistan í Svíþjóð. Ítrekað en árangurslaust hafi verið hringt í eitthvað símanúmer og því verði haldið áfram. Síðar kemur fram á tímalínunni að téð stofnun geti „því miður lítið aðstoðað.“

11

Þann 19. mars eru sendiherrar Íslands í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða, beðnir um að senda ráðuneytinu „stutt yfirlit yfir [þau] lög, reglur eða viðmið sem gilda á hinum Norðurlöndunum varðandi borgaraþjónustu við ríkisborgara þeirra sem taka þátt í vopnuðum átökum erlendis.“ Ekkert segir frekar um þessi yfirlit.

10

Þann 25. mars er sendiherra Íslands í Bretlandi beðinn um „að kanna hvað bresk stjórnvöld hafa gert í máli Önnu Campbell,“ ungrar breskrar konu sem barðist með varnarsveitum Kúrda í Afrin og talin er hafa fallið í árásum Tyrklandshers þann 21. mars. Hvorki er að finna upplýsingar um niðurstöður þessara athuganna, né heldur hvort og þá hvernig þær hafa komið Utanríkisráðuneytinu að gagni.

9, 8, 7

Þann 12. mars óskar ritari utanríkismálanefndar Alþingis eftir minnisblaði frá ráðuneytinu um athugun málsins sem afhenda skuli nefndinni á næsta fundi hennar, tveimur dögum síðar. Þegar ritarinn endurtekur beiðnina, rúmum sólarhring síðar, svarar fulltrúi ráðuneytisins loksins og segir að ekki sé hægt að útbúa minnisblaðið strax, en býðst til að mæta frekar á ofangreindan fund — sem ritarinn samþykkir. Ekkert fleira er að finna í gögnunum, hvorki um fundinn né minnisblaðið. Rétt tæpum mánuði síðar, þann 10. apríl, sagði Logi Einarsson, annar varaformaður nefndarinnar, frá því á opinberum vettvangi að minnisblaðið væri enn ekki komið í hús þrátt fyrir ítrekanir þann 21. mars og 4. apríl. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann þau skilaboð frá ráðuneytinu að minnisblaðið myndi berast daginn eftir — sem það á endanum gerði. Innihald þess er bundið trúnaði, en samkvæmt heimildum aðstandenda er þar að stærstum hluta um fyrrnefnda tímalínu að ræða. 

6

Þann 8. mars berst ráðuneytinu tölvupóstur frá fulltrúa Ríkislögreglustjóra. Bréfið inniheldur netfang og símanúmer ákveðins rannsóknarlögreglumanns. 

5

Deginum áður berst ráðuneytinu bréf frá sendiráði Íslands í Bandaríkjunum þess efnis að fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins hafi sagst geta aðstoðað „eftir föngum.“ Ekkert kemur fram um hugsanlegt framhald þeirra samskipta.

4

Daginn þar á undan biður ráðuneytið ræðismann Íslands í Istanbúl um að aðstoða móður Hauks við að útvega þýðingu á texta úr tyrknesku. Þessi síða er reyndar á mörkum þess að geta talist gagn með nýjum upplýsingum og ætti hugsanlega frekar heima í þeim hluta skjalanna sem sýnir samskipti ráðuneytisins við aðstandendur — sem myndi þá fækka hinum nýju gögnum í einungis 14 síður.

3, 2

Þann 6. mars skrifar einhver íslenskumælandi (nafn svert) ráðuneytinu og segist hafa sent upplýsingabeiðni til einhvers (nafn einnig svert, en af innihaldi bréfsins að dæma er líklega um erlendan blaðamann að ræða) og boðið honum að ræða við íslensk yfirvöld, hafi hann eitthvað til málsins að leggja. Ekkert segir um niðurstöður þeirrar beiðni. Samkvæmt svari ráðuneytisins sama dag virðist hann einnig hafa upplýst um að fleiri íslenskir ríkisborgarar en Haukur séu „á svæðinu,“ þó ómögulegt sé að átta sig á því hvort orðalagið „á svæðinu“ eigi við um Afrin, Rojava, allan norðurhluta Sýrlands eða einhvern part suðurhluta Tyrklands — og hvort um sé að ræða þátttakanda í vopnaðri baráttu eða einhvern sem búi einfaldlega og starfi „á svæðinu,“ jafnvel hann sjálfan. Auk erlenda blaðamannsins virðist hann hafa bent ráðuneytinu á einn aðila til viðbótar, en engin frekari deili eru sögð á honum. Á tímalínunni þann 6. mars er ekkert minnst á þessi samskipti.

1

Þann 9. mars sendir áðurnefndur fulltrúi Ríkislögreglustjóra tölvupóst til ráðuneytisins og upplýsir um samskipti hans við landsskrifstofu Interpol í Tyrklandi. Þar á bæ telji menn „lögreglusamskipti ekki áhrifaríkustu leiðina í máli [Hauks], þótt öll erindi [fái] afgreiðslu hjá þeim og/eða [sé] miðlað á réttan stað.“ Þeir segi að „áhrifaríkasta leiðin [séu] diplómatísk erindi frá Íslandi í gegnum pólitíska tengiliði Íslands í Ankara/Tyrklandi.“ Að lokum ítrekar hann þá áherslu Ríkislögreglustjóra „að Utanríkisráðuneytið fari að þessum leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda.“ Ekkert kemur beinlínis fram um afstöðu utanríkisráðuneytisins til þessa — en í ljósi þeirra upplýsinga sem koma fram á tímalínunni er ekki annað að sjá en að fullt mark hafi verið tekið á leiðbeiningum lögregluyfirvalda þess ríkis sem að öllum líkindum ber ábyrgð á hvarfi, handtöku eða andláti Hauks. 

Þá eru gögnin þurrausin. 

Og þess beðið að einhver flissi, rétti upp hönd og gangist við lélegu gríninu. 

Enda er deginum ljósara að þessar 15 síður munu ekki með nokkru móti skýra á heildstæðan hátt — og raunar varla gefa vísbendingu um það — hvernig yfirvöld hafa unnið að þessu máli; hvað þá heldur hverju, ef einhverju, sú vinna kann að hafa skilað. Gögnin eru ekkert annað en ómerkilegt uppsóp: samhengislausar afgangsupplýsingar sem safnað var saman að lokinni þeirri lágkúrulegu framkvæmd yfirvalda að reyna — eftir fremsta megni og í öruggu skjóli laganna — að leyna aðstandendur Hauks sem mestum upplýsingum.

Til eru orð sem lýsa slíkri framkomu og engin ástæða er til að leyna: að strá salti í sárin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trumpar á trúnó
3

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
4

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
5

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·
Íslensk hræsni í útrás
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Íslensk hræsni í útrás

·
Hve lágt má leggjast?
7

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Þetta var stóllinn
6

Þetta var stóllinn

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Þetta var stóllinn
6

Þetta var stóllinn

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Nýtt á Stundinni

Brómans á Klaustri

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Churchill og Brexit og saga Bretlands

Churchill og Brexit og saga Bretlands

·
Dauðans alvara

Dauðans alvara

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

·
Alvöru menn

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Hve lágt má leggjast?

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Trumpar á trúnó

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

·
Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·